Guardiola hefur áhuga á að stýra Manchester United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2014 08:24 Guardiola á Old Trafford 4. maí 2011. Vísir/Getty Í nýrri bók um fyrsta tímabil Pep Guardiola við stjórnvölinn hjá Bayern München, Pep Confidential: The Inside Story of Pep Guardiola's First Season at Bayern München, kemur fram að Spánverjinn hafi áhuga á að stýra Manchester United einn daginn. Guardiola var ásamt Manuel Estiarte, aðstoðarmanni sínum og vini, á meðal áhorfenda á Old Trafford þegar United vann öruggan sigur á Schalke 04 í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu vorið 2011 og hreifst af andrúmsloftinu á vellinum. „Þetta var 4. maí 2011, þeir sátu saman í stúkunni á Old Trafford og horfðu á lið Sir Alex Ferguson vinna Schalke 4-1,“ segir í bókinni. „Pep sneri sér enn einu sinni að Estiarte og sagði: „Ég er hrifinn að andrúmsloftinu hér. Ég gæti vel hugsað mér að þjálfa hér einn daginn.“ Pep hefur alltaf dást af, og nánast borið lotningu, fyrir stærstu liðum og leikmönnum Evrópu.“ Guardiola var þegar búinn að semja við Bayern München þegar Ferguson settist í helgan stein vorið 2013, en Spánverjinn var einnig orðaður við stjórastöðuna hjá United þegar David Moyes var rekinn í apríl á þessu ári. Í bókinni fullyrðir höfundurinn, Marti Perarnau, að bæði Manchester City og Chelsea hafi gert ítrekaðar tilraunir til að ráða Guardiola veturinn 2012-13, þegar Spánverjinn tók sér frí frá þjálfun eftir að hafa náð frábærum árangri með Barcelona. Ensku liðunum tókst þó ekki að freista Guardiola sem samdi við Bayern í desember 2012. Bók Perarnau fer í sölu í dag, en við ritun hennar fékk hann fullt aðgengi að vini sínum, Guardiola, og fékk að skyggnast bak við tjöldin hjá þýska stórveldinu. Bayern vann bæði deild og bikar á fyrsta tímabili Guardiola við stjórnvölinn, en þegar þessi orð eru skrifuð situr Bayern í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig eftir sjö umferðir. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Í nýrri bók um fyrsta tímabil Pep Guardiola við stjórnvölinn hjá Bayern München, Pep Confidential: The Inside Story of Pep Guardiola's First Season at Bayern München, kemur fram að Spánverjinn hafi áhuga á að stýra Manchester United einn daginn. Guardiola var ásamt Manuel Estiarte, aðstoðarmanni sínum og vini, á meðal áhorfenda á Old Trafford þegar United vann öruggan sigur á Schalke 04 í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu vorið 2011 og hreifst af andrúmsloftinu á vellinum. „Þetta var 4. maí 2011, þeir sátu saman í stúkunni á Old Trafford og horfðu á lið Sir Alex Ferguson vinna Schalke 4-1,“ segir í bókinni. „Pep sneri sér enn einu sinni að Estiarte og sagði: „Ég er hrifinn að andrúmsloftinu hér. Ég gæti vel hugsað mér að þjálfa hér einn daginn.“ Pep hefur alltaf dást af, og nánast borið lotningu, fyrir stærstu liðum og leikmönnum Evrópu.“ Guardiola var þegar búinn að semja við Bayern München þegar Ferguson settist í helgan stein vorið 2013, en Spánverjinn var einnig orðaður við stjórastöðuna hjá United þegar David Moyes var rekinn í apríl á þessu ári. Í bókinni fullyrðir höfundurinn, Marti Perarnau, að bæði Manchester City og Chelsea hafi gert ítrekaðar tilraunir til að ráða Guardiola veturinn 2012-13, þegar Spánverjinn tók sér frí frá þjálfun eftir að hafa náð frábærum árangri með Barcelona. Ensku liðunum tókst þó ekki að freista Guardiola sem samdi við Bayern í desember 2012. Bók Perarnau fer í sölu í dag, en við ritun hennar fékk hann fullt aðgengi að vini sínum, Guardiola, og fékk að skyggnast bak við tjöldin hjá þýska stórveldinu. Bayern vann bæði deild og bikar á fyrsta tímabili Guardiola við stjórnvölinn, en þegar þessi orð eru skrifuð situr Bayern í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig eftir sjö umferðir.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti