Viðar Örn: Held ég hafi getuna til að spila í stærri deild Anton Ingi Leifsson skrifar 6. september 2014 12:30 Viðar fagnar marki með Vålerenga. Mynd/Vålerenga Viðar Örn Kjartansson, framherji Vålerenga og íslenska landsliðsins, er spenntur fyrir leiknum gegn Tyrklandi í undankeppni Evrópumótsins á þriðjudag. Viðar segir Tyrki vera með hörkulið. „Ég er mjög spenntur eins og flestir strákarnir. Það verður gaman að byrja þetta mót og það er mikilvægt að byrja vel," sagði Viðar Örn við Vísi. „Það væri nátturlega draumur að byrja með sigri. Við gerðum það í síðustu undankeppni gegn Noregi og það væri frábært að gera það, en þetta verður hörkuleikur." „Við erum búnir að fylgjast vel með þeim og þeir skora flest mörk sín úr fyrirgjöfum og skyndisóknum. Þetta er hörkulið og við erum búnir að athuga hvað við þurfum að gera til að stoppa þá." Viðar var sammála undirrituðum að Tyrkir væru með afar sterka einstaklinga, en sagði ennfremur að liðið þyrfti þá að vinna sem ein liðsheild. „Það er þá undir okkur komið að vera ein sterk liðsheild og nýta okkar hæfilega til að ná góðum úrsiltum. Við þurfum að samstilla okkur og vera klárir í hörkuleik." „Það er frábært að vera hluti af þessum hóp og mikill heiður. Þetta er rosa sterkt lið og vonandi get ég fært hópnum eitthvað." Viðar hefur leikið á alls oddi með Vålerenga og er markahæstur í norsku úrvalsdeildinni sem stendur. Tíðrætt var um að Viðar Örn gæti verið á leið frá norska liðinu, en Vålerenga neitaði öllum tilboðum í Viðar. „Það var áhugi og það komu tilboð, en það var sagt nei við öllum tilboðunum held ég. Ég klára því tímabilið með Vålerenga og svo sjáum við bara til eftir tímabilið; annað hvort í janúar eða næsta sumar. „Ég var ekki nálægt því að fara, en það er búið að ganga mjög vel. Ég væri til í að sjá hvar ég myndi standa í stærri deild og ég held að ég hafi getuna í það." „Ég er 25 ára á næsta ári og maður þarf að taka réttar ákvarðanir," sagði Viðar Örn við Vísi að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Fleiri fréttir Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson, framherji Vålerenga og íslenska landsliðsins, er spenntur fyrir leiknum gegn Tyrklandi í undankeppni Evrópumótsins á þriðjudag. Viðar segir Tyrki vera með hörkulið. „Ég er mjög spenntur eins og flestir strákarnir. Það verður gaman að byrja þetta mót og það er mikilvægt að byrja vel," sagði Viðar Örn við Vísi. „Það væri nátturlega draumur að byrja með sigri. Við gerðum það í síðustu undankeppni gegn Noregi og það væri frábært að gera það, en þetta verður hörkuleikur." „Við erum búnir að fylgjast vel með þeim og þeir skora flest mörk sín úr fyrirgjöfum og skyndisóknum. Þetta er hörkulið og við erum búnir að athuga hvað við þurfum að gera til að stoppa þá." Viðar var sammála undirrituðum að Tyrkir væru með afar sterka einstaklinga, en sagði ennfremur að liðið þyrfti þá að vinna sem ein liðsheild. „Það er þá undir okkur komið að vera ein sterk liðsheild og nýta okkar hæfilega til að ná góðum úrsiltum. Við þurfum að samstilla okkur og vera klárir í hörkuleik." „Það er frábært að vera hluti af þessum hóp og mikill heiður. Þetta er rosa sterkt lið og vonandi get ég fært hópnum eitthvað." Viðar hefur leikið á alls oddi með Vålerenga og er markahæstur í norsku úrvalsdeildinni sem stendur. Tíðrætt var um að Viðar Örn gæti verið á leið frá norska liðinu, en Vålerenga neitaði öllum tilboðum í Viðar. „Það var áhugi og það komu tilboð, en það var sagt nei við öllum tilboðunum held ég. Ég klára því tímabilið með Vålerenga og svo sjáum við bara til eftir tímabilið; annað hvort í janúar eða næsta sumar. „Ég var ekki nálægt því að fara, en það er búið að ganga mjög vel. Ég væri til í að sjá hvar ég myndi standa í stærri deild og ég held að ég hafi getuna í það." „Ég er 25 ára á næsta ári og maður þarf að taka réttar ákvarðanir," sagði Viðar Örn við Vísi að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Fleiri fréttir Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Sjá meira