Lewandowski: Skotar okkar helsti keppninautur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2014 16:30 Lewandowski gekk til liðs við Bayern München frá Borussia Dortmund í sumar. Vísir/Getty Pólski framherjinn Robert Lewandowski hefur varað landa sína við ofmati eftir 2-0 sigur Póllands á Þýskalandi á sunnudaginn í D-riðli undankeppni EM 2016. Þetta var fyrsti sigur Póllands á Þýskalandi í 19 tilraunum, en Aradiusz Milik og Sebastian Mila skoruðu mörkin í 2-0 sigri á Stadion Narodowy í Varsjá. Pólverjar taka á móti Skotum í sínum þriðja leik í riðlinum á morgun. Lewandowski, sem leikur með Bayern München, segir að leikurinn sé gríðarlega mikilvægur. „Við unnum sögulegan sigur gegn Þýskalandi, en við fengum bara þrjú stig. Ef við töpum á móti Skotlandi fáum við aðeins þrjú stig út úr tveimur leikjum sem er ekki nógu mikið,“ sagði markahrókurinn. „Það er ekkert leyndarmál að Þýskaland mun vinna riðilinn auðveldlega, en Skotar eru okkar helsti keppinautur um annað sætið í riðlinum. Þess vegna er mikilvægt að vinna leikinn á morgun.“Zbigniew Boniek, forseti pólska knattspyrnusambandsins og fyrrverandi leikmaður, tók undir með Lewandowski. „Það voru nokkrir einstaklingar sem stóðu sig frábærlega gegn Þýskalandi og hinir leikmennirnir börðust hetjulega fyrir stigunum. En nú er komið að Skotaleiknum. Leyfum stuðningsmönnunum að njóta sigursins á laugardaginn, en leikmennirnir hafa ekki tíma fyrir það,“ sagði Boniek, sem skoraði 24 mörk í 80 landsleikjum, og bætti við: „Við megum ekki halda að við séum orðnir frábærir, því við erum það ekki. Við verðum að vera auðmjúkir og einbeita okkur að leiknum erfiða gegn Skotlandi.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Pólland skellti heimsmeisturunum Pólverjar gerðu sér lítið fyrir og unnu ríkjandi heimsmeistara á heimavelli í kvöld. 11. október 2014 20:38 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira
Pólski framherjinn Robert Lewandowski hefur varað landa sína við ofmati eftir 2-0 sigur Póllands á Þýskalandi á sunnudaginn í D-riðli undankeppni EM 2016. Þetta var fyrsti sigur Póllands á Þýskalandi í 19 tilraunum, en Aradiusz Milik og Sebastian Mila skoruðu mörkin í 2-0 sigri á Stadion Narodowy í Varsjá. Pólverjar taka á móti Skotum í sínum þriðja leik í riðlinum á morgun. Lewandowski, sem leikur með Bayern München, segir að leikurinn sé gríðarlega mikilvægur. „Við unnum sögulegan sigur gegn Þýskalandi, en við fengum bara þrjú stig. Ef við töpum á móti Skotlandi fáum við aðeins þrjú stig út úr tveimur leikjum sem er ekki nógu mikið,“ sagði markahrókurinn. „Það er ekkert leyndarmál að Þýskaland mun vinna riðilinn auðveldlega, en Skotar eru okkar helsti keppinautur um annað sætið í riðlinum. Þess vegna er mikilvægt að vinna leikinn á morgun.“Zbigniew Boniek, forseti pólska knattspyrnusambandsins og fyrrverandi leikmaður, tók undir með Lewandowski. „Það voru nokkrir einstaklingar sem stóðu sig frábærlega gegn Þýskalandi og hinir leikmennirnir börðust hetjulega fyrir stigunum. En nú er komið að Skotaleiknum. Leyfum stuðningsmönnunum að njóta sigursins á laugardaginn, en leikmennirnir hafa ekki tíma fyrir það,“ sagði Boniek, sem skoraði 24 mörk í 80 landsleikjum, og bætti við: „Við megum ekki halda að við séum orðnir frábærir, því við erum það ekki. Við verðum að vera auðmjúkir og einbeita okkur að leiknum erfiða gegn Skotlandi.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Pólland skellti heimsmeisturunum Pólverjar gerðu sér lítið fyrir og unnu ríkjandi heimsmeistara á heimavelli í kvöld. 11. október 2014 20:38 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira
Pólland skellti heimsmeisturunum Pólverjar gerðu sér lítið fyrir og unnu ríkjandi heimsmeistara á heimavelli í kvöld. 11. október 2014 20:38