Lars: Áttum gott spjall við Eyjólf Tómas Þór Þórðarsson í Laugardalnum skrifar 3. október 2014 09:40 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson á fundinum í dag. vísir/valli Lars Lagerbäck og HeimirHallgrímsson, landsliðsþjálfarar í fótbolta, kynntu hópinn sem mætir Lettum og Hollendingum í næstu viku í undankeppni EM 2016 á blaðamannafundi í dag. Fátt kom á óvart, en hópurinn er nánast sá sami og mætti Tyrkjum í fyrsta leik undankeppninnar sem vannst, 3-0. Alfreð Finnbogason kemur þó inn fyrir KR-inginn Hauk Heiðar Hauksson. „Það var frekar auðvelt að velja hópinn að þessu sinni. Fyrir utan Birki Má eru allir að spila mikið og standa sig vel. Svo eru nokkrir strákar þarna til vara sem við höfum verið að fylgjast með,“ sagði Lars Lagerbäck við Vísi í Laugardalnum í dag. Stóra málið var hvort Jón Daði Böðvarsson yrði með A-landsliðinu í næstu verkefnum eða U21 árs landsliðinu sem mætir Dönum í umspili um sæti á EM 2015 á sama tíma. Vísir greindi frá því í gær að Jón Daði hefði verið valinn í A-landsliðið eins og kom á daginn. Lars og Heimir ræddu við EyjólfSverrisson, þjálfara U21 árs liðsins, en Eyjólfur fékk að njóta krafta nokkurra af bestu leikmanna A-landsliðsins þegar sama staða kom upp fyrir fjórum árum. „Við áttum gott spjall um þetta, en við reynum alltaf að tala mikið saman. Á meðan við teljum að leikmaður eigi mögulega á að byrja fyrir A-landsliðið þá gengur það fyrir jafnvel þó U21 árs liðið eigi fyrir höndum erfiða leiki og mikilvæga fyrir íslenskan fótbolta. En Eyjólfur er að fá sterkan framherja til baka og er ekki á flæðiskeri staddur,“ sagði Lars sem er ánægður með Jón Daða. „Hann hefur tekið miklum framförum. Hann er leikmaður með marga góða kosti þannig ég er ánægður með að hafa hann í hópnum.“Hjörtur Logi Valgarðsson hefur verið að spila mjög vel í norsku úrvalsdeildinni, en er ekki valinn nema sem varamaður þó það vanti í raun alvöru bakvörð til að styðja við Ara Frey Skúlason sem hefur eignað sér vinstri bakvarðarstöðuna. „Hjörtur var í myndinni hjá okkur. Hann er að standa sig mjög vel en við ákváðum að halda okkur við þessa menn. Það er erfitt fyrir menn að sanna sig með landsliðinu þegar við fáum svona fáa landsleiki. Hann fær vonandi tækifæri í nóvember eða í byrjun næsta ár,“ sagði Lars. Ísland mætir Lettlandi á föstudaginn í næstu viku og Hollendingum þremur dögum síðar. Þetta nýja leikjafyrirkomulag undankeppninnar kemur illa við minni liðin sem hafa úr færri leikmönnum að velja. „Með fullri virðingu fyrir okkar leikmönnum þá er Holland með sterkari hóp þannig þetta er verra fyrir okkur. Nú þurfum við bara að skipuleggja okkur vel. KSÍ er búið að leigja flugvél sem flýgur með okkur beint heim frá Lettlandi og eftir það fara allir leikmennirnir í mikla endurhæfingu. Við gerum eflaust ekki margar breytingar, en ef einhver er rosalega þreyttur þá erum við með góða menn á bekknum líka. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af þessu. Við verðum bara að taka þessu,“ sagði Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Robben, van Persie og Sneijder eru allir í hollenska hópnum sem mætir Íslandi Guus Hiddink er búinn að velja landsliðshóp Hollands sem mætir Kasakhstan og Íslandi síðar í þessum mánuði. 3. október 2014 10:20 Kuyt hættur í landsliðinu Dirk Kuyt er búinn að setja punktinn fyrir aftan langan landsliðsferil. 3. október 2014 10:00 Hefðbundið val hjá Lars og Heimi | Sex leikmenn til vara Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru búnir að velja íslenska landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Hollandi í næstu leikjum í undankeppni EM 2016. 3. október 2014 13:14 Einn nýliði í U-21 árs landsliðinu Eyjólfur Sverrisson hefur valið hópinn hjá íslenska U-21 árs landsliðinu sem mætir Danmörku í tveimur umspilsleikjum um sæti í úrslitakeppni EM 2015 í Tékklandi. 3. október 2014 13:17 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Lars Lagerbäck og HeimirHallgrímsson, landsliðsþjálfarar í fótbolta, kynntu hópinn sem mætir Lettum og Hollendingum í næstu viku í undankeppni EM 2016 á blaðamannafundi í dag. Fátt kom á óvart, en hópurinn er nánast sá sami og mætti Tyrkjum í fyrsta leik undankeppninnar sem vannst, 3-0. Alfreð Finnbogason kemur þó inn fyrir KR-inginn Hauk Heiðar Hauksson. „Það var frekar auðvelt að velja hópinn að þessu sinni. Fyrir utan Birki Má eru allir að spila mikið og standa sig vel. Svo eru nokkrir strákar þarna til vara sem við höfum verið að fylgjast með,“ sagði Lars Lagerbäck við Vísi í Laugardalnum í dag. Stóra málið var hvort Jón Daði Böðvarsson yrði með A-landsliðinu í næstu verkefnum eða U21 árs landsliðinu sem mætir Dönum í umspili um sæti á EM 2015 á sama tíma. Vísir greindi frá því í gær að Jón Daði hefði verið valinn í A-landsliðið eins og kom á daginn. Lars og Heimir ræddu við EyjólfSverrisson, þjálfara U21 árs liðsins, en Eyjólfur fékk að njóta krafta nokkurra af bestu leikmanna A-landsliðsins þegar sama staða kom upp fyrir fjórum árum. „Við áttum gott spjall um þetta, en við reynum alltaf að tala mikið saman. Á meðan við teljum að leikmaður eigi mögulega á að byrja fyrir A-landsliðið þá gengur það fyrir jafnvel þó U21 árs liðið eigi fyrir höndum erfiða leiki og mikilvæga fyrir íslenskan fótbolta. En Eyjólfur er að fá sterkan framherja til baka og er ekki á flæðiskeri staddur,“ sagði Lars sem er ánægður með Jón Daða. „Hann hefur tekið miklum framförum. Hann er leikmaður með marga góða kosti þannig ég er ánægður með að hafa hann í hópnum.“Hjörtur Logi Valgarðsson hefur verið að spila mjög vel í norsku úrvalsdeildinni, en er ekki valinn nema sem varamaður þó það vanti í raun alvöru bakvörð til að styðja við Ara Frey Skúlason sem hefur eignað sér vinstri bakvarðarstöðuna. „Hjörtur var í myndinni hjá okkur. Hann er að standa sig mjög vel en við ákváðum að halda okkur við þessa menn. Það er erfitt fyrir menn að sanna sig með landsliðinu þegar við fáum svona fáa landsleiki. Hann fær vonandi tækifæri í nóvember eða í byrjun næsta ár,“ sagði Lars. Ísland mætir Lettlandi á föstudaginn í næstu viku og Hollendingum þremur dögum síðar. Þetta nýja leikjafyrirkomulag undankeppninnar kemur illa við minni liðin sem hafa úr færri leikmönnum að velja. „Með fullri virðingu fyrir okkar leikmönnum þá er Holland með sterkari hóp þannig þetta er verra fyrir okkur. Nú þurfum við bara að skipuleggja okkur vel. KSÍ er búið að leigja flugvél sem flýgur með okkur beint heim frá Lettlandi og eftir það fara allir leikmennirnir í mikla endurhæfingu. Við gerum eflaust ekki margar breytingar, en ef einhver er rosalega þreyttur þá erum við með góða menn á bekknum líka. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af þessu. Við verðum bara að taka þessu,“ sagði Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Robben, van Persie og Sneijder eru allir í hollenska hópnum sem mætir Íslandi Guus Hiddink er búinn að velja landsliðshóp Hollands sem mætir Kasakhstan og Íslandi síðar í þessum mánuði. 3. október 2014 10:20 Kuyt hættur í landsliðinu Dirk Kuyt er búinn að setja punktinn fyrir aftan langan landsliðsferil. 3. október 2014 10:00 Hefðbundið val hjá Lars og Heimi | Sex leikmenn til vara Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru búnir að velja íslenska landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Hollandi í næstu leikjum í undankeppni EM 2016. 3. október 2014 13:14 Einn nýliði í U-21 árs landsliðinu Eyjólfur Sverrisson hefur valið hópinn hjá íslenska U-21 árs landsliðinu sem mætir Danmörku í tveimur umspilsleikjum um sæti í úrslitakeppni EM 2015 í Tékklandi. 3. október 2014 13:17 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Robben, van Persie og Sneijder eru allir í hollenska hópnum sem mætir Íslandi Guus Hiddink er búinn að velja landsliðshóp Hollands sem mætir Kasakhstan og Íslandi síðar í þessum mánuði. 3. október 2014 10:20
Kuyt hættur í landsliðinu Dirk Kuyt er búinn að setja punktinn fyrir aftan langan landsliðsferil. 3. október 2014 10:00
Hefðbundið val hjá Lars og Heimi | Sex leikmenn til vara Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru búnir að velja íslenska landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Hollandi í næstu leikjum í undankeppni EM 2016. 3. október 2014 13:14
Einn nýliði í U-21 árs landsliðinu Eyjólfur Sverrisson hefur valið hópinn hjá íslenska U-21 árs landsliðinu sem mætir Danmörku í tveimur umspilsleikjum um sæti í úrslitakeppni EM 2015 í Tékklandi. 3. október 2014 13:17