Ágæt veiði í Svarfaðadalsá Karl Lúðvíksson skrifar 30. ágúst 2014 21:17 Á fréttavef Stangaveiðifélags Akureyrar kemur fram að ágætlega hafi gengið í Svarfaðardalsá í sumar þrátt fyrir að sumarið hafi byrjað með miklum vatnavöxtum. Veiðimenn sem voru á svæði 3 í ánni um miðjan þennan mánuð og gerðu góða veiði. Allt voru þetta vænar bleikjur, flestar um 2 pund en uppí 4,5 pund. Alls hafa nú verið skráðar 174 bleikjur á svæði 3 í Svarfaðardalsá en reikna má með að einhver afli sé óskráður. Öll svæði árinnar eru opin til 10.september svo enn gefst þeim sem langar að kíkja í Svarfaðardalinn í sumar kostur á því. Óseldum stöngum á efstu svæðunum fer nú hratt fækkandi svo það er ekki eftir neinu að bíða. Veiðin í sjóbleikjuánum fyrir norðan hefur annars verið mun lakai en í fyrra og er þar ekki endilega lélegum göngum um að kenna en árnar voru mjög vatnsmiklar fram í byrjun ágúst sem gerði marga veiðistaðinu óveiðanlega. Þeir sem kunna að lesa í vatnið og sjá hvert fiskurinn færir sig við þessar aðstæður hafa margir gert mjög góða veiði, t.d. í Hörgá en hún hefur verið mjög vatnsmikil í mest allt sumar. Stangveiði Mest lesið Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði
Á fréttavef Stangaveiðifélags Akureyrar kemur fram að ágætlega hafi gengið í Svarfaðardalsá í sumar þrátt fyrir að sumarið hafi byrjað með miklum vatnavöxtum. Veiðimenn sem voru á svæði 3 í ánni um miðjan þennan mánuð og gerðu góða veiði. Allt voru þetta vænar bleikjur, flestar um 2 pund en uppí 4,5 pund. Alls hafa nú verið skráðar 174 bleikjur á svæði 3 í Svarfaðardalsá en reikna má með að einhver afli sé óskráður. Öll svæði árinnar eru opin til 10.september svo enn gefst þeim sem langar að kíkja í Svarfaðardalinn í sumar kostur á því. Óseldum stöngum á efstu svæðunum fer nú hratt fækkandi svo það er ekki eftir neinu að bíða. Veiðin í sjóbleikjuánum fyrir norðan hefur annars verið mun lakai en í fyrra og er þar ekki endilega lélegum göngum um að kenna en árnar voru mjög vatnsmiklar fram í byrjun ágúst sem gerði marga veiðistaðinu óveiðanlega. Þeir sem kunna að lesa í vatnið og sjá hvert fiskurinn færir sig við þessar aðstæður hafa margir gert mjög góða veiði, t.d. í Hörgá en hún hefur verið mjög vatnsmikil í mest allt sumar.
Stangveiði Mest lesið Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði