Fótbolti

26 landsleikir sýndir á sportstöðvunum næstu sex daga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Andri Marinó
Undankeppni EM á sviðsljósið á næstu dögum bæði í fótboltaheiminum sem og á sportsstöðvum Stöð 2. Alls verða 26 landsleikir sýndir á næstu sex dögum, 25 í undankeppni EM og 1 í umspili um sæti á EM U21.

Veislan byrjar í kvöld þegar leikir Englendinga (á móti San Marínó), Spánverja (á móti Slóvakíu) og Svía (á móti Rússlandi) verða allir í beinni. Þeir hefjast allir klukkan 18.45 og því verða menn að velja eða horfa á þá alla í einni röð á Stöð 2 Sport.

Þrír leikir verða í beinni á morgun föstudag sem og upptaka frá leik Lettlands og Íslands. Eftir leiki kvöldsins verður síðan farið yfir alla leiki kvöldsins í þættinum Leiðin til Frakklands.

Sex leikir verða í beinni á laugardaginn, fjórir verða sýndir beint á sunnudaginn, fjórir leikir verða sýndir beint á mánudags auk upptöku frá leik Íslands og Hollands. Klukkan 20.45 verður síðan farið yfir alla leiki kvöldsins í þættinum Leiðin til Frakklands.

Þrír leikir verða síðan sýndir þriðjudaginn 14. október sem er síðasti dagurinn í þessari törn. Sama dag verður einnig sýnt beint frá leik 21 árs landsliða Íslands og Danmerkur í umspili um sæti á EM en þessi mikilvægi leikur hefst klukkan 16.00.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir allar þessar útsendingar og menn ættu því að fá nóg af fótbolta þótt að ensku og spænsku deildirnar séu í landsleikjafríi um helgina.



Beinar útsendingar frá undankeppni EM á sportstöðvum 365:

Fimmtudagur 9.október (3 leikir sýndir)

Klukkan 18.45: Svíþjóð - Rússland (Stöð 2 Sport)

Klukkan 18.45: England - San Marínó (Stöð 2 Sport 2)

Klukkan 18.45: Slóvakía - Spánn (Stöð 2 Sport 3)

Föstudagur 10.október  (4 leikir sýndir)

Klukkan 18.45: Tyrkland - Tékkland (Stöð 2 Sport)

Klukkan 18.45: Wales - Bosnía-Hersegóvína (Stöð 2 Sport 2)

Klukkan 18.45: Holland - Kasakstan (Stöð 2 Sport 3)

Klukkan 22.00: Lettland - Ísland (Upptaka á Stöð 2 Sport)

Laugardagur 11.október  (6 leikir sýndir)

Klukkan 16.00: Írland - Gíbraltar (Stöð 2 Sport)

Klukkan 16.00: Skotland - Georgía (Stöð 2 Sport 2)

Klukkan 16.00: Armenía - Serbía (Stöð 2 Sport 3)

Klukkan 18.45: Pólland - Þýskaland (Stöð 2 Sport)

Klukkan 18.45: Norður-Írland - Færeyjar (Stöð 2 Sport 2)

Klukkan 18.45: Albanía - Danmörk (Stöð 2 Sport 3)

Sunnudagur 12.október  (4 leikir sýndir)

Klukkan 16.00: Austurríki - Svartfjallaland (Stöð 2 Sport)

Klukkan 16.00: Eistland - England (Stöð 2 Sport 2)

Klukkan 16.00: Rússland - Moldavía (Stöð 2 Sport 3)

Klukkan 18.45: Lúxemborg - Spánn (Stöð 2 Sport)

Mánudagur 13.október  (5 leikir sýndir)

Klukkan 16.00: Kasakstan - Tékkland (Stöð 2 Sport)

Klukkan 18.45: Lettland - Tyrkland (Stöð 2 Sport)

Klukkan 18.45: Wales - Kýpur (Stöð 2 Sport 2)

Klukkan 18.45: Bosnía - Belgía (Stöð 2 Sport 3)

Klukkan 22.00: Ísland - Holland (Upptaka á Stöð 2 Sport)

Þriðjudagur 14.október  (4 leikir sýndir)

Klukkan 16.00: Ísland - Danmörk - umspil EM U21

Klukkan 18.45: Þýskaland - Írland (Stöð 2 Sport)

Klukkan 18.45: Pólland - Skotland (Stöð 2 Sport 2)

Klukkan 18.45: Danmörk - Portúgal (Stöð 2 Sport 3)


Tengdar fréttir

Pahars leggur mikla áherslu á leikskipulag

Marian Pahars er einn þekktasti knattspyrnumaður Lettlands hin síðari ár en þessi 38 ára fyrrum sóknarmaður Southampton er nú landsliðsþjálfari Lettlands.

Utan vallar: Víti til varnaðar í Riga

Leikur Íslands gegn Lettlandi í Riga á föstudaginn er mikilvægur. Eins og allir landsleikir. En eftir góðan sigur á Tyrklandi í síðasta mánuði er nauðsynlegt að fylgja honum eftir með sigri á lettnesku landsliði sem á að teljast lakari aðilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×