Hannes: Kom ekki á óvart því við vitum hvað við getum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 13. október 2014 21:57 Hannes Þór fagnar eftir sigurinn í kvöld. vísir/andri marinó „Ég vonaðist eftir þessu þó maður vissi svo sem ekkert við hverju var að búast. Þetta er frábært lið sem við vorum að spila við og ég heyrði inni í klefa að þeir væru nýbúnir að pakka Brasilíu saman 4-0,“ sagði Hannes Þór Halldórsson sem hélt hreinu í þriðja sinn í jafn mörgum leikjum í undankeppni EM 2016. „Það getur allt gerst á móti svona liði en við vitum hvað við getum og trúum á okkar hæfileika. Maður vonaðist eftir þessu en þetta er hálf ótrúlegt. Maður er enn að jafna sig á þessu. „Við erum góðir í að loka svæðum og verjast sem ein heild. Það sýndi sig í kvöld. Við lokuðum algjörlega á þá og þeir komust ekkert í gegnum okkur. Það gekk fullkomlega upp að loka svæðum og sækja hratt á þá,“ sagði Hannes sem þurfti þó að verja einu sinni frá Robin van Persie. „Það var gaman að pakka honum saman, ég neita því ekki. „Stemningin er frábær. Það gjörsamlega trylltist allt inni í klefa. Þetta hefur verið hógvær fagnaðarlæti eftir þessa sigra en það varð allt vitlaust inni í klefa núna. Við erum kannski búnir að sleppa af okkur beislinu,“ sagði Hannes sem viðurkenndi fúslega að markmiðið sé að tryggja sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi 2016. „Við erum efstir í riðlinum með 8-0 markatölu og það væri fáránlegt að stefna ekki á það. Það er markmiðið og ekkert annað. „Maður bjóst svo sem alveg við því að (Arjen) Robben myndi ná að prjóna sig nokkrum sinnum í gegn og komast í hættulegar stöður. Það gerðist aldrei í leiknum. Það var ánægjulegt hvað okkur tókst að halda þeirra bestu mönnum niðri. Ég ætla ekki að segja að það hafi komið á óvart því við vitum hvað við getum. „Þetta var það sem við þurftum, að spila fullkominn varnarleik,“ sagði Hannes sem greip oft vel inn í þegar Hollendingar reyndu fyrirgjafir þó hann hafi ekki þurft að verja mörg skot. „Maður þarf að vera á tánum en auðvitað var vörnin að spila frábærlega og þeir komust í mjög fá opin færi. Það má kannski segja að miðað við liðið sem við vorum að spila við að maður hefði getað átt von á því að fá fleiri skot á sig.“ Ísland þurfti að gera skiptingu í hálfleik þegar vinstri bakvörðurinn Ari Freyr Skúlason fór meiddur af leikvelli og Birkir Már Sævarsson kom inn á í hans stað. „Ari hélt honum (Robben) niðri í fyrri hálfleik og maður vissi ekki hvað myndi gerast í seinni hálfleik en Birkir tók við keflinu og gerði það nákvæmlega sama. Hann hélt Robben niðri með hjálp auðviðað liðsfélaga sinna. Þetta hafði engin áhrif. Svona er liðið okkur núna, það kemur maður inn sem þekkir hlutverkið og leysir það,“ sagði markvörðurinn snjalli. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Fleiri fréttir Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Sjá meira
„Ég vonaðist eftir þessu þó maður vissi svo sem ekkert við hverju var að búast. Þetta er frábært lið sem við vorum að spila við og ég heyrði inni í klefa að þeir væru nýbúnir að pakka Brasilíu saman 4-0,“ sagði Hannes Þór Halldórsson sem hélt hreinu í þriðja sinn í jafn mörgum leikjum í undankeppni EM 2016. „Það getur allt gerst á móti svona liði en við vitum hvað við getum og trúum á okkar hæfileika. Maður vonaðist eftir þessu en þetta er hálf ótrúlegt. Maður er enn að jafna sig á þessu. „Við erum góðir í að loka svæðum og verjast sem ein heild. Það sýndi sig í kvöld. Við lokuðum algjörlega á þá og þeir komust ekkert í gegnum okkur. Það gekk fullkomlega upp að loka svæðum og sækja hratt á þá,“ sagði Hannes sem þurfti þó að verja einu sinni frá Robin van Persie. „Það var gaman að pakka honum saman, ég neita því ekki. „Stemningin er frábær. Það gjörsamlega trylltist allt inni í klefa. Þetta hefur verið hógvær fagnaðarlæti eftir þessa sigra en það varð allt vitlaust inni í klefa núna. Við erum kannski búnir að sleppa af okkur beislinu,“ sagði Hannes sem viðurkenndi fúslega að markmiðið sé að tryggja sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi 2016. „Við erum efstir í riðlinum með 8-0 markatölu og það væri fáránlegt að stefna ekki á það. Það er markmiðið og ekkert annað. „Maður bjóst svo sem alveg við því að (Arjen) Robben myndi ná að prjóna sig nokkrum sinnum í gegn og komast í hættulegar stöður. Það gerðist aldrei í leiknum. Það var ánægjulegt hvað okkur tókst að halda þeirra bestu mönnum niðri. Ég ætla ekki að segja að það hafi komið á óvart því við vitum hvað við getum. „Þetta var það sem við þurftum, að spila fullkominn varnarleik,“ sagði Hannes sem greip oft vel inn í þegar Hollendingar reyndu fyrirgjafir þó hann hafi ekki þurft að verja mörg skot. „Maður þarf að vera á tánum en auðvitað var vörnin að spila frábærlega og þeir komust í mjög fá opin færi. Það má kannski segja að miðað við liðið sem við vorum að spila við að maður hefði getað átt von á því að fá fleiri skot á sig.“ Ísland þurfti að gera skiptingu í hálfleik þegar vinstri bakvörðurinn Ari Freyr Skúlason fór meiddur af leikvelli og Birkir Már Sævarsson kom inn á í hans stað. „Ari hélt honum (Robben) niðri í fyrri hálfleik og maður vissi ekki hvað myndi gerast í seinni hálfleik en Birkir tók við keflinu og gerði það nákvæmlega sama. Hann hélt Robben niðri með hjálp auðviðað liðsfélaga sinna. Þetta hafði engin áhrif. Svona er liðið okkur núna, það kemur maður inn sem þekkir hlutverkið og leysir það,“ sagði markvörðurinn snjalli.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Fleiri fréttir Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Sjá meira