Fótbolti

Í sigurliði gegn Hollandi en kemst ekki í byrjunarliðið í fallbaráttu í Noregi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birkir Már Sævarsson og nafni hans Birkir Bjarnason þakka fyrir leikinn.
Birkir Már Sævarsson og nafni hans Birkir Bjarnason þakka fyrir leikinn. vísir/andri marinó
Birkir Már Sævarsson var eini leikmaður Íslands í kvöld sem spilaði einnig í 2-1 tapi gegn Hollandi fyrir fimm árum. Þá áttu okkar menn lítinn séns í þá appelsínugulu.

„Munurinn er kannski sá að ungu strákarnir sem komu inn eru orðnir reyndar og búnir að spila fleiri ár í sterkum deildum.“

Birkir sagði að stemningin inni í klefa eftir leik hefði eðlilega verið góð og mjög gaman. Aðspurður um fagnaðarlæti þjálfaranna Lars og Heimis sagði Birkir:

„Það voru aðallega leikmennirnir sem fögnuðu. Þeir stóðu fyrir aftan okkur en voru glaðir samt.“

Við tekur fallbarátta með Brann hjá Noregi. Úr hæstu hæðum með landsliðinu er lægð hjá félagsliðinu.

„Ég sagði einmitt í gríni eftir leikinn að nú væri maður aftur á leið á bekkinn hjá Brann í fallbaráttunni. Það er svolítið antiklimax,“ sagði Birkir Már.

Framundan er leikur gegn Tékkum í nóvember. Tékkar lögðu Kasakstana að velli 4-2 á útivelli í kvöld og hafa níu stig líkt og Ísland.

„Við verðum að koma okkur niður á jörðina sem fyrst og taka þann leik almennilega.“

Birkir Már á von á góðum móttökum í Noregi þar sem menn eru glaðir fyrir hönd Íslendinga.

„Þeir eru yfirleitt mjög glaðir fyrir okkar hönd. Eru hissa og forvitnir. Vilja læra af okkur, hvernig við vinnum hlutina.“


Tengdar fréttir

Gylfi skellti í sig töflum eftir leikinn

"Það er aldrei slæmt að taka þrjú eða sex stig á móti honum,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, öðru nafni martröð Robin van Persie.

Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum.

Gylfi markahæstur í undankeppninni

Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað fjögur mörk í þremur fyrstu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og er nú markahæsti leikmaður undankeppninnar ásamt tveimur öðrum leikmönnum.

Jón Daði: Varnarleikurinn var stórkostlegur

"Þetta er alveg frábært, frábær dagur fyrir íslensku þjóðina,“ sagði Jón Daði Böðvarsson sem átti magnaðan leik í framlínu Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×