Tómas Ingi: Vildi fá Portúgal Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2014 12:37 Tómas Ingi Tómasson og Eyjólfur Sverrisson, þjálfarar U21 árs landsliðsins. vísir/anton „Ég tel að þessi lið séu svipað góð þó Danirnir hafi farið töluvert auðveldara í gegnum sinn riðil,“ sagði Tómas Ingi Tómasson, aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins, við Vísi nú rétt í þessu. Tómas Ingi er staddur í Nyon í Sviss þar sem dregið var til umspilsins fyrir EM 2015 í dag, en Ísland mætir Danmörku heima og að heima í byrjun október. „Ég tel okkur hafa verið í mun erfiðari riðli en Danirnir. Þeir voru samt með Rússunum og fóru nokkuð auðveldlega í gegnum þá,“ sagði Tómas Ingi, en á pappírnum virkar danska liðið firnasterkt. Það vann átta leiki af tíu í sínum riðli, tapaði ekki leik og lauk riðlakeppninni með markatöluna 37-9 eða 28 mörk í plús. „Þetta er hörku lið. Dönsku ungmennaliðin hafa alltaf verið góð. Þarna er spilað sama kerfið upp öll yngri landsliðin þannig allir vita hvað þeir eiga að gera,“ sagði Tómas Ingi. „Danska liðið er rosalega gott og spilar góðan fótbolta, en við tökum á því eins og við höfum tekið á öðrum liðum. Við verðum áfram skipulagðir.“ Tómas Ingi gat viðurkennt eftir dráttinn að hann vildi helst frá Portúgal. „Mér leist best á Portúgalina. Ég tel okkur vera líkamlega sterkari en þeir, og þeir eru ekki með alveg jafngóða tækni og Spánverjarnir,“ sagði Tómas Ingi. „En það er ekkert slæmt að fá Dani. Við þekkjum svo vel til þeirra og svo erum við með leikmenn og þjálfara sem starfa í Danmörku þannig öll upplýsingaöflun verður mun auðveldari. Við getum hæglega leitað okkur aðstoðar.“ Aðspurður hvort það skipti máli að fá seinni leikinn á heimavelli sagði Tómas Ingi: „Ég held það vilji allir fá seinni leikinn heima, en það þýðir samt að þú verður að taka með þér góð úrslit úr fyrri leiknum. Það er auðveldlega hægt að tapa svona einvígi í fyrri leiknum þannig menn þurfa að halda vel á spöðunum.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Drengirnir mæta Dönum í umspilinu U21 árs landsliðið spilar seinni leikinn á heimavelli. 12. september 2014 12:02 Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Sjá meira
„Ég tel að þessi lið séu svipað góð þó Danirnir hafi farið töluvert auðveldara í gegnum sinn riðil,“ sagði Tómas Ingi Tómasson, aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins, við Vísi nú rétt í þessu. Tómas Ingi er staddur í Nyon í Sviss þar sem dregið var til umspilsins fyrir EM 2015 í dag, en Ísland mætir Danmörku heima og að heima í byrjun október. „Ég tel okkur hafa verið í mun erfiðari riðli en Danirnir. Þeir voru samt með Rússunum og fóru nokkuð auðveldlega í gegnum þá,“ sagði Tómas Ingi, en á pappírnum virkar danska liðið firnasterkt. Það vann átta leiki af tíu í sínum riðli, tapaði ekki leik og lauk riðlakeppninni með markatöluna 37-9 eða 28 mörk í plús. „Þetta er hörku lið. Dönsku ungmennaliðin hafa alltaf verið góð. Þarna er spilað sama kerfið upp öll yngri landsliðin þannig allir vita hvað þeir eiga að gera,“ sagði Tómas Ingi. „Danska liðið er rosalega gott og spilar góðan fótbolta, en við tökum á því eins og við höfum tekið á öðrum liðum. Við verðum áfram skipulagðir.“ Tómas Ingi gat viðurkennt eftir dráttinn að hann vildi helst frá Portúgal. „Mér leist best á Portúgalina. Ég tel okkur vera líkamlega sterkari en þeir, og þeir eru ekki með alveg jafngóða tækni og Spánverjarnir,“ sagði Tómas Ingi. „En það er ekkert slæmt að fá Dani. Við þekkjum svo vel til þeirra og svo erum við með leikmenn og þjálfara sem starfa í Danmörku þannig öll upplýsingaöflun verður mun auðveldari. Við getum hæglega leitað okkur aðstoðar.“ Aðspurður hvort það skipti máli að fá seinni leikinn á heimavelli sagði Tómas Ingi: „Ég held það vilji allir fá seinni leikinn heima, en það þýðir samt að þú verður að taka með þér góð úrslit úr fyrri leiknum. Það er auðveldlega hægt að tapa svona einvígi í fyrri leiknum þannig menn þurfa að halda vel á spöðunum.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Drengirnir mæta Dönum í umspilinu U21 árs landsliðið spilar seinni leikinn á heimavelli. 12. september 2014 12:02 Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Sjá meira
Drengirnir mæta Dönum í umspilinu U21 árs landsliðið spilar seinni leikinn á heimavelli. 12. september 2014 12:02
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti