Shingo Fuji í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. ágúst 2014 13:30 Fujii leikur verk eftir Sor, Tárrega, Granados, Brouwer og Takemitsu á tónleikunum í kvöld. Á gítartónleikum Japanans Shingo Fujii í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld sem hefjast klukkan 20, leikur hann verk eftir Sor, Tárrega, Granados, Brouwer og Takemitsu. Fujii er gestur Listaháskóla Íslands í þessari viku og eru þrír viðburðir haldnir í tengslum við heimsókn hans sem allir eru opnir almenningi. Fyrir utan tónleikana í Þjóðmenningarhúsinu er það fyrirlestur á morgun, 27. ágúst klukkan 16.15 í Sölvhóli, tónleikasal LHÍ, Sölvhólsgötu 13 sem nefnist Japönsk samtímaverk fyrir gítar. Þar varpar Fujii ljósi á það hvernig japönsk samtímatónskáld hafa skrifað fyrir klassíska gítarinn, en hljóðfærið hefur átt sérlega miklum vinsældum að fagna þar í landi í áratugi. Sérstök áhersla verður lögð á verk meistarans Toru Takemitsu (1930-1996), eins helsta tónskálds Japana á 20. öld, en jafnframt mun Fujii kynna eigin verk fyrir gítar. Master Class námskeið verður svo í Sölvhóli klukkan 19 á morgun. Þar koma nemendur LHÍ fram og fleiri. Shingo Fujii er einn af leiðandi gítarleikurum og gítartónskáldum Japans í dag. Hann lærði á gítar frá tíu ára aldri en hóf síðar nám undir handleiðslu Ichiro Okamoto. Að loknu burtfararprófi frá háskólanum í Kyoto fluttist hann til Spánar þar sem hann stundaði nám hjá José Luis González, José Tomás og David Russell. Fujii hlaut 1. verðlaun í Young Guitarist Competition í Osaka árið 1978 og Diploma frá Royal College of Music í London (A.R.C.M.) Þá voru honum veitt Luis Coleman verðlaunin í Santiago de Compostela á Spáni árið 1986. Fujii vakti mikla athygli sem tónskáld þegar gítarkonsert hans, Concierto de Los Angeles, var frumfluttur í Kyoto árið 2006 af bandaríska gítarleikaranum William Kanengizer. Í kjölfarið var Fujii boðið að stjórna frumflutningi á verkinu í Bandaríkjunum en síðan hefur William Kanengizer leikið verkið með hljómsveitum á fjölda tónleika í Bandaríkjunum, í Beijing og Shanghai í Kína. Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Aron Can og Erna elska eldhúsbúrið Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
Á gítartónleikum Japanans Shingo Fujii í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld sem hefjast klukkan 20, leikur hann verk eftir Sor, Tárrega, Granados, Brouwer og Takemitsu. Fujii er gestur Listaháskóla Íslands í þessari viku og eru þrír viðburðir haldnir í tengslum við heimsókn hans sem allir eru opnir almenningi. Fyrir utan tónleikana í Þjóðmenningarhúsinu er það fyrirlestur á morgun, 27. ágúst klukkan 16.15 í Sölvhóli, tónleikasal LHÍ, Sölvhólsgötu 13 sem nefnist Japönsk samtímaverk fyrir gítar. Þar varpar Fujii ljósi á það hvernig japönsk samtímatónskáld hafa skrifað fyrir klassíska gítarinn, en hljóðfærið hefur átt sérlega miklum vinsældum að fagna þar í landi í áratugi. Sérstök áhersla verður lögð á verk meistarans Toru Takemitsu (1930-1996), eins helsta tónskálds Japana á 20. öld, en jafnframt mun Fujii kynna eigin verk fyrir gítar. Master Class námskeið verður svo í Sölvhóli klukkan 19 á morgun. Þar koma nemendur LHÍ fram og fleiri. Shingo Fujii er einn af leiðandi gítarleikurum og gítartónskáldum Japans í dag. Hann lærði á gítar frá tíu ára aldri en hóf síðar nám undir handleiðslu Ichiro Okamoto. Að loknu burtfararprófi frá háskólanum í Kyoto fluttist hann til Spánar þar sem hann stundaði nám hjá José Luis González, José Tomás og David Russell. Fujii hlaut 1. verðlaun í Young Guitarist Competition í Osaka árið 1978 og Diploma frá Royal College of Music í London (A.R.C.M.) Þá voru honum veitt Luis Coleman verðlaunin í Santiago de Compostela á Spáni árið 1986. Fujii vakti mikla athygli sem tónskáld þegar gítarkonsert hans, Concierto de Los Angeles, var frumfluttur í Kyoto árið 2006 af bandaríska gítarleikaranum William Kanengizer. Í kjölfarið var Fujii boðið að stjórna frumflutningi á verkinu í Bandaríkjunum en síðan hefur William Kanengizer leikið verkið með hljómsveitum á fjölda tónleika í Bandaríkjunum, í Beijing og Shanghai í Kína.
Menning Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Aron Can og Erna elska eldhúsbúrið Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira