Svalbarðsá búin að toppa síðasta sumar Karl Lúðvíksson skrifar 1. september 2014 09:51 Jón Þór Júlíusson með stórlax sem hann veiddi nýlega í Svalbarðsá Sumarið 2013 var gott í Svalbarðsá en þá veiddust 306 laxar í ánni og stórlaxahlutfallið í ánni var einstaklega gott. Þegar sumarið 2014 fer að sýna einkenni þess að smálaxagöngur verða heldur af skornum skammti og óljóst sé hvernig göngur stórlaxa skili sér gat líklega engin séð það fyrir að árið í ár yrði jafn gott og raun ber vitni en samtals eru komnir 315 laxar úr ánni og ennþá er nokkuð eftir af veiðitímanum. Áin á líklega eftir að slá út sumarveiðina 2008 en þá veiddust 320 laxar í ánni. Aðeins árin 2011 og 2010 hafa gefið betri veiði en þá veiddust 562 laxar árið 2011 og 504 laxar árið 2010. Haustveiðin er oft drjúg í Svalbarðsá og ekkert ólíklegt að áin teygji sig vel í eða fari jafnvel yfir 400 laxa. Árið í ár sem margir telja eitt það versta í áratugi á landinu er þriðja besta ár Svalbarðsár frá árinu 2000. Stórlaxahlutfallið í ánni hefur líka verið einstaklega gott og líklega er um 60-70% stórlaxahlutfall þetta sumarið. Stangveiði Mest lesið Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Af veiðum í Minnivallalæk og Breiðdalsá Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði 105 sm lax úr Húseyjakvísl Veiði Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði
Sumarið 2013 var gott í Svalbarðsá en þá veiddust 306 laxar í ánni og stórlaxahlutfallið í ánni var einstaklega gott. Þegar sumarið 2014 fer að sýna einkenni þess að smálaxagöngur verða heldur af skornum skammti og óljóst sé hvernig göngur stórlaxa skili sér gat líklega engin séð það fyrir að árið í ár yrði jafn gott og raun ber vitni en samtals eru komnir 315 laxar úr ánni og ennþá er nokkuð eftir af veiðitímanum. Áin á líklega eftir að slá út sumarveiðina 2008 en þá veiddust 320 laxar í ánni. Aðeins árin 2011 og 2010 hafa gefið betri veiði en þá veiddust 562 laxar árið 2011 og 504 laxar árið 2010. Haustveiðin er oft drjúg í Svalbarðsá og ekkert ólíklegt að áin teygji sig vel í eða fari jafnvel yfir 400 laxa. Árið í ár sem margir telja eitt það versta í áratugi á landinu er þriðja besta ár Svalbarðsár frá árinu 2000. Stórlaxahlutfallið í ánni hefur líka verið einstaklega gott og líklega er um 60-70% stórlaxahlutfall þetta sumarið.
Stangveiði Mest lesið Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Af veiðum í Minnivallalæk og Breiðdalsá Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði 105 sm lax úr Húseyjakvísl Veiði Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði