Freyr: Set þann sem mér sýnist á bekkinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. september 2014 12:45 Vísir/Valli Ísland mætir Serbíu í síðasta leik sínum í undankeppni HM 2015 á Laugardalsvelli í dag og Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, er óhræddur við að gefa ungum leikmönnum tækifærið. Ísland á ekki lengur möguleika á að komast áfram upp úr riðlinum og valdi hann því ungt lið að þessu sinni. Dagskipunin er engu að síðu sigur en stelpurnar höfðu betur gegn Ísrael, 3-0, um helgina. Eftir leikinn var Freyr ósáttur við margt í leik liðsins en það var aðeins betri tónn í honum á æfingu liðsins í gær.Fanndís Friðriksdóttir í leiknum gegn Ísrael.Vísir/Andri Marinó„Sem betur fer skoðaði ég leikinn betur og það var margt jákvætt í gangi hjá okkur. Ég var pirraður eftir leikinn og þá vill maður oft fremur sjá það neikvæða,“ sagði Freyr í samtali við Vísi. „Ég var helst ósáttur við ákvarðanatöku á síðasta þriðjungnum en við vorum búin að tala um að hafa það í lagi. Það þarf meiri yfirvegun og skynsemi og leikmenn þurfa að þora að taka af skarið og vera ekki of stressaðir á boltanum. Stelpurnar eiga að vera óhræddar við að láta ljós sitt skína.“ Hann segist ánægður með þá ungu leikmenn sem hann valdi í hópinn. „Það hefur verið að tínast einn og einn ungur leikmaður inn í hópinn og fjöldi þeirra leikmanna sem eru með tíu landsleiki eða færri er orðinn nokkuð mikill.“Sigrún Ella Einarsdóttir á landsliðsæfingu í gær.Vísir/Valli„Sigrún Ella [Einarsdóttir] kom inn á um helgina og var frábær. Hún gerði nákvæmlega það sem ég bað hana um - að taka á leikmenn og koma boltanum fyrir markið. Hún hefur verið frábær í deildinni í sumar og blómstrað í nýju umhverfi í Stjörnunni. Hún er að spila eins og Giggs árið 1995 en það eru ekki margir slíkir leikmenn til í íslenskri knattspyrnu, hvort sem er karla- eða kvennamegin.“ Sigrún Ella kom inn á sem varamaður gegn Ísrael og Freyr segist óhræddur við að setja Fanndísi Friðriksdóttur á bekkinn í hennar stað í dag ef honum sýnist svo. „Ég geri það við hvaða leikmann sem mér sýnist,“ sagði hann og brosti. „Það er enginn heilagur. Leikmenn hafa alltaf fengið útskýringar á sínum hlutverkum á liðinu og tekið því vel. Fanndís er engin undanteking á þeirri reglu.“ Leikurinn hefst klukkan 17.00 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr: Þetta var til skammar Freyr var ekki sáttur með framkomu ísraelska liðsins í landsleik dagsins. 13. september 2014 20:25 Skil sátt við landsliðið Þóra B. Helgadóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Ísrael í dag og gegn Serbíu á miðvikudaginn en það verða síðustu landsleikir hennar. Þóra gerir ráð fyrir að leggja hanskana á hilluna í haust. 13. september 2014 07:00 Skildi ekki þjálfarann en tók ummælunum sem hrósi Þátttöku Íslands í undankeppni HM 2015 lýkur í kvöld er stelpurnar taka á móti Serbum í Laugardalnum. 17. september 2014 06:30 Ólína hætt með landsliðinu Bakvörðurinn Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir tilkynnti í viðtali á RÚV í hálfleik Íslands og Ísrael á Laugardalsvelli að hún sé búinn að setja landsliðsskóna upp í hillu. 13. september 2014 18:33 Þóra hættir með landsliðinu eftir leikinn gegn Serbíu Ætlar líklega að hætta í knattspyrnu eftir að tímabilinu lýkur. 12. september 2014 11:48 Elta íslensku landsliðsstelpurnar á röndum Julia og Sandra eru brennheitir áhugamenn um íslenska kvennalandsliðið. 16. september 2014 16:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 3-0 | Auðvelt en ekki fallegt á Laugardalsvelli Ísland vann afar þægilegan sigur á Ísrael í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu 3-0, en sigurinn var síst of stór. 13. september 2014 00:01 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Sjá meira
Ísland mætir Serbíu í síðasta leik sínum í undankeppni HM 2015 á Laugardalsvelli í dag og Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, er óhræddur við að gefa ungum leikmönnum tækifærið. Ísland á ekki lengur möguleika á að komast áfram upp úr riðlinum og valdi hann því ungt lið að þessu sinni. Dagskipunin er engu að síðu sigur en stelpurnar höfðu betur gegn Ísrael, 3-0, um helgina. Eftir leikinn var Freyr ósáttur við margt í leik liðsins en það var aðeins betri tónn í honum á æfingu liðsins í gær.Fanndís Friðriksdóttir í leiknum gegn Ísrael.Vísir/Andri Marinó„Sem betur fer skoðaði ég leikinn betur og það var margt jákvætt í gangi hjá okkur. Ég var pirraður eftir leikinn og þá vill maður oft fremur sjá það neikvæða,“ sagði Freyr í samtali við Vísi. „Ég var helst ósáttur við ákvarðanatöku á síðasta þriðjungnum en við vorum búin að tala um að hafa það í lagi. Það þarf meiri yfirvegun og skynsemi og leikmenn þurfa að þora að taka af skarið og vera ekki of stressaðir á boltanum. Stelpurnar eiga að vera óhræddar við að láta ljós sitt skína.“ Hann segist ánægður með þá ungu leikmenn sem hann valdi í hópinn. „Það hefur verið að tínast einn og einn ungur leikmaður inn í hópinn og fjöldi þeirra leikmanna sem eru með tíu landsleiki eða færri er orðinn nokkuð mikill.“Sigrún Ella Einarsdóttir á landsliðsæfingu í gær.Vísir/Valli„Sigrún Ella [Einarsdóttir] kom inn á um helgina og var frábær. Hún gerði nákvæmlega það sem ég bað hana um - að taka á leikmenn og koma boltanum fyrir markið. Hún hefur verið frábær í deildinni í sumar og blómstrað í nýju umhverfi í Stjörnunni. Hún er að spila eins og Giggs árið 1995 en það eru ekki margir slíkir leikmenn til í íslenskri knattspyrnu, hvort sem er karla- eða kvennamegin.“ Sigrún Ella kom inn á sem varamaður gegn Ísrael og Freyr segist óhræddur við að setja Fanndísi Friðriksdóttur á bekkinn í hennar stað í dag ef honum sýnist svo. „Ég geri það við hvaða leikmann sem mér sýnist,“ sagði hann og brosti. „Það er enginn heilagur. Leikmenn hafa alltaf fengið útskýringar á sínum hlutverkum á liðinu og tekið því vel. Fanndís er engin undanteking á þeirri reglu.“ Leikurinn hefst klukkan 17.00 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr: Þetta var til skammar Freyr var ekki sáttur með framkomu ísraelska liðsins í landsleik dagsins. 13. september 2014 20:25 Skil sátt við landsliðið Þóra B. Helgadóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Ísrael í dag og gegn Serbíu á miðvikudaginn en það verða síðustu landsleikir hennar. Þóra gerir ráð fyrir að leggja hanskana á hilluna í haust. 13. september 2014 07:00 Skildi ekki þjálfarann en tók ummælunum sem hrósi Þátttöku Íslands í undankeppni HM 2015 lýkur í kvöld er stelpurnar taka á móti Serbum í Laugardalnum. 17. september 2014 06:30 Ólína hætt með landsliðinu Bakvörðurinn Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir tilkynnti í viðtali á RÚV í hálfleik Íslands og Ísrael á Laugardalsvelli að hún sé búinn að setja landsliðsskóna upp í hillu. 13. september 2014 18:33 Þóra hættir með landsliðinu eftir leikinn gegn Serbíu Ætlar líklega að hætta í knattspyrnu eftir að tímabilinu lýkur. 12. september 2014 11:48 Elta íslensku landsliðsstelpurnar á röndum Julia og Sandra eru brennheitir áhugamenn um íslenska kvennalandsliðið. 16. september 2014 16:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 3-0 | Auðvelt en ekki fallegt á Laugardalsvelli Ísland vann afar þægilegan sigur á Ísrael í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu 3-0, en sigurinn var síst of stór. 13. september 2014 00:01 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Sjá meira
Freyr: Þetta var til skammar Freyr var ekki sáttur með framkomu ísraelska liðsins í landsleik dagsins. 13. september 2014 20:25
Skil sátt við landsliðið Þóra B. Helgadóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Ísrael í dag og gegn Serbíu á miðvikudaginn en það verða síðustu landsleikir hennar. Þóra gerir ráð fyrir að leggja hanskana á hilluna í haust. 13. september 2014 07:00
Skildi ekki þjálfarann en tók ummælunum sem hrósi Þátttöku Íslands í undankeppni HM 2015 lýkur í kvöld er stelpurnar taka á móti Serbum í Laugardalnum. 17. september 2014 06:30
Ólína hætt með landsliðinu Bakvörðurinn Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir tilkynnti í viðtali á RÚV í hálfleik Íslands og Ísrael á Laugardalsvelli að hún sé búinn að setja landsliðsskóna upp í hillu. 13. september 2014 18:33
Þóra hættir með landsliðinu eftir leikinn gegn Serbíu Ætlar líklega að hætta í knattspyrnu eftir að tímabilinu lýkur. 12. september 2014 11:48
Elta íslensku landsliðsstelpurnar á röndum Julia og Sandra eru brennheitir áhugamenn um íslenska kvennalandsliðið. 16. september 2014 16:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 3-0 | Auðvelt en ekki fallegt á Laugardalsvelli Ísland vann afar þægilegan sigur á Ísrael í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu 3-0, en sigurinn var síst of stór. 13. september 2014 00:01