Lögreglan í Los Angeles: „Ekki setja iPhone 6 í örbylgjuofn“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. september 2014 12:03 Þetta gerist ef iPhone er settur í örbylgjuofn. Eigendur iPhone 6 eru beðnir um setja símana sína ekki í örbylgjuofn af lögreglunni í Los Angeles. Yfirlýsingin kemur til vegna þess að nú gengur auglýsing um netheima sem segir að hægt sé að hlaða iPhone 6 með því að stinga honum inn í örbylgjuofn og kveikja á. Þetta er gabb, sem einhverjir hafa því miður fallið fyrir. Los Angeles Times greinir frá. Gabbið er mjög metnaðarfullt. Einhver hefur gert glæsilega „auglýsingu“ þar sem fólki er tilkynnt að hægt sé að stinga símanum í örbylgjuofn til að bæta í rafhlöðuna. Auglýsingin er látin líta út fyrir að vera frá Apple fyrirtækinu. Þessi „nýjung“ er kynnt sem Wave og er eigendum iPhone sagt að þeir geti sett símann í örbylgjuofninn í eina og hálfa mínútu og segir að örbylgjurnar tengist útvarpsmóttakaranum í símanum og komist þannig inn í rafhlöðu símans. Talsmaður slökkviliðsins í Los Angeles segir að það geti reynst varasamt að setja símann sinn í örbylgjuofn. „Það ætti ekki að setja neinn málmhlut inn í örbylgjuofna,“ segir Brian Humphrey í samtali við LA Times og segir að eldur geti kviknað ef slíkt sé gert. Hann bætir því við að ef farsímar eru settir í örbylgjuofna gætu þeir valdið sprengingu. Hann segir þó að engar tilkynningar hafi borist um eld sem hafi kviknað út frá iPhone í örbylgjuofni. Hér að neðan má sjá „auglýsinguna“ sem gengur um netheima.This #Wave capability is a #hoax. Don't be fooled into microwaving your #iPhone6. #Apple #Smartphone pic.twitter.com/jIncZE81Cy— LAPD Communications (@911LAPD) September 23, 2014 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Eigendur iPhone 6 eru beðnir um setja símana sína ekki í örbylgjuofn af lögreglunni í Los Angeles. Yfirlýsingin kemur til vegna þess að nú gengur auglýsing um netheima sem segir að hægt sé að hlaða iPhone 6 með því að stinga honum inn í örbylgjuofn og kveikja á. Þetta er gabb, sem einhverjir hafa því miður fallið fyrir. Los Angeles Times greinir frá. Gabbið er mjög metnaðarfullt. Einhver hefur gert glæsilega „auglýsingu“ þar sem fólki er tilkynnt að hægt sé að stinga símanum í örbylgjuofn til að bæta í rafhlöðuna. Auglýsingin er látin líta út fyrir að vera frá Apple fyrirtækinu. Þessi „nýjung“ er kynnt sem Wave og er eigendum iPhone sagt að þeir geti sett símann í örbylgjuofninn í eina og hálfa mínútu og segir að örbylgjurnar tengist útvarpsmóttakaranum í símanum og komist þannig inn í rafhlöðu símans. Talsmaður slökkviliðsins í Los Angeles segir að það geti reynst varasamt að setja símann sinn í örbylgjuofn. „Það ætti ekki að setja neinn málmhlut inn í örbylgjuofna,“ segir Brian Humphrey í samtali við LA Times og segir að eldur geti kviknað ef slíkt sé gert. Hann bætir því við að ef farsímar eru settir í örbylgjuofna gætu þeir valdið sprengingu. Hann segir þó að engar tilkynningar hafi borist um eld sem hafi kviknað út frá iPhone í örbylgjuofni. Hér að neðan má sjá „auglýsinguna“ sem gengur um netheima.This #Wave capability is a #hoax. Don't be fooled into microwaving your #iPhone6. #Apple #Smartphone pic.twitter.com/jIncZE81Cy— LAPD Communications (@911LAPD) September 23, 2014
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira