Fótbolti

Olsen skammaði leikmenn á blaðamannafundi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Morten Olsen.
Morten Olsen. Vísir/AFP
Danmörk tapaði í gær naumlega fyrir Portúgal, 1-0, á heimavelli í undankeppni EM 2016 í gær. Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið á fimmtu mínútu uppbótartímans.

„Það er vel hægt að vinna með markalaust jafntefli. Atvinnumenn í knattspyrnu ættu að vita á hvaða mínútu leikurinn er og loka búðinni,“ sagði Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, sem var hreinskilinn á blaðamannafundi sínum eftir leik.

„En tapið er á mína ábyrgð og við getum ekki verið ánægðir með byrjun okkar í riðlinum. Þessi byrjun gæti kostað okkur sæti á EM,“ sagði Olsen en þrátt fyrir allt er Danmörk efst í I-riðli með fjögur stig að loknum þremur umferðum.

Albanía er með fjögur stig og Portúgal þrjú en bæði lið eiga leik til góða. Þá hefur Serbía aðeins klárað einn leik þar sem viðureign þess gegn Albaníu í gær var flautaður af í fyrri hálfleik líkt og hefur verið fjallað um.

Olsen hrósaði hinum nítján ára Pierre-Emile Höjbjerg sem stóð sig vel á miðjunni hjá Dönum í gær. „Ég sá nítján ára gutta sem stjórnaði okkar spili. En ég hefði viljað sjá meira frá öðrum. Það á ekki að vera nítján ára drengur sem stýrir okkar spili,“ sagði Olsen en danskir fjölmiðlar túlka það sem svo að þarna sé Eriksen að beina skotum sínum að Christian Eriksen, leikmanni Tottenham.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×