Game of Thrones geitunum bjargað í bili Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 8. september 2014 10:26 „Það tókst að safna upphæðinni sem stefnt var að,” segir Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli í Hvítársíðu en hún hefur verið uggandi um búið sitt. Það hefur verið sett á uppboð sem verður eftir 10 daga, þann 18. september. Ákveðið var því fyrir stuttu að standa fyrir söfnun á indiegogo.com en lagt var upp með að safna 90 þúsund dollurum en það eru um tíu milljónir íslenskra króna. „Þetta var svo stuttur tími sem við höfðum en það hefur samt gengið ótrúlega vel. Það er auðvitað eingöngu þeim að þakka sem hafa verið að tala fyrir þessu og deila söfnuninni. Það er flest allt fólk sem ég þekki ekki neitt.” Vika er enn eftir af söfnuninni og því geta áhugasamir enn látið pening af hendi rakna.Game of Thrones stjörnur Geiturnar hennar Jóhönnu eru þekktar á heimsmælikvarða þar sem þær fengu hlutverk í þáttaröðinni Game of Thrones en margir aðdáendur þáttanna hafa heimsótt staðinn. Atriði þáttanna má sjá hér. Að sögn Jóhönnu er ótrúlegt að fá stuðning alls staðar að úr heiminum frá fólki sem hún þekkir ekki en hefur áhuga á að vernda dýrategund í útrýmingarhættu. Hún bjóst engan veginn við þeim stuðningi sem hún hefur fengið. „Nei, ekki að það yrði svona mikið. Fólk að koma til manns og taka um hann og hvetja mann áfram. „Stattu þig, þú mátt ekki gefast upp, þú verður að halda áfram.” Í flestum tilfellum fólk sem maður hefur aldrei áður séð eða talað við.”Geiturnar lifa góðu lífi í Háafelli.Mynd/JóhannaMeð Háafelli myndi 22 prósent stofnsins hverfa Íslenski geitastofninn þurrkaðist nærri út um miðja 20. öld en með átaki tókst að bjarga honum. Hann telur nú rétt um 800 dýr og 22 prósent þeirra hafast við í Háafelli. Takist ekki að bjarga búinu verður þeim dýrum slátrað. En hver eru þá næstu skref?„Ég veit það ekki ennþá. Ekki fyrr en ég er búin að ræða við þá hjá bankanum til að sjá hvort þeir eru tilbúnir til að gera eitthvað á móti, það er það sem er allra næst á dagskrá,” útskýrir Jóhanna en búið varð skuldugt í kjölfar hrunsins. „Svo vonar maður að geitin komist sem fyrst inn í kerfi landbúnaðar og verði betur studd af ríkinu.” Hún vill bæði að geitin komist inn í landbúnaðarkerfi og verði flokkuð sem dýrategund í útrýmingarhættu. Eins og staðan er núna er aðeins greitt með 20 geitum á hverjum bæ. „Það munar náttúrulega ansi miklu hvort maður fær greitt með 190 geitum eða 20.” Háafell, með sínar tvö hundruð geitur, er langstærsta geitabúið á Íslandi og eina ræktunarbúið hér á landi. „Flestir eru með frá 5 geitum upp í 20. En það er mikið að fjölga og yngri bónda langar til að prófa. En á meðan kerfið er eins og það er er það ekki mögulegt.” Geitaafurðir hreinar og áhugi að aukast Gríðarlegur áhugi virðist vera fyrir geitaafurðum að sögn Jóhönnu. „Hér komu 40-100 manns á dag í sumar. Þriðji hver maður á dag spyr um osta og það segir sína sögu. Að auki er áhugi að aukast fyrir geitaafurðum vegna hollustu kjötsins, þetta eru yfirleitt mjög hreinar afurðir.” Áhuginn hefur eins og áður segir náð út fyrir landsteinana en Jóhanna rakst fyrir stuttu á undirskriftarlista á netinu sem stafar ekki frá henni sjálfri. Á hann hafa ritað nafn sitt yfir áttatíu þúsund einstaklingar alls staðar að úr heiminum.Jóhanna ásamt geitunum sínum.Mynd/JóhannaEnn óvissa um fjárhagslega framtíð búsins Jóhanna hyggst bóka fund með bankanum í þessari viku og vonar að bankinn verði samstarfsfús. Hún veit ekki enn hvort peningurinn dugi rétt í að bægja búinu frá uppboði eða hvort þar myndist grundvöllur til þess að finna langtímalausn. Hún vill í öllu falli halda áfram geitarækt og búið hennar skipar stóran sess í geitabúskap Íslendinga eins og áður segir. Game of Thrones Tengdar fréttir Bíður svars ráðherra rétt fyrir uppboð Sigurður Ingi lagði fram þingsályktunartillögu fyrir kosningar þar sem hann hvatti landbúnaðarráðherra til að bregðast við hættunni sem íslenski geitfjárstofninn sé í. Stærsta búið verður boðið upp í september. Eigandinn nær ekki eyrum Sigurðar. 29. júlí 2014 07:15 Geitaræktin lifir ekki af án aukins stuðnings Starfshópur á vegum landbúnaðarráðherra hefur skilað inn tillögum sínum að stuðningsaðgerðum sem eiga að efla íslenska geitfjárstofninn og stuðla að vernd hans og viðgangi. 11. ágúst 2014 16:16 Íslenskar geitur drepnar af dreka í Game of Thrones Tuttugu íslenskar geitur frá Háafelli í Borgarfirði voru notaðar við tökur á atriði í Game of Thrones þáttunum sem sýnt var í gær. 13. maí 2014 17:11 Fjöldi manns vill taka geitur í fóstur Eftiri innslag Íslands í Dag um geitafjárræktarbúið Háafell í Borgarfirði hefur fjöldi fólks haft samband við bóndann og vill taka geit í fóstur. 24. mars 2014 17:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
„Það tókst að safna upphæðinni sem stefnt var að,” segir Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli í Hvítársíðu en hún hefur verið uggandi um búið sitt. Það hefur verið sett á uppboð sem verður eftir 10 daga, þann 18. september. Ákveðið var því fyrir stuttu að standa fyrir söfnun á indiegogo.com en lagt var upp með að safna 90 þúsund dollurum en það eru um tíu milljónir íslenskra króna. „Þetta var svo stuttur tími sem við höfðum en það hefur samt gengið ótrúlega vel. Það er auðvitað eingöngu þeim að þakka sem hafa verið að tala fyrir þessu og deila söfnuninni. Það er flest allt fólk sem ég þekki ekki neitt.” Vika er enn eftir af söfnuninni og því geta áhugasamir enn látið pening af hendi rakna.Game of Thrones stjörnur Geiturnar hennar Jóhönnu eru þekktar á heimsmælikvarða þar sem þær fengu hlutverk í þáttaröðinni Game of Thrones en margir aðdáendur þáttanna hafa heimsótt staðinn. Atriði þáttanna má sjá hér. Að sögn Jóhönnu er ótrúlegt að fá stuðning alls staðar að úr heiminum frá fólki sem hún þekkir ekki en hefur áhuga á að vernda dýrategund í útrýmingarhættu. Hún bjóst engan veginn við þeim stuðningi sem hún hefur fengið. „Nei, ekki að það yrði svona mikið. Fólk að koma til manns og taka um hann og hvetja mann áfram. „Stattu þig, þú mátt ekki gefast upp, þú verður að halda áfram.” Í flestum tilfellum fólk sem maður hefur aldrei áður séð eða talað við.”Geiturnar lifa góðu lífi í Háafelli.Mynd/JóhannaMeð Háafelli myndi 22 prósent stofnsins hverfa Íslenski geitastofninn þurrkaðist nærri út um miðja 20. öld en með átaki tókst að bjarga honum. Hann telur nú rétt um 800 dýr og 22 prósent þeirra hafast við í Háafelli. Takist ekki að bjarga búinu verður þeim dýrum slátrað. En hver eru þá næstu skref?„Ég veit það ekki ennþá. Ekki fyrr en ég er búin að ræða við þá hjá bankanum til að sjá hvort þeir eru tilbúnir til að gera eitthvað á móti, það er það sem er allra næst á dagskrá,” útskýrir Jóhanna en búið varð skuldugt í kjölfar hrunsins. „Svo vonar maður að geitin komist sem fyrst inn í kerfi landbúnaðar og verði betur studd af ríkinu.” Hún vill bæði að geitin komist inn í landbúnaðarkerfi og verði flokkuð sem dýrategund í útrýmingarhættu. Eins og staðan er núna er aðeins greitt með 20 geitum á hverjum bæ. „Það munar náttúrulega ansi miklu hvort maður fær greitt með 190 geitum eða 20.” Háafell, með sínar tvö hundruð geitur, er langstærsta geitabúið á Íslandi og eina ræktunarbúið hér á landi. „Flestir eru með frá 5 geitum upp í 20. En það er mikið að fjölga og yngri bónda langar til að prófa. En á meðan kerfið er eins og það er er það ekki mögulegt.” Geitaafurðir hreinar og áhugi að aukast Gríðarlegur áhugi virðist vera fyrir geitaafurðum að sögn Jóhönnu. „Hér komu 40-100 manns á dag í sumar. Þriðji hver maður á dag spyr um osta og það segir sína sögu. Að auki er áhugi að aukast fyrir geitaafurðum vegna hollustu kjötsins, þetta eru yfirleitt mjög hreinar afurðir.” Áhuginn hefur eins og áður segir náð út fyrir landsteinana en Jóhanna rakst fyrir stuttu á undirskriftarlista á netinu sem stafar ekki frá henni sjálfri. Á hann hafa ritað nafn sitt yfir áttatíu þúsund einstaklingar alls staðar að úr heiminum.Jóhanna ásamt geitunum sínum.Mynd/JóhannaEnn óvissa um fjárhagslega framtíð búsins Jóhanna hyggst bóka fund með bankanum í þessari viku og vonar að bankinn verði samstarfsfús. Hún veit ekki enn hvort peningurinn dugi rétt í að bægja búinu frá uppboði eða hvort þar myndist grundvöllur til þess að finna langtímalausn. Hún vill í öllu falli halda áfram geitarækt og búið hennar skipar stóran sess í geitabúskap Íslendinga eins og áður segir.
Game of Thrones Tengdar fréttir Bíður svars ráðherra rétt fyrir uppboð Sigurður Ingi lagði fram þingsályktunartillögu fyrir kosningar þar sem hann hvatti landbúnaðarráðherra til að bregðast við hættunni sem íslenski geitfjárstofninn sé í. Stærsta búið verður boðið upp í september. Eigandinn nær ekki eyrum Sigurðar. 29. júlí 2014 07:15 Geitaræktin lifir ekki af án aukins stuðnings Starfshópur á vegum landbúnaðarráðherra hefur skilað inn tillögum sínum að stuðningsaðgerðum sem eiga að efla íslenska geitfjárstofninn og stuðla að vernd hans og viðgangi. 11. ágúst 2014 16:16 Íslenskar geitur drepnar af dreka í Game of Thrones Tuttugu íslenskar geitur frá Háafelli í Borgarfirði voru notaðar við tökur á atriði í Game of Thrones þáttunum sem sýnt var í gær. 13. maí 2014 17:11 Fjöldi manns vill taka geitur í fóstur Eftiri innslag Íslands í Dag um geitafjárræktarbúið Háafell í Borgarfirði hefur fjöldi fólks haft samband við bóndann og vill taka geit í fóstur. 24. mars 2014 17:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Bíður svars ráðherra rétt fyrir uppboð Sigurður Ingi lagði fram þingsályktunartillögu fyrir kosningar þar sem hann hvatti landbúnaðarráðherra til að bregðast við hættunni sem íslenski geitfjárstofninn sé í. Stærsta búið verður boðið upp í september. Eigandinn nær ekki eyrum Sigurðar. 29. júlí 2014 07:15
Geitaræktin lifir ekki af án aukins stuðnings Starfshópur á vegum landbúnaðarráðherra hefur skilað inn tillögum sínum að stuðningsaðgerðum sem eiga að efla íslenska geitfjárstofninn og stuðla að vernd hans og viðgangi. 11. ágúst 2014 16:16
Íslenskar geitur drepnar af dreka í Game of Thrones Tuttugu íslenskar geitur frá Háafelli í Borgarfirði voru notaðar við tökur á atriði í Game of Thrones þáttunum sem sýnt var í gær. 13. maí 2014 17:11
Fjöldi manns vill taka geitur í fóstur Eftiri innslag Íslands í Dag um geitafjárræktarbúið Háafell í Borgarfirði hefur fjöldi fólks haft samband við bóndann og vill taka geit í fóstur. 24. mars 2014 17:00
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent