Fótbolti

Deildarmeistaratitillinn blasir við Leikni

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Leiknismenn geta fagnað öðru sinni á heimavelli um næstu helgi
Leiknismenn geta fagnað öðru sinni á heimavelli um næstu helgi vísir/valli
ÍA og Leiknir Reykjavík sem tryggðu sér sæti í Pepsí deild karla í fótbolta fyrir rúmri viku síðan töpuðu bæði stigum í leikjum sínum í 1. deild karla í fótbolta í dag.

Leiknir sótti HK heim í Kórinn í Kópavogi þar sem liðin skildu jöfn 2-2. Guðmundur Atli Steinþórsson kom HK yfir strax á fjórðu mínútu en sjö mínútum síðar var Matthew Horth búinn að jafna.

Davíð Magnússon kom HK yfir á 71. mínútu en í þetta skiptið dugði forystan í níu mínútur því tíu mínútum fyrir leikslok jafnaði Sindri Björnsson metin fyrir Leikni.

Á Akranesi tók ÍA á móti Haukum. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Hilmar Trausti Arnarsson strax á fimmtu mínútu seinni hálfleiks og einni mínútu fyrir leikslok bætti Hilmar Rafn Emilsson öðru marki við og tryggði Haukum 2-0 sigur.

Þetta þýðir að Leiknir er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar umferð er eftir en liðið fær botnlið Tindastóls í heimsókn í síðustu umferðinni á sama tíma og ÍA sækir KA heim á Akureyri.

Markaskorarar eru fengnir af urslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×