Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar Íslands, hafa ekkert rætt um leik Íslands gegn Hollandi eftir helgi. Þeir hafa þess í stað eytt allri sinni orku í að undirbúa liðið fyrir leikinn gegn Lettum hér í Riga annað kvöld.
Þetta sagði Lagerbäck á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í dag en hann á von á erfiðum leik gegn lettnesku liði sem er vel skipulagt og spilar góðan varnarleik.
„Við höfum ekkert rætt við leikmenn um leikinn gegn Hollandi því við erum fyllilega einbeittir að því að klára leikinn gegn Lettum fyrst,“ sagði Lagerbäck.
„Það er erfitt að meta hvernig leikurinn muni þróast á morgun. Lettland hefur varist vel í sínum leikjum og notað alla tíu útileikmennina sína í varnarleikinn, rétt eins og við höfum gert.“
„En þeir eru líka með nokkra góða sóknarmenn og þeir geta verið hættulegir í skyndisóknum. Það eru góðir leikmenn í þessu liði og þrátt fyrir að liðið sé ekki mjög ofarlega á styrkleikalistanum þá er það með nýjan þjálfara sem lætur liðið spila afar vel skipulagða knattspyrnu. Þetta verður erfiður leikur.“
Lars: Ekkert talað um Holland

Tengdar fréttir

Pahars leggur mikla áherslu á leikskipulag
Marian Pahars er einn þekktasti knattspyrnumaður Lettlands hin síðari ár en þessi 38 ára fyrrum sóknarmaður Southampton er nú landsliðsþjálfari Lettlands.

Landsliðshópur Letta lemstraður
Margir frá vegna meiðsla og lykilmenn fá lítið að spila með sínum liðum.

Heimir: Pahars fljótur að setja handbragð sitt á liðið
Landsliðsþjálfararnir hafa skoðað lettneska liðið vel.

„Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“
Lettneskur blaðamaður segir litla stemningu fyrir knattspyrnulandsliði landsins.