102 laxar á land á tveimur vöktum i Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 16. september 2014 11:49 Mynd af www.lax-a.is Það hefur aðeins verið veitt á flugu í Ytri Rangá í sumar en það breyttist 14. september þegar maðkveiði var leyfð samhliða flugunni. Líklega hafa þó fáar flugurnar verið bleittar enda eru þeir veiðimenn sem sækja í þessa daga svo til eingöngu að veiða a maðk. Það er ekkert skrítið að mikil ásókn sé í fyrstu dagana þar sem maðkveiði er leyfð í ánni því veiðin er alveg ótrúleg fyrstu dagana. Sem dæmi um þetta veiddust 102 laxar á fyrstu tveimur vöktunum og er veiðin vel dreifð um ánna. Uppselt er í Ytri Rangá til 24. september en eftir það er eitthvað af lausum leyfum svo þeir sem eru búnir að fara í gegnum þetta heldur rólega sumar án þess að eiga lax til hátíðarbrigða í frystikistunni eiga góða von á að bjarga því þarna. Haustveiðin í Ytri- og Eystri Rangá er oft drjúg en veitt er í báðum ánum vel inní október. Laus leyfi í Ytri má finna á www.veida.is Lax er ennþá að ganga i Ytri Rangá og eins er þetta sá árstími þar sem sjóbirtingurinn fer að láta sjá sig í meiri mæli en vinsamleg tilmæli hafa verið til veiðimanna um að sleppa honum enda er verið að vinna í að stækka þann stofn í ánni. Stangveiði Mest lesið Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði
Það hefur aðeins verið veitt á flugu í Ytri Rangá í sumar en það breyttist 14. september þegar maðkveiði var leyfð samhliða flugunni. Líklega hafa þó fáar flugurnar verið bleittar enda eru þeir veiðimenn sem sækja í þessa daga svo til eingöngu að veiða a maðk. Það er ekkert skrítið að mikil ásókn sé í fyrstu dagana þar sem maðkveiði er leyfð í ánni því veiðin er alveg ótrúleg fyrstu dagana. Sem dæmi um þetta veiddust 102 laxar á fyrstu tveimur vöktunum og er veiðin vel dreifð um ánna. Uppselt er í Ytri Rangá til 24. september en eftir það er eitthvað af lausum leyfum svo þeir sem eru búnir að fara í gegnum þetta heldur rólega sumar án þess að eiga lax til hátíðarbrigða í frystikistunni eiga góða von á að bjarga því þarna. Haustveiðin í Ytri- og Eystri Rangá er oft drjúg en veitt er í báðum ánum vel inní október. Laus leyfi í Ytri má finna á www.veida.is Lax er ennþá að ganga i Ytri Rangá og eins er þetta sá árstími þar sem sjóbirtingurinn fer að láta sjá sig í meiri mæli en vinsamleg tilmæli hafa verið til veiðimanna um að sleppa honum enda er verið að vinna í að stækka þann stofn í ánni.
Stangveiði Mest lesið Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði