Fótbolti

Gylfi Þór skoraði 23. markið sem Cillessen fær á sig úr víti

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór skorar úr vítinu á móti Cillessen í kvöld.
Gylfi Þór skorar úr vítinu á móti Cillessen í kvöld. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði þriðja markið sitt í undankeppni EM 2016 þegar hann kom Íslandi í 1-0 með marki úr vítaspyrnu gegn Hollandi á Laugardalsvellinum í kvöld.

Jasper Cillessen, markvörður Hollands, kom engum vörnum við frekar en í hin 22 skiptin sem hann hefur fengið á sig vítaspyrnu, en þær eru ekki hans sterkasta hlið.

Flestir muna eftir því á HM þegar Louis van Gaal tók Cillessen út af fyrir vítaspyrnukeppni gegn Kosta Ríka í átta liða úrslitum HM í sumar.

Hana unnu Hollendingar en þeir töpuðu svo þegar Cillessen stóð í markinu gegn Argentínu í undanúrslitum.

Michiel Jongsma, blaðamaður og tölfræðingur frá Hollandi, greinir frá þessum erfiðleikum Cillessen með vítaspyrnurnar á Twitter-síðu sinni í kvöld.


Tengdar fréttir

Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum.

Óbreytt byrjunarlið hjá Íslandi

Lars og Heimir stilla upp sama liðinu þriðja leikinn í röð þegar Ísland mætir Hollandi á Laugardalsvelli í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×