Kolbeinn: Tek gagnrýnina ekki inn á mig Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar 9. október 2014 14:00 Kolbeinn Sigþórsson hvíldi á æfingum íslenska landsliðsins í gær vegna smávægilegra hnémeiðsla. Vísir/Valli Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður Ajax og íslenska landsliðsins, lætur gagnrýni í Hollandi ekki hafa áhrif á sig. Kolbeinn er nú þegar orðinn einn markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi þó svo að hann sé ungur að árum. Hann vantar aðeins eitt mark til að jafna árangur Ríkharðs Jónssonar sem átti markamet íslenska landsliðsins í 45 ár þar til Eiður Smári Guðjohnsen bætti það árið 2007. Þrátt fyrir frábæran árangur með íslenska landsliðinu hefur Kolbeinn ekki enn náð að skora fyrir Ajax í Evrópukeppnum. Hann hefur spilað í rúmar þúsund mínútur án þess að skora mark. „Ég tek þetta ekki inn á mig,“ segir Kolbeinn um gagnrýnina sem hann hefur fengið fyrir markaþurrðina. „Það eru miklar væntingar hjá stóru félagi eins og Ajax. Þegar maður skorar ekki fær maður bara að heyra það.“ „Ég er vanur því. Ég fór í gegnum erfitt tímabil í fyrra þar sem ég hefði gjarnan viljað skora meira. En ég er mjög ánægður hjá Ajax og líður vel í Hollandi.“Kolbeinn ræðir við aðstoðardómara í leik með Ajax.Vísir/AFPKolbeinn sagði eftir að síðasta keppnistímabili lauk að hann vildi reyna fyrir sér utan Hollands og hann var orðaður við nokkur lið, til að mynda í Englandi. En ekkert varð af félagaskiptunum. „Það voru ekki vonbrigði. Ég fann mig vel hjá Ajax í lok gluggans og ákvað að vera áfram í allavega eitt ár í viðbót. Það kemur svo í ljós hvað gerist næsta sumar.“ Spurður hvort hann telji sig þurfa að fara frá Hollandi til að halda áfram að bæta sig telur Kolbeinn að hann geti gert það hjá Ajax. „Ég er hjá góðu liði í dag en var lengi frá vegna meiðsla fyrstu árin mín í Hollandi. Á síðasta tímabili var ég þar að auki að koma til baka eftir erfið meiðsli og náði ekki mínu besta fram.“ „Ég býst við miklu af sjálfum mér og finn að ég er aftur að kmoast í mitt besta form. Ég hef fulla trú á því að þá fari mörkin að koma hjá mér.“ Hann segist hafa verið nálægt því að ganga til liðs við QPR í Englandi í sumar en hann var sterklega orðaður við félagið. „En það er liðin tíð og ég er ekkert að pæla í því núna. Ég einbeiti mér þess í stað að standa mig vel hjá Ajax.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáið þrennuna hans Kolbeins Kolbeinn Sigþórsson fór á kostum með liði sínu Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær sem lagði NAC Breda 5-2. Kolbeinn skoraði þrennu í leiknum. 28. september 2014 20:30 Kolbeinn áfram hjá Ajax - framlengdi til 2016 Kolbeinn Sigþórsson verður áfram hjá hollenska liðinu Ajax en íslenski landsliðsframherjinn hefur framlengt samning sinn um eitt ár samkvæmt heimildum Íþróttadeildar 365. 28. ágúst 2014 18:49 Kolbeinn: Redknapp var áhugasamur um að fá mig Landsliðsframherjinn kaus að vera áfram hjá Ajax og telur sig fá meiri spiltíma núna. 2. september 2014 20:20 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Fleiri fréttir Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður Ajax og íslenska landsliðsins, lætur gagnrýni í Hollandi ekki hafa áhrif á sig. Kolbeinn er nú þegar orðinn einn markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi þó svo að hann sé ungur að árum. Hann vantar aðeins eitt mark til að jafna árangur Ríkharðs Jónssonar sem átti markamet íslenska landsliðsins í 45 ár þar til Eiður Smári Guðjohnsen bætti það árið 2007. Þrátt fyrir frábæran árangur með íslenska landsliðinu hefur Kolbeinn ekki enn náð að skora fyrir Ajax í Evrópukeppnum. Hann hefur spilað í rúmar þúsund mínútur án þess að skora mark. „Ég tek þetta ekki inn á mig,“ segir Kolbeinn um gagnrýnina sem hann hefur fengið fyrir markaþurrðina. „Það eru miklar væntingar hjá stóru félagi eins og Ajax. Þegar maður skorar ekki fær maður bara að heyra það.“ „Ég er vanur því. Ég fór í gegnum erfitt tímabil í fyrra þar sem ég hefði gjarnan viljað skora meira. En ég er mjög ánægður hjá Ajax og líður vel í Hollandi.“Kolbeinn ræðir við aðstoðardómara í leik með Ajax.Vísir/AFPKolbeinn sagði eftir að síðasta keppnistímabili lauk að hann vildi reyna fyrir sér utan Hollands og hann var orðaður við nokkur lið, til að mynda í Englandi. En ekkert varð af félagaskiptunum. „Það voru ekki vonbrigði. Ég fann mig vel hjá Ajax í lok gluggans og ákvað að vera áfram í allavega eitt ár í viðbót. Það kemur svo í ljós hvað gerist næsta sumar.“ Spurður hvort hann telji sig þurfa að fara frá Hollandi til að halda áfram að bæta sig telur Kolbeinn að hann geti gert það hjá Ajax. „Ég er hjá góðu liði í dag en var lengi frá vegna meiðsla fyrstu árin mín í Hollandi. Á síðasta tímabili var ég þar að auki að koma til baka eftir erfið meiðsli og náði ekki mínu besta fram.“ „Ég býst við miklu af sjálfum mér og finn að ég er aftur að kmoast í mitt besta form. Ég hef fulla trú á því að þá fari mörkin að koma hjá mér.“ Hann segist hafa verið nálægt því að ganga til liðs við QPR í Englandi í sumar en hann var sterklega orðaður við félagið. „En það er liðin tíð og ég er ekkert að pæla í því núna. Ég einbeiti mér þess í stað að standa mig vel hjá Ajax.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáið þrennuna hans Kolbeins Kolbeinn Sigþórsson fór á kostum með liði sínu Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær sem lagði NAC Breda 5-2. Kolbeinn skoraði þrennu í leiknum. 28. september 2014 20:30 Kolbeinn áfram hjá Ajax - framlengdi til 2016 Kolbeinn Sigþórsson verður áfram hjá hollenska liðinu Ajax en íslenski landsliðsframherjinn hefur framlengt samning sinn um eitt ár samkvæmt heimildum Íþróttadeildar 365. 28. ágúst 2014 18:49 Kolbeinn: Redknapp var áhugasamur um að fá mig Landsliðsframherjinn kaus að vera áfram hjá Ajax og telur sig fá meiri spiltíma núna. 2. september 2014 20:20 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Fleiri fréttir Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Sjá meira
Sjáið þrennuna hans Kolbeins Kolbeinn Sigþórsson fór á kostum með liði sínu Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær sem lagði NAC Breda 5-2. Kolbeinn skoraði þrennu í leiknum. 28. september 2014 20:30
Kolbeinn áfram hjá Ajax - framlengdi til 2016 Kolbeinn Sigþórsson verður áfram hjá hollenska liðinu Ajax en íslenski landsliðsframherjinn hefur framlengt samning sinn um eitt ár samkvæmt heimildum Íþróttadeildar 365. 28. ágúst 2014 18:49
Kolbeinn: Redknapp var áhugasamur um að fá mig Landsliðsframherjinn kaus að vera áfram hjá Ajax og telur sig fá meiri spiltíma núna. 2. september 2014 20:20