Ytri Rangá komin í 3000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 14. október 2014 12:38 Zophanías Sigurðsson með lax sem veiddist nýlega í Tjarnarbreiðu í Ytri Rangá Ytri Rangá er fyrsta og verður eina laxveiðiáin á þessu ári sem fer yfir 3000 laxa en veiðin hefur verið prýðileg í ánni síðustu daga. Jóhannes Hinriksson veiðivörður gaf okkur þá skýrslu núna í hádeginu að lax númer 3000 hafi komið á land í Tjarnarbreiðu. Þessi veiðistaður hefur verið að gefa feyknavel núna í október og er líklega óhætt að segja að yfir helmingur af aflanum sé að veiðast þar. Inn á milli legna fiska sjást tiltölulega bjartir laxar sem eru nýlega gengnir svo það er óhætt að segja að það hafi verið gaman við bakka Ytri Rangár. Það sem vekur líka athygli er að mikið af laxi sleppur eins og gjarnan en þeir eru líka að taka fluguna samhliða maðki og spún en þegar laxinn tekur flugu þegar saman fara köld á og kaldur lofthiti verða tökurnar oft mjög nettar. Ennþá er vika eftir af veiðitímanum svo þessi tala á ennþá eftir að hækka eitthvað og miðað við ganginn í veiðinni liðna viku er ekki óvarlegt að skjóta á að 100-150 laxar bætist við þetta. Stangveiði Mest lesið Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stórlax og sjóbirtingur í Affallinu Veiði Sauðlauksvatn hefur verið að gefa feyknagóða veiði Veiði Veiðin komin á gott skrið í Veiðivötnum Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Ytri Rangá fer vel af stað Veiði
Ytri Rangá er fyrsta og verður eina laxveiðiáin á þessu ári sem fer yfir 3000 laxa en veiðin hefur verið prýðileg í ánni síðustu daga. Jóhannes Hinriksson veiðivörður gaf okkur þá skýrslu núna í hádeginu að lax númer 3000 hafi komið á land í Tjarnarbreiðu. Þessi veiðistaður hefur verið að gefa feyknavel núna í október og er líklega óhætt að segja að yfir helmingur af aflanum sé að veiðast þar. Inn á milli legna fiska sjást tiltölulega bjartir laxar sem eru nýlega gengnir svo það er óhætt að segja að það hafi verið gaman við bakka Ytri Rangár. Það sem vekur líka athygli er að mikið af laxi sleppur eins og gjarnan en þeir eru líka að taka fluguna samhliða maðki og spún en þegar laxinn tekur flugu þegar saman fara köld á og kaldur lofthiti verða tökurnar oft mjög nettar. Ennþá er vika eftir af veiðitímanum svo þessi tala á ennþá eftir að hækka eitthvað og miðað við ganginn í veiðinni liðna viku er ekki óvarlegt að skjóta á að 100-150 laxar bætist við þetta.
Stangveiði Mest lesið Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stórlax og sjóbirtingur í Affallinu Veiði Sauðlauksvatn hefur verið að gefa feyknagóða veiði Veiði Veiðin komin á gott skrið í Veiðivötnum Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Ytri Rangá fer vel af stað Veiði