Eins og kom fram eftir 2-0 sigur Íslands á Hollandi í gær var vel fagnað í búningsklefa íslenska liðsins eftir leikinn í gær.
Ari Freyr Skúlason birti myndband af fögnuðinum í gær en það var sjúkraþjálfarinn Friðrik Ellert Jónsson sem hélt um stjórnartaumana.
„Það eina sem mér fannst vanta í landsliðið var hvernig menn fögnuðu,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður, í samtali við Vísi í dag. „Maður er vanur því að fagna hverjum einasta sigri í Pepsi-deildinni þar sem allt tryllist inn í klefa.“
„Svo þegar við vorum að vinna sigra á stórþjóðum var bara róleg stemning í klefanum. Menn gáfu bara fimmur og voru rólegir á því.“
Hannes segist hafa gert „lélega“ tilraun til að stýra fögnuði í klefanum eftir 3-0 sigurinn á Tyrklandi en eftir það hafi hann beðið Friðrik um að taka hlutverki að sér.
Myndband af fögnuðinum má sjá hér fyrir neðan.
Sjúkraþjálfarinn keyrði upp stemninguna í klefanum

Tengdar fréttir

Strákarnir fagna í klefanum eftir leik - myndband
Lars Lagerback upplýsti á blaðamannafundi eftir leik hver stjórnaði fagnaðarlátunum inni í klefa. Þar væri á ferðinni mikið skemmtikraftur.