„Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar 8. október 2014 11:43 Vísir/Samsett mynd „Ég trúi, þrátt fyrir allt,“ segir Ilvars Koscinkevičs, blaðamaður hjá Sporta Avize tímaritinu í Lettlandi. Hann fjallar um knattspyrnu og segir að stemningin í kringum liðið hafi oft verið betri. Töluvert er um meiðsli í leikmannahópi Lettlands og margir lykilmenn í liðinu eru þar að auki í lítilli sem engri leikæfingu. En þrátt fyrir það er Ilvars bjartsýnn á að heimavöllurinn muni reynast liðinu vel þegar íslenska landsliðið kemur í heimsókn á Skonto-leikvanginn á föstudagskvöld. „Þrátt fyrir að margir sterkir leikmenn eigi við meiðsli að stríða fá aðrir tækifæri og það eru leikmenn sem vilja sanna sig og sýna að þeir eiga heima í landsliðinu,“ bætti hann við en á mánudag taka Lettar á móti Tyrkjum hér í Riga. „Allir hér vita að Ísland og Tyrkland eru sigurstranglegri í þessum tveimur leikjum. En ég tel að við eigum alltaf möguleika á heimavelli.“ „Ísland er með sterkt lið. Leikmennirnir eru þekktari og spila með stærri liðum en okkar leikmenn. En ef við spilum þéttan varnarleik er möguleiki á góðum úrslitum. Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi og þremur stigum.“ „Leikmennirnir vita líka að ef þeir fá ekkert stig úr þessum tveimur leikjum þá er undankeppnin búin fyrir okkur og allir möguleikar úr sögunni.“ Lettland er með eitt stig eftir markalaust jafntefli gegn Kasakstan í síðasta mánuði. Ilvars var ekki ánægður með úrslitin, þó svo að vissulega hefði getað farið verr. „Það var þó gott að tapa ekki en það er erfitt að fara alla þessa leið. Það er spilað á gervigrasi í Kasakstan og þetta er mjög erfiður útivöllur.“ „Þetta var ekki auðvelt í fyrri hálfleik og við lágum mikið í vörn. En liðið skapaði sér nokkuð góð færi í síðari hálfleik. Vladislav Gabovs komst einn í gegn en lét verja frá sér og þá átti Andrejs Kovalovs skot í slá.“ Leikur Lettlands og Íslands hér í Riga hefst klukkan 18.45 á föstudagskvöld og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Landsliðið æfir tvisvar í dag Engin meiðsli eru í leikmannahópi Íslands í Lettlandi þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. 8. október 2014 11:11 Jóhann Berg enn í Englandi Fær að vita í dag hvort hann geti spilað gegn Lettlandi á föstudag. 8. október 2014 11:03 Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
„Ég trúi, þrátt fyrir allt,“ segir Ilvars Koscinkevičs, blaðamaður hjá Sporta Avize tímaritinu í Lettlandi. Hann fjallar um knattspyrnu og segir að stemningin í kringum liðið hafi oft verið betri. Töluvert er um meiðsli í leikmannahópi Lettlands og margir lykilmenn í liðinu eru þar að auki í lítilli sem engri leikæfingu. En þrátt fyrir það er Ilvars bjartsýnn á að heimavöllurinn muni reynast liðinu vel þegar íslenska landsliðið kemur í heimsókn á Skonto-leikvanginn á föstudagskvöld. „Þrátt fyrir að margir sterkir leikmenn eigi við meiðsli að stríða fá aðrir tækifæri og það eru leikmenn sem vilja sanna sig og sýna að þeir eiga heima í landsliðinu,“ bætti hann við en á mánudag taka Lettar á móti Tyrkjum hér í Riga. „Allir hér vita að Ísland og Tyrkland eru sigurstranglegri í þessum tveimur leikjum. En ég tel að við eigum alltaf möguleika á heimavelli.“ „Ísland er með sterkt lið. Leikmennirnir eru þekktari og spila með stærri liðum en okkar leikmenn. En ef við spilum þéttan varnarleik er möguleiki á góðum úrslitum. Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi og þremur stigum.“ „Leikmennirnir vita líka að ef þeir fá ekkert stig úr þessum tveimur leikjum þá er undankeppnin búin fyrir okkur og allir möguleikar úr sögunni.“ Lettland er með eitt stig eftir markalaust jafntefli gegn Kasakstan í síðasta mánuði. Ilvars var ekki ánægður með úrslitin, þó svo að vissulega hefði getað farið verr. „Það var þó gott að tapa ekki en það er erfitt að fara alla þessa leið. Það er spilað á gervigrasi í Kasakstan og þetta er mjög erfiður útivöllur.“ „Þetta var ekki auðvelt í fyrri hálfleik og við lágum mikið í vörn. En liðið skapaði sér nokkuð góð færi í síðari hálfleik. Vladislav Gabovs komst einn í gegn en lét verja frá sér og þá átti Andrejs Kovalovs skot í slá.“ Leikur Lettlands og Íslands hér í Riga hefst klukkan 18.45 á föstudagskvöld og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Landsliðið æfir tvisvar í dag Engin meiðsli eru í leikmannahópi Íslands í Lettlandi þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. 8. október 2014 11:11 Jóhann Berg enn í Englandi Fær að vita í dag hvort hann geti spilað gegn Lettlandi á föstudag. 8. október 2014 11:03 Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Landsliðið æfir tvisvar í dag Engin meiðsli eru í leikmannahópi Íslands í Lettlandi þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. 8. október 2014 11:11
Jóhann Berg enn í Englandi Fær að vita í dag hvort hann geti spilað gegn Lettlandi á föstudag. 8. október 2014 11:03
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti