Pétur: Hann hefur verið á pöbbnum þegar leikskipulagið var rætt Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. október 2014 16:27 Pétur Pétursson, Ólafur Jóhannesson og Arnór Smárason. vísir Pétur Pétursson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, sem var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins undir stjórn ÓlafsJóhannessonar, er verulega ósáttur við ummæli Arnórs Smárasonar og Guðlaugs Victors Pálssonar í sænska blaðinu HelsingborgsDagblad. Tvímenningarnir sögðu umhverfið í kringum íslenska landsliðið hafa breyst verulega með innkomu Lars Lagerbäck, en áður fyrr hafi menn einfaldlega mætt í landsliðsverkefni til að hitta vini og fjölskyldu og fara á krána. Meira um það má lesa hér. „Ég man nú ekki eftir að Guðlaugur Victor hafi verið valinn hjá okkur,“ segir Pétur við Vísi, en Victor tekur fram í viðtalinu að hann hafi heyrt þetta frá öðrum strákum sem eru í liðinu núna. Arnór Smárason segir svo: „Áður fyrr voru landsliðsferðir eins og skemmtileg samkvæmi þar sem ekkert skipulag var á leik okkar. Allar þrjár æfingar liðsins fyrir leiki voru eins - ungir gegn gömlum. Það var ekkert rætt um taktík.“ Pétur er algjörlega ósammála og skilur ekki hvað Arnór á við með þessum orðum. „Þetta kemur mér rosalega á óvart og mér finnst skrítið að sjá hann tjá sig svona um liðsfélaga sína sem hann er að drulla yfir þarna. Hann er að segja þá ekki hafa hugarfar til að spila fyrir íslenska landsliðið nema fara á pöbbinn,“ segir Pétur í samtali við Vísi í dag.Guðlaugur Victor Pálsson.vísir/gettyHvað varðar leikskipulagið eða skort á því segir Pétur: „Arnór hefur sennilega farið á pöbbinn þegar leikskipulagið var rætt og ekki komist á fundinn.“ Hann bætir við: „Eins og allir vita er Ólafur Jóhannesson harður á aga að öllu leyti og það var aldrei neitt vesen með áfengi þegar við vorum með liðið. Þegar allt var búið og leikirnir búnir gátu menn gert það sem þeir vildu.“ Í viðtalinu segir Arnór að æfingar hafi bara snúist um að ungir spiluðu á móti gömlum og lítil alvara í undirbúnignum. „Það er hefð hjá íslenska landsliðinu og hefur alltaf verið að spila ungir-gamlir þegar liðið hittist. Það er bara skemmtileg hefð til að koma mönnum af stað, og síðan er farið í leikskipulagið. Arnór hefur sennilega bara verið á pöbbnum og misst af því,“ segir Pétur. Pétri kemur á óvart hvernig Arnór talar um Ólaf sem gaf honum tækifæri í landsliðinu, en skilur betur hvernig staða hans á atvinnumannaferlinum er þegar hann les svona viðtöl. „Arnór fékk nú séns hjá Óla sem gaf honum mikið traust. Ef þetta er hugarfarið þá er ég ekki hissa á að menn hafi náð árangri. Við Ólafur unnum af heilindum með landsliðið,“ segir Pétur, sem segir það særa að sjá svona ummæli. „Það særir þegar menn tala ekki rétt. Menn geta gagnrýnt hlutina á réttan hátt eins og þeir vilja, en þegar menn beinlínis ljúga og bulla þá mun ég svara. Mér er ekki skemmt að sjá svona því þetta var ekki það sem var í gangi.“ „Ég held nú að svona viðtal hljóti að dæma sig sjálft. Þeir fá varla prik fyrir þetta og ég get ekki ímyndað mér annað en hugarfarið hjá þeim sé eins núna. Þeir hljóta bara að vilja koma í landsliðið til að fara á pöbbinn.