Lítt þekktur Frakki fær Nóbelinn Jakob Bjarnar skrifar 9. október 2014 12:54 Ekkert verk Patrick Modiano hefur verið þýtt á íslensku. vísir Franskur skáldsagnahöfundur, fæddur 1945, að nafni Patrick Modiano, hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum þetta árið. Þessi niðurstaða kemur verulega á óvart innan íslenska bókmenntaheimsins og er maðurinn lítt þekktur innan hans. Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður og rithöfundur er sérfróður um Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, en fréttastofa ræddi við Illuga skömmu eftir að sænska akademían kynnti Modiano sem sinn mann þetta árið.Kemur þetta á óvart? „Já, það er ekki hægt að segja annað en að þetta komi töluvert á óvart. Þetta er rétt tæplega sjötugur Frakki. Hann er reyndar af ítölskum-gyðingaættum í föðurætt en móðir hans var Belgi. En, hann var fæddur og uppalinn í Frakklandi. Hann hefur skrifað helling af skáldsögum sem hafa verið afskaplega vinsælar í Frakklandi og víðar í Evrópu – hann er mikið lesinn í Þýskalandi. Undanfarið hefur hann verið neðarlega á listum yfir hugsanlega Nóbelsverðlaunahafa,“ segir Illugi. Reyndar var það svo að nafn hann skaust upp lista hjá breskum veðmálafyrirtækjum, var allt í einu kominn þar ofarlega á blað fyrir fáeinum dögum öllum til mikillar furðu, og Illugi segir vert, af þessu tilefni, að vanmeta ekki slík fyrirbæri. Illugi segir að menn hafi verið að horfa til höfunda í fjarlægum heimshlutum, að Nóbelsnefndin myndi nota tækifærið að kynna höfunda frá Mið-Austurlöndum, eða Afríku, eða þeirra sem skrifa hvers verk hafa pólitíska merkingu. „Ég verð að viðurkenna að ég þekkti hann ekki, nema rétt nafnið, og hann hefur ekki verið þýddur á íslensku. Og hann hefur ekki mikið verið þýddur á ensku, sýnist mér, fyrst og fremst í Frakklandi, Þýskalandi og greinilega Svíþjóð, þar sem hann er lesinn.“ Modiano er fyrst og fremst að skrifa klassískar fágaðar skáldsögur. „Nóbelsnefndin talar um minninguna, tímann, þetta eru greinilega bækur þrungnar eftirsjá. Hann átti við mikið rótleysi að stríða í æsku þegar hann ólst upp á tímum seinni heimstyrjaldarinnar í París og síðan á dálítið róstursömum árum eftir það. Hann er að líta til baka og fjalla um samfélagið á klassískan og fágaðan hátt. Honum er líkt við Proust, sýnist mér einhvers staðar og þykir svipa til Balsac að því leyti til að skáldsögurnar hans tengjast töluvert mikið. Ekki eins mikið og í skáldsagnaheimi Balsac, en þær tala hver við aðra. Þetta virðist í alla staði virðingarverður og fínn höfundur. En, samt, jú, það kemur á óvart að hann skyldi hafa fengið þessi verðlaun því hann er ekki í neinni sérstakri hringiðu.“Leiðinlegur, þá kannski? „Það, ég hef engar forsendur til að dæma um. Ég er ekkert viss um það. Mér lýst bara ágætlega á hann. En, eins og ég segi, þetta er greinilega maður sem haldið hefur sig við leistann sinn og skrifað sínar sögur um sinn sagnaheim, fullar af eftirsjá og fágun og svona klassík. En, ekki verið að horfa á hinn víða sjóndeildarhring,“ segir Illugi, sem lengi hefur talað fyrir því að Bob Dylan fái þessi eftirsóknarverðu verðlaun, en hann taldi það útilokað í ljósi þess að í fyrra hlaut Alice Monroe frá Kanada þessi verðlaun, og það yrði seint að annar úr sömu heimsálfu hlyti verðlaunin strax í kjölfar þess. „Nei, maður vissi strax að það kom ekki til greina. Þá var alveg útilokað að Nóbelsnefndin, sem hefur alltaf bak við eyrað hvernig verðlaunin skiptast milli heimshluta þá kom ekki til greina að maður rétt sunnan landamæra Kanada fengi þau. En, Dylan fær þau kannski þarnæst. Næst ætla ég að spá því að kona fái verðlaunin. Þeir eru orðnir meðvitaðir um að konur eiga auðvitað að fá verðlaunin til jafns við karla. Og fyrst þeir eru í Evrópu núna og Kanada þar áður fara þeir næst í konu úr fjarlægum heimshluta. Ég ætla að spá því hér með.“ Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Franskur skáldsagnahöfundur, fæddur 1945, að nafni Patrick Modiano, hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum þetta árið. Þessi niðurstaða kemur verulega á óvart innan íslenska bókmenntaheimsins og er maðurinn lítt þekktur innan hans. Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður og rithöfundur er sérfróður um Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, en fréttastofa ræddi við Illuga skömmu eftir að sænska akademían kynnti Modiano sem sinn mann þetta árið.Kemur þetta á óvart? „Já, það er ekki hægt að segja annað en að þetta komi töluvert á óvart. Þetta er rétt tæplega sjötugur Frakki. Hann er reyndar af ítölskum-gyðingaættum í föðurætt en móðir hans var Belgi. En, hann var fæddur og uppalinn í Frakklandi. Hann hefur skrifað helling af skáldsögum sem hafa verið afskaplega vinsælar í Frakklandi og víðar í Evrópu – hann er mikið lesinn í Þýskalandi. Undanfarið hefur hann verið neðarlega á listum yfir hugsanlega Nóbelsverðlaunahafa,“ segir Illugi. Reyndar var það svo að nafn hann skaust upp lista hjá breskum veðmálafyrirtækjum, var allt í einu kominn þar ofarlega á blað fyrir fáeinum dögum öllum til mikillar furðu, og Illugi segir vert, af þessu tilefni, að vanmeta ekki slík fyrirbæri. Illugi segir að menn hafi verið að horfa til höfunda í fjarlægum heimshlutum, að Nóbelsnefndin myndi nota tækifærið að kynna höfunda frá Mið-Austurlöndum, eða Afríku, eða þeirra sem skrifa hvers verk hafa pólitíska merkingu. „Ég verð að viðurkenna að ég þekkti hann ekki, nema rétt nafnið, og hann hefur ekki verið þýddur á íslensku. Og hann hefur ekki mikið verið þýddur á ensku, sýnist mér, fyrst og fremst í Frakklandi, Þýskalandi og greinilega Svíþjóð, þar sem hann er lesinn.“ Modiano er fyrst og fremst að skrifa klassískar fágaðar skáldsögur. „Nóbelsnefndin talar um minninguna, tímann, þetta eru greinilega bækur þrungnar eftirsjá. Hann átti við mikið rótleysi að stríða í æsku þegar hann ólst upp á tímum seinni heimstyrjaldarinnar í París og síðan á dálítið róstursömum árum eftir það. Hann er að líta til baka og fjalla um samfélagið á klassískan og fágaðan hátt. Honum er líkt við Proust, sýnist mér einhvers staðar og þykir svipa til Balsac að því leyti til að skáldsögurnar hans tengjast töluvert mikið. Ekki eins mikið og í skáldsagnaheimi Balsac, en þær tala hver við aðra. Þetta virðist í alla staði virðingarverður og fínn höfundur. En, samt, jú, það kemur á óvart að hann skyldi hafa fengið þessi verðlaun því hann er ekki í neinni sérstakri hringiðu.“Leiðinlegur, þá kannski? „Það, ég hef engar forsendur til að dæma um. Ég er ekkert viss um það. Mér lýst bara ágætlega á hann. En, eins og ég segi, þetta er greinilega maður sem haldið hefur sig við leistann sinn og skrifað sínar sögur um sinn sagnaheim, fullar af eftirsjá og fágun og svona klassík. En, ekki verið að horfa á hinn víða sjóndeildarhring,“ segir Illugi, sem lengi hefur talað fyrir því að Bob Dylan fái þessi eftirsóknarverðu verðlaun, en hann taldi það útilokað í ljósi þess að í fyrra hlaut Alice Monroe frá Kanada þessi verðlaun, og það yrði seint að annar úr sömu heimsálfu hlyti verðlaunin strax í kjölfar þess. „Nei, maður vissi strax að það kom ekki til greina. Þá var alveg útilokað að Nóbelsnefndin, sem hefur alltaf bak við eyrað hvernig verðlaunin skiptast milli heimshluta þá kom ekki til greina að maður rétt sunnan landamæra Kanada fengi þau. En, Dylan fær þau kannski þarnæst. Næst ætla ég að spá því að kona fái verðlaunin. Þeir eru orðnir meðvitaðir um að konur eiga auðvitað að fá verðlaunin til jafns við karla. Og fyrst þeir eru í Evrópu núna og Kanada þar áður fara þeir næst í konu úr fjarlægum heimshluta. Ég ætla að spá því hér með.“
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira