Lars: Áttum gott spjall við Eyjólf Tómas Þór Þórðarsson í Laugardalnum skrifar 3. október 2014 09:40 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson á fundinum í dag. vísir/valli Lars Lagerbäck og HeimirHallgrímsson, landsliðsþjálfarar í fótbolta, kynntu hópinn sem mætir Lettum og Hollendingum í næstu viku í undankeppni EM 2016 á blaðamannafundi í dag. Fátt kom á óvart, en hópurinn er nánast sá sami og mætti Tyrkjum í fyrsta leik undankeppninnar sem vannst, 3-0. Alfreð Finnbogason kemur þó inn fyrir KR-inginn Hauk Heiðar Hauksson. „Það var frekar auðvelt að velja hópinn að þessu sinni. Fyrir utan Birki Má eru allir að spila mikið og standa sig vel. Svo eru nokkrir strákar þarna til vara sem við höfum verið að fylgjast með,“ sagði Lars Lagerbäck við Vísi í Laugardalnum í dag. Stóra málið var hvort Jón Daði Böðvarsson yrði með A-landsliðinu í næstu verkefnum eða U21 árs landsliðinu sem mætir Dönum í umspili um sæti á EM 2015 á sama tíma. Vísir greindi frá því í gær að Jón Daði hefði verið valinn í A-landsliðið eins og kom á daginn. Lars og Heimir ræddu við EyjólfSverrisson, þjálfara U21 árs liðsins, en Eyjólfur fékk að njóta krafta nokkurra af bestu leikmanna A-landsliðsins þegar sama staða kom upp fyrir fjórum árum. „Við áttum gott spjall um þetta, en við reynum alltaf að tala mikið saman. Á meðan við teljum að leikmaður eigi mögulega á að byrja fyrir A-landsliðið þá gengur það fyrir jafnvel þó U21 árs liðið eigi fyrir höndum erfiða leiki og mikilvæga fyrir íslenskan fótbolta. En Eyjólfur er að fá sterkan framherja til baka og er ekki á flæðiskeri staddur,“ sagði Lars sem er ánægður með Jón Daða. „Hann hefur tekið miklum framförum. Hann er leikmaður með marga góða kosti þannig ég er ánægður með að hafa hann í hópnum.“Hjörtur Logi Valgarðsson hefur verið að spila mjög vel í norsku úrvalsdeildinni, en er ekki valinn nema sem varamaður þó það vanti í raun alvöru bakvörð til að styðja við Ara Frey Skúlason sem hefur eignað sér vinstri bakvarðarstöðuna. „Hjörtur var í myndinni hjá okkur. Hann er að standa sig mjög vel en við ákváðum að halda okkur við þessa menn. Það er erfitt fyrir menn að sanna sig með landsliðinu þegar við fáum svona fáa landsleiki. Hann fær vonandi tækifæri í nóvember eða í byrjun næsta ár,“ sagði Lars. Ísland mætir Lettlandi á föstudaginn í næstu viku og Hollendingum þremur dögum síðar. Þetta nýja leikjafyrirkomulag undankeppninnar kemur illa við minni liðin sem hafa úr færri leikmönnum að velja. „Með fullri virðingu fyrir okkar leikmönnum þá er Holland með sterkari hóp þannig þetta er verra fyrir okkur. Nú þurfum við bara að skipuleggja okkur vel. KSÍ er búið að leigja flugvél sem flýgur með okkur beint heim frá Lettlandi og eftir það fara allir leikmennirnir í mikla endurhæfingu. Við gerum eflaust ekki margar breytingar, en ef einhver er rosalega þreyttur þá erum við með góða menn á bekknum líka. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af þessu. Við verðum bara að taka þessu,“ sagði Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Robben, van Persie og Sneijder eru allir í hollenska hópnum sem mætir Íslandi Guus Hiddink er búinn að velja landsliðshóp Hollands sem mætir Kasakhstan og Íslandi síðar í þessum mánuði. 3. október 2014 10:20 Kuyt hættur í landsliðinu Dirk Kuyt er búinn að setja punktinn fyrir aftan langan landsliðsferil. 3. október 2014 10:00 Hefðbundið val hjá Lars og Heimi | Sex leikmenn til vara Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru búnir að velja íslenska landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Hollandi í næstu leikjum í undankeppni EM 2016. 3. október 2014 13:14 Einn nýliði í U-21 árs landsliðinu Eyjólfur Sverrisson hefur valið hópinn hjá íslenska U-21 árs landsliðinu sem mætir Danmörku í tveimur umspilsleikjum um sæti í úrslitakeppni EM 2015 í Tékklandi. 3. október 2014 13:17 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Lars Lagerbäck og HeimirHallgrímsson, landsliðsþjálfarar í fótbolta, kynntu hópinn sem mætir Lettum og Hollendingum í næstu viku í undankeppni EM 2016 á blaðamannafundi í dag. Fátt kom á óvart, en hópurinn er nánast sá sami og mætti Tyrkjum í fyrsta leik undankeppninnar sem vannst, 3-0. Alfreð Finnbogason kemur þó inn fyrir KR-inginn Hauk Heiðar Hauksson. „Það var frekar auðvelt að velja hópinn að þessu sinni. Fyrir utan Birki Má eru allir að spila mikið og standa sig vel. Svo eru nokkrir strákar þarna til vara sem við höfum verið að fylgjast með,“ sagði Lars Lagerbäck við Vísi í Laugardalnum í dag. Stóra málið var hvort Jón Daði Böðvarsson yrði með A-landsliðinu í næstu verkefnum eða U21 árs landsliðinu sem mætir Dönum í umspili um sæti á EM 2015 á sama tíma. Vísir greindi frá því í gær að Jón Daði hefði verið valinn í A-landsliðið eins og kom á daginn. Lars og Heimir ræddu við EyjólfSverrisson, þjálfara U21 árs liðsins, en Eyjólfur fékk að njóta krafta nokkurra af bestu leikmanna A-landsliðsins þegar sama staða kom upp fyrir fjórum árum. „Við áttum gott spjall um þetta, en við reynum alltaf að tala mikið saman. Á meðan við teljum að leikmaður eigi mögulega á að byrja fyrir A-landsliðið þá gengur það fyrir jafnvel þó U21 árs liðið eigi fyrir höndum erfiða leiki og mikilvæga fyrir íslenskan fótbolta. En Eyjólfur er að fá sterkan framherja til baka og er ekki á flæðiskeri staddur,“ sagði Lars sem er ánægður með Jón Daða. „Hann hefur tekið miklum framförum. Hann er leikmaður með marga góða kosti þannig ég er ánægður með að hafa hann í hópnum.“Hjörtur Logi Valgarðsson hefur verið að spila mjög vel í norsku úrvalsdeildinni, en er ekki valinn nema sem varamaður þó það vanti í raun alvöru bakvörð til að styðja við Ara Frey Skúlason sem hefur eignað sér vinstri bakvarðarstöðuna. „Hjörtur var í myndinni hjá okkur. Hann er að standa sig mjög vel en við ákváðum að halda okkur við þessa menn. Það er erfitt fyrir menn að sanna sig með landsliðinu þegar við fáum svona fáa landsleiki. Hann fær vonandi tækifæri í nóvember eða í byrjun næsta ár,“ sagði Lars. Ísland mætir Lettlandi á föstudaginn í næstu viku og Hollendingum þremur dögum síðar. Þetta nýja leikjafyrirkomulag undankeppninnar kemur illa við minni liðin sem hafa úr færri leikmönnum að velja. „Með fullri virðingu fyrir okkar leikmönnum þá er Holland með sterkari hóp þannig þetta er verra fyrir okkur. Nú þurfum við bara að skipuleggja okkur vel. KSÍ er búið að leigja flugvél sem flýgur með okkur beint heim frá Lettlandi og eftir það fara allir leikmennirnir í mikla endurhæfingu. Við gerum eflaust ekki margar breytingar, en ef einhver er rosalega þreyttur þá erum við með góða menn á bekknum líka. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af þessu. Við verðum bara að taka þessu,“ sagði Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Robben, van Persie og Sneijder eru allir í hollenska hópnum sem mætir Íslandi Guus Hiddink er búinn að velja landsliðshóp Hollands sem mætir Kasakhstan og Íslandi síðar í þessum mánuði. 3. október 2014 10:20 Kuyt hættur í landsliðinu Dirk Kuyt er búinn að setja punktinn fyrir aftan langan landsliðsferil. 3. október 2014 10:00 Hefðbundið val hjá Lars og Heimi | Sex leikmenn til vara Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru búnir að velja íslenska landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Hollandi í næstu leikjum í undankeppni EM 2016. 3. október 2014 13:14 Einn nýliði í U-21 árs landsliðinu Eyjólfur Sverrisson hefur valið hópinn hjá íslenska U-21 árs landsliðinu sem mætir Danmörku í tveimur umspilsleikjum um sæti í úrslitakeppni EM 2015 í Tékklandi. 3. október 2014 13:17 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Robben, van Persie og Sneijder eru allir í hollenska hópnum sem mætir Íslandi Guus Hiddink er búinn að velja landsliðshóp Hollands sem mætir Kasakhstan og Íslandi síðar í þessum mánuði. 3. október 2014 10:20
Kuyt hættur í landsliðinu Dirk Kuyt er búinn að setja punktinn fyrir aftan langan landsliðsferil. 3. október 2014 10:00
Hefðbundið val hjá Lars og Heimi | Sex leikmenn til vara Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru búnir að velja íslenska landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Hollandi í næstu leikjum í undankeppni EM 2016. 3. október 2014 13:14
Einn nýliði í U-21 árs landsliðinu Eyjólfur Sverrisson hefur valið hópinn hjá íslenska U-21 árs landsliðinu sem mætir Danmörku í tveimur umspilsleikjum um sæti í úrslitakeppni EM 2015 í Tékklandi. 3. október 2014 13:17