“ „Þessir leikmenn hafa verið að ganga á milli liða og aldrei fest sig í sessi. Það kemur ekki mikið á óvart þegar hugarfarið er svona,“ segir Pétur Pétursson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36 „Skítt með það - förum á pöbbinn“ Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson lýsa stemningunni í íslenska landsliðinu áður en Lars Lagerbäck tók við. 17. október 2014 14:14 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Pétur Pétursson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, sem var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins undir stjórn ÓlafsJóhannessonar, er verulega ósáttur við ummæli Arnórs Smárasonar og Guðlaugs Victors Pálssonar í sænska blaðinu HelsingborgsDagblad. Tvímenningarnir sögðu umhverfið í kringum íslenska landsliðið hafa breyst verulega með innkomu Lars Lagerbäck, en áður fyrr hafi menn einfaldlega mætt í landsliðsverkefni til að hitta vini og fjölskyldu og fara á krána. Meira um það má lesa hér. „Ég man nú ekki eftir að Guðlaugur Victor hafi verið valinn hjá okkur,“ segir Pétur við Vísi, en Victor tekur fram í viðtalinu að hann hafi heyrt þetta frá öðrum strákum sem eru í liðinu núna. Arnór Smárason segir svo: „Áður fyrr voru landsliðsferðir eins og skemmtileg samkvæmi þar sem ekkert skipulag var á leik okkar. Allar þrjár æfingar liðsins fyrir leiki voru eins - ungir gegn gömlum. Það var ekkert rætt um taktík.“ Pétur er algjörlega ósammála og skilur ekki hvað Arnór á við með þessum orðum. „Þetta kemur mér rosalega á óvart og mér finnst skrítið að sjá hann tjá sig svona um liðsfélaga sína sem hann er að drulla yfir þarna. Hann er að segja þá ekki hafa hugarfar til að spila fyrir íslenska landsliðið nema fara á pöbbinn,“ segir Pétur í samtali við Vísi í dag.Guðlaugur Victor Pálsson.vísir/gettyHvað varðar leikskipulagið eða skort á því segir Pétur: „Arnór hefur sennilega farið á pöbbinn þegar leikskipulagið var rætt og ekki komist á fundinn.“ Hann bætir við: „Eins og allir vita er Ólafur Jóhannesson harður á aga að öllu leyti og það var aldrei neitt vesen með áfengi þegar við vorum með liðið. Þegar allt var búið og leikirnir búnir gátu menn gert það sem þeir vildu.“ Í viðtalinu segir Arnór að æfingar hafi bara snúist um að ungir spiluðu á móti gömlum og lítil alvara í undirbúnignum. „Það er hefð hjá íslenska landsliðinu og hefur alltaf verið að spila ungir-gamlir þegar liðið hittist. Það er bara skemmtileg hefð til að koma mönnum af stað, og síðan er farið í leikskipulagið. Arnór hefur sennilega bara verið á pöbbnum og misst af því,“ segir Pétur. Pétri kemur á óvart hvernig Arnór talar um Ólaf sem gaf honum tækifæri í landsliðinu, en skilur betur hvernig staða hans á atvinnumannaferlinum er þegar hann les svona viðtöl. „Arnór fékk nú séns hjá Óla sem gaf honum mikið traust. Ef þetta er hugarfarið þá er ég ekki hissa á að menn hafi náð árangri. Við Ólafur unnum af heilindum með landsliðið,“ segir Pétur, sem segir það særa að sjá svona ummæli. „Það særir þegar menn tala ekki rétt. Menn geta gagnrýnt hlutina á réttan hátt eins og þeir vilja, en þegar menn beinlínis ljúga og bulla þá mun ég svara. Mér er ekki skemmt að sjá svona því þetta var ekki það sem var í gangi.“ „Ég held nú að svona viðtal hljóti að dæma sig sjálft. Þeir fá varla prik fyrir þetta og ég get ekki ímyndað mér annað en hugarfarið hjá þeim sé eins núna. Þeir hljóta bara að vilja koma í landsliðið til að fara á pöbbinn.“ „Þessir leikmenn hafa verið að ganga á milli liða og aldrei fest sig í sessi. Það kemur ekki mikið á óvart þegar hugarfarið er svona,“ segir Pétur Pétursson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36 „Skítt með það - förum á pöbbinn“ Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson lýsa stemningunni í íslenska landsliðinu áður en Lars Lagerbäck tók við. 17. október 2014 14:14 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36
„Skítt með það - förum á pöbbinn“ Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson lýsa stemningunni í íslenska landsliðinu áður en Lars Lagerbäck tók við. 17. október 2014 14:14