Fótbolti

Rúrik: Lettar eru ekki með lélegt lið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar
Rúrik Gíslason, leikmaður FCK í Danmörku, segir að íslenska landsliðið þurfi að ná sér aftur niður á jörðina eftir frábæran 3-0 sigur á Tyrklandi í síðasta mánuði enda eigi liðið erfitt verkefni fyrir höndum á föstudag.

„Við þurfum að vera vakandi enda eru Lettar ekki með lélegt lið,“ sagði Rúrik en Lettar hafa haldið hreinu í síðustu fjórum leikjum sínum. „Við þurfum því að ná okkur aftur niður á jörðina eftir leikinn gegn Tyrkjum og eiga vonandi enn betri leik en þá.“

Rúrik segir að það séu skiptar skoðanir meðal þjálfaranna um hvernig heimamenn munu leggja upp leikinn á föstudag. „Við verðum að vera tilbúnir fyrir hvað sem er og vissulega einbeita okkur að okkar leik. Við höfum skoðað nokkur atriði sem þeir gera virkilega vel og undir okkur komið að mæta því af fullum krafti.“

Rúrik hefur verið fyrir utan byrjunarliðið í síðustu leikjum en segist vitanlega vera klár ef kallið kemur. „Það er erfitt fyrir þjálfara að breyta liðinu eftir 3-0 sigurleik. En ef ég fæ tækifærið og byrja þá næ ég vonandi að spila frábæran leik.“


Tengdar fréttir

Pahars leggur mikla áherslu á leikskipulag

Marian Pahars er einn þekktasti knattspyrnumaður Lettlands hin síðari ár en þessi 38 ára fyrrum sóknarmaður Southampton er nú landsliðsþjálfari Lettlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×