Birkir Bjarna: Holland var bara bónusleikur fyrir mót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2014 21:45 Birkir Bjarnason. Vísir/Vilhelm Birkir Bjarnason og félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta sitja í efsta sæti A-riðils í undankeppni EM 2016 eftir tvær umferðir og framundan er leikur við stórlið Hollendinga á Laugardalsvellinum á morgun. „Ég held að allir séu bara rólegir yfir þessu því það er mikið eftir. Við þurfum bara að halda fullri einbeitingu," sagði Birkir Bjarnason um frábæra byrjun íslenska landsliðsins sem hefur fullt hús eftir tvo leiki í undankeppni EM 2016. Íslenska liðið lærði á reynslunni frá því í síðustu keppni þegar liðið tapaði á móti Kýpur í sínum öðrum leik eftir sigur á Noregi í þeim fyrsta. Nú fylgdi liðið eftir 3-0 sigri á Tyrkjum með öðrum 3-0 sigri á Lettum. „Maður sá það í leiknum á móti Lettlandi að við vorum rólegir og ákveðnir í að vinna leikinn. Við vorum bara að bíða eftir fyrsta markinu. Þetta var erfitt í fyrri hálfleik og þeir voru góðir að verjast. Við náðum ekki að brjóta varnarlínuna þeirra almennilega upp en það var fínt að fá þessi mörk í lokin," sagði Birkir um Lettaleikinn. „Við förum í leikinn á móti Hollandi til þess að vinna en fyrir mótið var þetta bara bónusleikur. Þeir hafa ekki byrjað þetta vel þannig að þeir eru ekki að spila sinn besta bolta. Þeir bera alveg virðingu fyrir okkur eftir okkar góðu byrjun og þetta verður örugglega hörkuleikur," sagði Birkir en verður leikurinn öðruvísi en síðustu leikir. „Við þurfum að spila meira eins og við gerðum á móti Tyrkjum, vera rólegir, láta þá aðeins hafa boltann og reyna að ná skyndisóknum á móti þeim. Ef við getum unnið 3-0 á móti Tyrkjum þá getum við líka náð góðum úrslitum á móti Hollandi," sagði Birkir og það er hægt að láta sig dreyma. „Það væri ekki leiðinlegt að vera komnir með níu stig eftir þrjá leiki og kæmi örugglega öllum á óvart," sagði Birkir léttur að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira
Birkir Bjarnason og félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta sitja í efsta sæti A-riðils í undankeppni EM 2016 eftir tvær umferðir og framundan er leikur við stórlið Hollendinga á Laugardalsvellinum á morgun. „Ég held að allir séu bara rólegir yfir þessu því það er mikið eftir. Við þurfum bara að halda fullri einbeitingu," sagði Birkir Bjarnason um frábæra byrjun íslenska landsliðsins sem hefur fullt hús eftir tvo leiki í undankeppni EM 2016. Íslenska liðið lærði á reynslunni frá því í síðustu keppni þegar liðið tapaði á móti Kýpur í sínum öðrum leik eftir sigur á Noregi í þeim fyrsta. Nú fylgdi liðið eftir 3-0 sigri á Tyrkjum með öðrum 3-0 sigri á Lettum. „Maður sá það í leiknum á móti Lettlandi að við vorum rólegir og ákveðnir í að vinna leikinn. Við vorum bara að bíða eftir fyrsta markinu. Þetta var erfitt í fyrri hálfleik og þeir voru góðir að verjast. Við náðum ekki að brjóta varnarlínuna þeirra almennilega upp en það var fínt að fá þessi mörk í lokin," sagði Birkir um Lettaleikinn. „Við förum í leikinn á móti Hollandi til þess að vinna en fyrir mótið var þetta bara bónusleikur. Þeir hafa ekki byrjað þetta vel þannig að þeir eru ekki að spila sinn besta bolta. Þeir bera alveg virðingu fyrir okkur eftir okkar góðu byrjun og þetta verður örugglega hörkuleikur," sagði Birkir en verður leikurinn öðruvísi en síðustu leikir. „Við þurfum að spila meira eins og við gerðum á móti Tyrkjum, vera rólegir, láta þá aðeins hafa boltann og reyna að ná skyndisóknum á móti þeim. Ef við getum unnið 3-0 á móti Tyrkjum þá getum við líka náð góðum úrslitum á móti Hollandi," sagði Birkir og það er hægt að láta sig dreyma. „Það væri ekki leiðinlegt að vera komnir með níu stig eftir þrjá leiki og kæmi örugglega öllum á óvart," sagði Birkir léttur að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira