Námskeið fyrir leiðsögumenn í laxveiði Karl Lúðvíksson skrifar 23. september 2014 11:52 Dagana 17-19. október næstkomandi verður haldið námskeið fyrir þá sem starfa sem leiðsögumenn í laxveiði þar sem farið verður í þá þætti sem allir leiðsögumenn þurfa að hafa á hreinu. Meðal þess sem boðið verður uppá á námskeiðinu er kastkennsla frá einum besta undirhandskastara heims, Geir Hansen, farið verður í fluguhnýtingar, Tore Wiers frá Háskólanum í Bergen fer yfir þá þætti sem skipta máli þegar laxi er sleppt, Jóhannes Hinriksson fjallar um viðmót og framkomu í garð viðskiptavina, farið verður í almenna skyndihjálp, nýjustu græjurnar skoðaðar og almennt farið í að sem gerir menn að góðum leiðsögumönnum. Námskeiðið telst tilvalið fyrir starfandi og þá sem hafa áhuga á að starfa sem leiðsögumenn. Nánari upplýsingar má fá hjá námskeiðshöldurum með því að senda á þá netpóst en netpóstfangið er johannes@westranga.is og karl@heggoyaktiv.no Stangveiði Mest lesið Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði
Dagana 17-19. október næstkomandi verður haldið námskeið fyrir þá sem starfa sem leiðsögumenn í laxveiði þar sem farið verður í þá þætti sem allir leiðsögumenn þurfa að hafa á hreinu. Meðal þess sem boðið verður uppá á námskeiðinu er kastkennsla frá einum besta undirhandskastara heims, Geir Hansen, farið verður í fluguhnýtingar, Tore Wiers frá Háskólanum í Bergen fer yfir þá þætti sem skipta máli þegar laxi er sleppt, Jóhannes Hinriksson fjallar um viðmót og framkomu í garð viðskiptavina, farið verður í almenna skyndihjálp, nýjustu græjurnar skoðaðar og almennt farið í að sem gerir menn að góðum leiðsögumönnum. Námskeiðið telst tilvalið fyrir starfandi og þá sem hafa áhuga á að starfa sem leiðsögumenn. Nánari upplýsingar má fá hjá námskeiðshöldurum með því að senda á þá netpóst en netpóstfangið er johannes@westranga.is og karl@heggoyaktiv.no
Stangveiði Mest lesið Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði