Vígja á veggmyndir Ragnars Kjartanssonar Stefán Árni Pálsson skrifar 19. september 2014 13:10 Nú í september var veggmynd Errós vígð að Álftahólum. visir/gva/aðsent Listasafn Reykjavíkur býður til formlegrar vígslu veggmynda eftir Ragnar Kjartansson og vegglistahóp Miðbergs að Krummahólum í Breiðholti laugardaginn 20. september kl. 14. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson vígir verkin. Ragnar Kjartansson er einn þekktasti listamaður landsins og hefur sýnt verk sín víða um heim. Hann hefur m.a. haldið einkasýningar í New Museum í New York, nútímalistasafninu Thyssen-Bornemisza í Vín og Migros safninu í Zurich. Þá var hann fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum árið 2009. Vegglistahópur frístundamiðstöðvarinnar Miðbergs samanstendur af ungmennum sem voru ráðin til að gera veggmyndir í Breiðholti í sumar í samráði við íbúa og Reykjavíkurborg. Verkin eru staðsett víða í hverfinu t.d. á veggjum frístundamiðstöðvarinnar, á undirgöngum og á húsaveggjum. Þau unnu verkin undir handleiðslu starfsmanna í Miðbergi og í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur. Borgarráð ákvað á síðasta ári að fjölga listaverkum í opinberu rými í Breiðholti og eru verkin hluti af því átaki. Verkefninu er ætlað að breiða út list í opinberu rými utan miðborgarinnar, fegra hverfið og skapa umræðu. Um er að ræða fimm stórar veggmyndir eftir listamennina Erró, Theresu Himmer, Söru Riel og Ragnar Kjartansson auk minni veggmynda eftir ungmennin úr Miðbergi. Verk Theresu Himmer var afhjúpað síðasta haust á húsgafli við Jórufell, í sumar var verk Söru Riel afhjúpað á fjölbýlishúsi við Asparfell og nú í september var veggmynd Errós vígð að Álftahólum. Keramikmynd eftir Erró verður síðar sett á vegg við íþróttahúsið við Austurberg Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Listasafn Reykjavíkur býður til formlegrar vígslu veggmynda eftir Ragnar Kjartansson og vegglistahóp Miðbergs að Krummahólum í Breiðholti laugardaginn 20. september kl. 14. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson vígir verkin. Ragnar Kjartansson er einn þekktasti listamaður landsins og hefur sýnt verk sín víða um heim. Hann hefur m.a. haldið einkasýningar í New Museum í New York, nútímalistasafninu Thyssen-Bornemisza í Vín og Migros safninu í Zurich. Þá var hann fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum árið 2009. Vegglistahópur frístundamiðstöðvarinnar Miðbergs samanstendur af ungmennum sem voru ráðin til að gera veggmyndir í Breiðholti í sumar í samráði við íbúa og Reykjavíkurborg. Verkin eru staðsett víða í hverfinu t.d. á veggjum frístundamiðstöðvarinnar, á undirgöngum og á húsaveggjum. Þau unnu verkin undir handleiðslu starfsmanna í Miðbergi og í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur. Borgarráð ákvað á síðasta ári að fjölga listaverkum í opinberu rými í Breiðholti og eru verkin hluti af því átaki. Verkefninu er ætlað að breiða út list í opinberu rými utan miðborgarinnar, fegra hverfið og skapa umræðu. Um er að ræða fimm stórar veggmyndir eftir listamennina Erró, Theresu Himmer, Söru Riel og Ragnar Kjartansson auk minni veggmynda eftir ungmennin úr Miðbergi. Verk Theresu Himmer var afhjúpað síðasta haust á húsgafli við Jórufell, í sumar var verk Söru Riel afhjúpað á fjölbýlishúsi við Asparfell og nú í september var veggmynd Errós vígð að Álftahólum. Keramikmynd eftir Erró verður síðar sett á vegg við íþróttahúsið við Austurberg
Menning Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira