Jón Daði Böðvarðsson heldur sæti sínu í byrjunarliði Íslands sem mætir Lettlandi á Skonto-leikvanginum í kvöld. Liðið er eins skipað og í 3-0 sigurleiknum gegn Tyrklandi í síðasta mánuði.
Ísland spilaði frábærlega í leiknum gegn Tyrklandi og því þarf það ekki að koma á óvart að þjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson breyti ekki liðinu nú.
Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Byrjunarlið Íslands:
Markvörður:
Hannes Þór Halldórsson
Vörn:
Theodór Elmar Bjarnason
Kári Árnason
Ragnar Sigurðsson
Ari Freyr Skúlason
Miðja:
Birkir Bjarnason
Aron Einar Gunnarsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Emil Hallfreðsson
Sókn:
Jón Daði Böðvarðsson
Kolbeinn Sigþórsson
Engin breyting á íslenska byrjunarliðinu

Tengdar fréttir

Íslenska landsliðið á toppi riðilsins eftir 3-0 sigur í Lettlandi
Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur aldrei unnið annan leik í undankeppni stórmóts eftir sigur í þeim fyrsta.