Fatahönnuðurinn Alfred Angelo og Disney afhjúpuðu brúðarkjól sem innblásinn er af teiknimyndinni Frozen á brúðarkjólatískuvikunni í New York á miðvikudaginn.
Kjóllinn heitir Elsa, eftir aðalsögupersónunni í Frozen. Hægt er að fá langan slóða með kjólnum og slá úr gegnsæju efni.
Þó kjóllinn á myndinni sé bláleitur er einnig hægt að fá hann í beinhvítu. Þá eru einnig í boði barnakjólar í svipuðum stíl fyrir litla hringabera.
Brúðarkjólalína Disney verður fáanleg á netinu og í völdum verslunum í janúar á næsta ári.
Brúðarkjóll innblásinn af Frozen
