999 dúkkur seldust á síðunni og kostar hver þeirra 135 pund, tæplega 27 þúsund krónur.
Dúkkan var framleidd af Mattel í takmörkuðu upplagi en þeir sem þrá dúkkuna geta kíkt á uppboðssíðuna eBay. Þar eru einhverjir sem eru tilbúnir til að selja sína en verðið getur farið upp í meira en þrjú þúsund dollara, rúmlega 350 þúsund krónur.
Dúkkan er afar smart enda er hún klædd alveg eins og Karl Lagerfeld, í svörtum, aðsniðnum jakka, hvítri skyrtu og svörtum gallabuxum.
