Fínn gangur í Norðlingafljóti Karl Lúðvíksson skrifar 31. ágúst 2014 10:26 Norðlingafljót hefur verið vel sótt undanfarin ár enda er áin sérstaklega skemmtileg að veiða og hentar vel fyrir byrjandur sem og lengra komna. Það hafa ekki borist margar fréttir úr ánni í sumar en við vorum að fá skemmtilegt skeyti frá Kristjáni staðarhaldara og samkvæmt því hefur greinilega verið gaman við ánna síðustu daga. Fjögurra stanga holl var við veiðar í Norðlingafljóti seinni vaktina mánudaginn 25. ágúst og fram eftir degi þriðjudaginn 26. ágúst. Farið var hratt yfir svæðin og allir merktir veiðistaðir skoðaðir að þeim allra neðstu frátöldum. Athygli vakti hversu dreifður fiskurinn var, t.d. fékkst 11 punda hrygna og sæmilegur urriði á efsta veiðistað nr.75, Bjarnafoss. Það er skemmst frá því að segja að aflabrögð komu veiðimönnum verulega á óvart, sérstaklega miðað við ganginn í mörgum ám landsins þetta árið. Á þessum tæplega þremur vöktum fengu fjórir veiðimenn 16 laxa og 17 urriða, flestum fiskunum var sleppt. Laxarnir fengust frá veiðistað 14 (efsti staður neðan brúar) og upp í veiðistað 75 en mest af urriðanum frá veiðistað 43 (neðst í gljúfrinu) og upp í veiðistað 75. Stangveiði Mest lesið Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Veiði Veiðimaðurinn kominn út Veiði Helgin var góð í Ytri Rangá Veiði Stækkandi bleikjur í Eyjafjarðará Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Rjúpnaveiðar með sama sniði og í fyrra Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Risaganga í Hrútafjarðará - vatn í sögulegu lágmarki Veiði
Norðlingafljót hefur verið vel sótt undanfarin ár enda er áin sérstaklega skemmtileg að veiða og hentar vel fyrir byrjandur sem og lengra komna. Það hafa ekki borist margar fréttir úr ánni í sumar en við vorum að fá skemmtilegt skeyti frá Kristjáni staðarhaldara og samkvæmt því hefur greinilega verið gaman við ánna síðustu daga. Fjögurra stanga holl var við veiðar í Norðlingafljóti seinni vaktina mánudaginn 25. ágúst og fram eftir degi þriðjudaginn 26. ágúst. Farið var hratt yfir svæðin og allir merktir veiðistaðir skoðaðir að þeim allra neðstu frátöldum. Athygli vakti hversu dreifður fiskurinn var, t.d. fékkst 11 punda hrygna og sæmilegur urriði á efsta veiðistað nr.75, Bjarnafoss. Það er skemmst frá því að segja að aflabrögð komu veiðimönnum verulega á óvart, sérstaklega miðað við ganginn í mörgum ám landsins þetta árið. Á þessum tæplega þremur vöktum fengu fjórir veiðimenn 16 laxa og 17 urriða, flestum fiskunum var sleppt. Laxarnir fengust frá veiðistað 14 (efsti staður neðan brúar) og upp í veiðistað 75 en mest af urriðanum frá veiðistað 43 (neðst í gljúfrinu) og upp í veiðistað 75.
Stangveiði Mest lesið Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Veiði Veiðimaðurinn kominn út Veiði Helgin var góð í Ytri Rangá Veiði Stækkandi bleikjur í Eyjafjarðará Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Rjúpnaveiðar með sama sniði og í fyrra Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Risaganga í Hrútafjarðará - vatn í sögulegu lágmarki Veiði