Kári: Vildi frekar spila á móti þeim en Jóni Daða og Kolla Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 13. október 2014 21:41 Kári Árnason fórnar sér í kvöld. vísir/villi Kári Árnason átti stórleik í hjarta varnar íslenska landsliðsins í sigrinum á Hollandi í kvöld og náði ásamt Ragnar Sigurðssyni að halda Robin van Persie niðri í leiknum á afmælisdaginn sinn. „Þetta er lýginni líkast. Þetta var liðsheildar sigur. Þeir skapa tvö færi og annað þeirra var kolrangstæða. Annars var þetta sterkt. Ég hefði frekar viljað spila á móti þeim en Jóni Daða (Böðvarssyni) og Kolla (Kolbeini Sigþórssyni),“ sagði Kári Árnason. „Við lögðum hann taktískt rétt upp. Við biðum eftir þeim og pressuðum þegar það átti við. Svo vorum við sterkir til baka og þeir sköpuðu fá færi á meðan við náðum að skapa hættu með skyndisóknum. „Við vorum kannski ekki bestir á bolta í öftustu línunni í kvöld en það skipti svo sem ekki máli. Við héldum hreinu og það er það sem skiptir máli,“ sagði Kári. Ísland var 2-0 yfir í hálfleik og snérist hálfleiksræða Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar um að halda ró sinni. „Þeir sögðu okkur bara að róa okkur niður og spila nákvæmlega eins og við gerðum í fyrri hálfleik. „Við vorum svo þéttir inni á miðsvæðinu líka. Það var erfiðara að spila boltanum aftur fyrir okkur þegar við féllum aftar. Við héldum línunni í réttri hæð allan leikinn fannst mér miðað við hvernig hann spilaðist,“ sagði Kári sem bjóst alveg eins við því að liðið væri með níu stig eftir þrjá fyrstu leikina. „Við vissum alveg að þetta væri hægt. Við vitum alveg hversu gott þetta lið er þegar við spilum okkar besta leik. Við hefðum tekið sjö stig fyrirfram en níu stig er betra.“ Kári hélt upp afmælið sitt í kvöld og man kannski eftir einni afmælisgjöf sem er betri en frammistaðan og sigurinn. „Ég held það bara fyrir utan skó sem ég fékk þegar ég var tíu ára,“ sagði afmælisbarnið. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Kári Árnason átti stórleik í hjarta varnar íslenska landsliðsins í sigrinum á Hollandi í kvöld og náði ásamt Ragnar Sigurðssyni að halda Robin van Persie niðri í leiknum á afmælisdaginn sinn. „Þetta er lýginni líkast. Þetta var liðsheildar sigur. Þeir skapa tvö færi og annað þeirra var kolrangstæða. Annars var þetta sterkt. Ég hefði frekar viljað spila á móti þeim en Jóni Daða (Böðvarssyni) og Kolla (Kolbeini Sigþórssyni),“ sagði Kári Árnason. „Við lögðum hann taktískt rétt upp. Við biðum eftir þeim og pressuðum þegar það átti við. Svo vorum við sterkir til baka og þeir sköpuðu fá færi á meðan við náðum að skapa hættu með skyndisóknum. „Við vorum kannski ekki bestir á bolta í öftustu línunni í kvöld en það skipti svo sem ekki máli. Við héldum hreinu og það er það sem skiptir máli,“ sagði Kári. Ísland var 2-0 yfir í hálfleik og snérist hálfleiksræða Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar um að halda ró sinni. „Þeir sögðu okkur bara að róa okkur niður og spila nákvæmlega eins og við gerðum í fyrri hálfleik. „Við vorum svo þéttir inni á miðsvæðinu líka. Það var erfiðara að spila boltanum aftur fyrir okkur þegar við féllum aftar. Við héldum línunni í réttri hæð allan leikinn fannst mér miðað við hvernig hann spilaðist,“ sagði Kári sem bjóst alveg eins við því að liðið væri með níu stig eftir þrjá fyrstu leikina. „Við vissum alveg að þetta væri hægt. Við vitum alveg hversu gott þetta lið er þegar við spilum okkar besta leik. Við hefðum tekið sjö stig fyrirfram en níu stig er betra.“ Kári hélt upp afmælið sitt í kvöld og man kannski eftir einni afmælisgjöf sem er betri en frammistaðan og sigurinn. „Ég held það bara fyrir utan skó sem ég fékk þegar ég var tíu ára,“ sagði afmælisbarnið.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira