Aron Einar: Farnir að venjast fullum Laugardalsvelli Anton Ingi Leifsson skrifar 12. október 2014 15:30 Aron ásamt landsliðsþjálfaranum. Vísir/Vilhelm Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að leikmenn liðsins séu allir á jörðinni þrátt fyrir góða byrjun í undankeppni EM 2016. „Við setjum gífurlega pressu á okkur sjálfir. Við setjum stefnuna á að gera betur en í síðustu undakeppni," sagði Aron Einar við Vísi á Hotel Nordica í dag. „Í síðustu undankeppni var leikur númer tvö ekki nægilega góður, en í þessari undankeppni var hann góður. Það er bæting og vonandi náum við að bæta okkur áfram sem landslið." Aron Einar segir að menn séu skiljanlega ánægðir með að vera ekki búnir að fá á sig mark í þessari undankeppni og segir að það sé bæting frá síðustu undakeppni. „Það gerðist ekkert mjög oft í síðustu keppni þannig að við getum verið sáttir með það hvernig sú bæting hefur verið." „Það er alltaf jákvætt að halda hreinu og við erum með sterka leikmenn fram á við, sem koma til með að skora." „Við erum tilbúnir í leikinn. Það er kannski smá þreyta í löppunum á mannskapnum, en menn eru búnir að reyna endurheimta og koma sér í skikkanlegt form fyrir leikinn á morgun." Aðspurður hvort markastíflan væri brostin hjá Aroni svaraði hann léttur í lund: „Ég veit það nú ekki. Ég átti ekkert að vera inní í þessari aukaspyrnu. Ég er ekki mikið settur fram í föst leikatriði þannig ég ákvað bara fara sjálfur til þess að hleypa Gylfa útaf." „Ég er ekkert að pæla í þessu. Mín staða í landsliðinu er aðeins öðruvísi en að vera skora eitthver mörk. Ég á meira að halda stöðu og hreinsa upp fyrir hina sem eru sækja." Fyrirliðinn er ánægður með að völlurinn sé byrjaður að fyllast leik eftir leik. „Það hefur alltaf verið jafn gaman að spila fyrir fullan Laugardalsvöll. Við erum farnir að venjast því." „Það gefur okkur alltaf extra að við fáum fullan stuðning og að völlurinn sé ekki að fyllast útaf annað liðið er með skærar stjörnur heldur áhorfendurnir eru komnir til að horfa á okkur." „Við lögðum upp með að fá alla með okkur í þetta og það er að virka, en við þurfum að halda dampi og halda áfram að sanka inn stigum." „Við erum búnir að vinna tvo leiki og markatalan 6-0, en við erum ekki komnir með neitt í hendurnar. Við eigum eftir að mæta virkilega sterkum liðum, þannig menn halda sér á jörðinni og einblína á næsta leik sem er gegn Hollandi á morgun," sagði skeggjaður fyrirliðinn að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að leikmenn liðsins séu allir á jörðinni þrátt fyrir góða byrjun í undankeppni EM 2016. „Við setjum gífurlega pressu á okkur sjálfir. Við setjum stefnuna á að gera betur en í síðustu undakeppni," sagði Aron Einar við Vísi á Hotel Nordica í dag. „Í síðustu undankeppni var leikur númer tvö ekki nægilega góður, en í þessari undankeppni var hann góður. Það er bæting og vonandi náum við að bæta okkur áfram sem landslið." Aron Einar segir að menn séu skiljanlega ánægðir með að vera ekki búnir að fá á sig mark í þessari undankeppni og segir að það sé bæting frá síðustu undakeppni. „Það gerðist ekkert mjög oft í síðustu keppni þannig að við getum verið sáttir með það hvernig sú bæting hefur verið." „Það er alltaf jákvætt að halda hreinu og við erum með sterka leikmenn fram á við, sem koma til með að skora." „Við erum tilbúnir í leikinn. Það er kannski smá þreyta í löppunum á mannskapnum, en menn eru búnir að reyna endurheimta og koma sér í skikkanlegt form fyrir leikinn á morgun." Aðspurður hvort markastíflan væri brostin hjá Aroni svaraði hann léttur í lund: „Ég veit það nú ekki. Ég átti ekkert að vera inní í þessari aukaspyrnu. Ég er ekki mikið settur fram í föst leikatriði þannig ég ákvað bara fara sjálfur til þess að hleypa Gylfa útaf." „Ég er ekkert að pæla í þessu. Mín staða í landsliðinu er aðeins öðruvísi en að vera skora eitthver mörk. Ég á meira að halda stöðu og hreinsa upp fyrir hina sem eru sækja." Fyrirliðinn er ánægður með að völlurinn sé byrjaður að fyllast leik eftir leik. „Það hefur alltaf verið jafn gaman að spila fyrir fullan Laugardalsvöll. Við erum farnir að venjast því." „Það gefur okkur alltaf extra að við fáum fullan stuðning og að völlurinn sé ekki að fyllast útaf annað liðið er með skærar stjörnur heldur áhorfendurnir eru komnir til að horfa á okkur." „Við lögðum upp með að fá alla með okkur í þetta og það er að virka, en við þurfum að halda dampi og halda áfram að sanka inn stigum." „Við erum búnir að vinna tvo leiki og markatalan 6-0, en við erum ekki komnir með neitt í hendurnar. Við eigum eftir að mæta virkilega sterkum liðum, þannig menn halda sér á jörðinni og einblína á næsta leik sem er gegn Hollandi á morgun," sagði skeggjaður fyrirliðinn að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira