Hanna Birna tjáði þinginu í júní að hún vissi ekkert um rannsóknina Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. ágúst 2014 11:16 Stefán segir Hönnu Birnu hafa spurt margra spurninga á meðan rannsókninni stóð. „Virðulegur forseti. Ég ítreka það sem ég hef áður sagt um þetta mál. Ég veit ekki hvernig það er til komið, ég veit ekki hversu oft ég á að segja það. Ég þekki ekki þessa rannsókn, mér er ekki kunnugt um hana og það væri óeðlilegt að ég þekkti einstaka þætti hennar.“Þetta sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir í ræðustól Alþingis þann 18. júní síðastliðinn. Þetta var svar við fyrirspurn Valgerðar Bjarnadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, og Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, um lögreglurannsókn lekamálsins, svokallaða. Hér að neðan má sjá ræðu Hönnu Birnu, þann 18. júní:Stéfan segir annað Orð Hönnu Birnu í þinginu eru ekki í samræmi við þær upplýsingar sem koma fram í bréfi umboðsmanns Alþingis til Hönnu Birnu, sem var birt á heimasíðu embættisins í gær. Í bréfinu er vitnað í Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Í bréfinu kemur fram að Hanna Birna hafi staðfest að hún hafi fundað með Stefáni þann 18. mars og segir Stefán: „þetta mál [rannsóknin] hefur án efa borið þar á góma með einhverjum hætti.“ Í bréfinu er svo vitnað í frekari upprifjun Stefáns Eiríkssonar á samskiptum sínum við innanríkisráðherra:„Síðan koma í kjölfarið, þetta er í mars, í apríl, í maí … einhver fleiri símtöl. Ég man ekki hvað þau voru mörg, eitt, tvö, þrjú, ýmist þannig að hún hringir í mig beint eða ég fæ sms með orðunum „Getur þú hringt?“ og ég hringi þá bara til baka og þá er hún með ýmsar spurningar. Og það kom iðulega upp, annaðhvort í tengslum við einhverjar rannsóknaraðgerðir lögreglu – einhverju sinni var gerð athugasemd við það þegar lögreglumenn mættu í ráðuneytið án þess að gera boð á undan sér – en svo var þetta mikið í tengslum við það þegar dómur Hæstaréttar birtist í málinu, í bæði fyrra og seinna skiptið,“ segir Stefán og heldur áfram:„Í einu af þeim samtölum þá er hún mjög ósátt við framgöngu lögreglu og rannsóknir og annað í þeim dúr, og ég tek bara við því, en hringir svo í mig aftur og óskar eftir að fá að hitta mig bara svona í þeim tilgangi - það var þá á laugardegi sem hún bað mig um að koma og hitta sig … til þess að undirstrika það að hún sé ekki að reyna að hafa nein áhrif á rannsókn málsins eða annað heldur sé bara að leita eftir svörum við spurningum. Og ég held að hún hafi upplifað það þannig að hún hafi farið yfir strikið, já a.m.k. faglega og líklega bara svona í persónulegum samskiptum, og viljað einhvern veginn slétta það út. Við áttum þarna örugglega klukkutímafund í ráðuneytinu þar sem ég var eiginlega að svara sömu spunringum og gjarnan áður í tengslum við þetta.“Stefán Eiríksson.Vísir/ValliHafði samband við ríkissaksóknara Eins og kemur fram í bréfinu tjáði Stefán umboðsmanni Alþingis að hann hafi velt því fyrir sér hvað hann ætti að gera vegna allra þessara spurninga. Stefán taldi sumar þeirra vera þess eðlis að hann hafi þurft að afla upplýsinga um rannsóknina. Þess vegna hafi hann haft samband við Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara. Hann gerði Sigríði grein fyrir því að hann hefði fengið „símtöl frá ráðherra þar sem hún var að gera athugasemdir við ýmsa þætti í rannsókninni og spyrja margvíslegra spurninga og teldi að rannsóknin væri of ítarleg og óskaði eftir upplýsingum um meðferð trúnaðargagna og annað í þeim dúr og líka það, og ég kom því á framfæri við ríkissaksóknara að hún hefði sagt í þessu samtali við mig að þegar þessu máli yrði lokið þá væri það alveg ljóst í hennar huga að það þyrfti að rannasaka rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara“. Stefán segist sérstaklega hafa haft samband við ríkissaksóknara vegna þess að Hanna Birna vildi að rannsóknin yrði rannsökuð:„Ja, þessar athugasemdir hennar um að allt of langt væri gengið og verið væri að afla alls kyns gagna og setja fram með einhverjum sérkennilegum hætti ýmsa hluti og annað í þeim dúr. Ekki síst út af þessari athugasemd þá hafði ég samband við ríkissaksóknara.“Í viðtali í gær Hanna Birna var í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagði hún meðal annars:„Menn eru að ræða um samskipti mín við Stefán, Stefán er fullorðinn maður og hann er lögreglustjóri í Reykjavík. Við ræddum það margsinnis hvernig við ættum að hafa þetta. Stefán ávarpaði það aldrei við mig að þetta væri fyrir honum með einhverjum hætti óeðlilegt. Miklu frekar lögðum við áherslu á það að vinna þetta svona, einmitt vegna þess að ég sem ráðherra bý yfir mjög margþættum trúnaðarupplýsingum, ekki bara um einn hælisleitanda, heldur um allt samfélagið.“Í viðtalinu gagnrýndi Hanna Birna einnig vinnubrögð umboðsmanns Alþingis: „Það liggur líka fyrir að umboðsmaður kýs í fyrsta skipti að kalla menn til yfirheyrslu og birta það opinberlega án þess að gefa mönnum andmælarétt. Hann talaði aldrei við mig um málið.“ Alþingi Lekamálið Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
„Virðulegur forseti. Ég ítreka það sem ég hef áður sagt um þetta mál. Ég veit ekki hvernig það er til komið, ég veit ekki hversu oft ég á að segja það. Ég þekki ekki þessa rannsókn, mér er ekki kunnugt um hana og það væri óeðlilegt að ég þekkti einstaka þætti hennar.“Þetta sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir í ræðustól Alþingis þann 18. júní síðastliðinn. Þetta var svar við fyrirspurn Valgerðar Bjarnadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, og Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, um lögreglurannsókn lekamálsins, svokallaða. Hér að neðan má sjá ræðu Hönnu Birnu, þann 18. júní:Stéfan segir annað Orð Hönnu Birnu í þinginu eru ekki í samræmi við þær upplýsingar sem koma fram í bréfi umboðsmanns Alþingis til Hönnu Birnu, sem var birt á heimasíðu embættisins í gær. Í bréfinu er vitnað í Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Í bréfinu kemur fram að Hanna Birna hafi staðfest að hún hafi fundað með Stefáni þann 18. mars og segir Stefán: „þetta mál [rannsóknin] hefur án efa borið þar á góma með einhverjum hætti.“ Í bréfinu er svo vitnað í frekari upprifjun Stefáns Eiríkssonar á samskiptum sínum við innanríkisráðherra:„Síðan koma í kjölfarið, þetta er í mars, í apríl, í maí … einhver fleiri símtöl. Ég man ekki hvað þau voru mörg, eitt, tvö, þrjú, ýmist þannig að hún hringir í mig beint eða ég fæ sms með orðunum „Getur þú hringt?“ og ég hringi þá bara til baka og þá er hún með ýmsar spurningar. Og það kom iðulega upp, annaðhvort í tengslum við einhverjar rannsóknaraðgerðir lögreglu – einhverju sinni var gerð athugasemd við það þegar lögreglumenn mættu í ráðuneytið án þess að gera boð á undan sér – en svo var þetta mikið í tengslum við það þegar dómur Hæstaréttar birtist í málinu, í bæði fyrra og seinna skiptið,“ segir Stefán og heldur áfram:„Í einu af þeim samtölum þá er hún mjög ósátt við framgöngu lögreglu og rannsóknir og annað í þeim dúr, og ég tek bara við því, en hringir svo í mig aftur og óskar eftir að fá að hitta mig bara svona í þeim tilgangi - það var þá á laugardegi sem hún bað mig um að koma og hitta sig … til þess að undirstrika það að hún sé ekki að reyna að hafa nein áhrif á rannsókn málsins eða annað heldur sé bara að leita eftir svörum við spurningum. Og ég held að hún hafi upplifað það þannig að hún hafi farið yfir strikið, já a.m.k. faglega og líklega bara svona í persónulegum samskiptum, og viljað einhvern veginn slétta það út. Við áttum þarna örugglega klukkutímafund í ráðuneytinu þar sem ég var eiginlega að svara sömu spunringum og gjarnan áður í tengslum við þetta.“Stefán Eiríksson.Vísir/ValliHafði samband við ríkissaksóknara Eins og kemur fram í bréfinu tjáði Stefán umboðsmanni Alþingis að hann hafi velt því fyrir sér hvað hann ætti að gera vegna allra þessara spurninga. Stefán taldi sumar þeirra vera þess eðlis að hann hafi þurft að afla upplýsinga um rannsóknina. Þess vegna hafi hann haft samband við Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara. Hann gerði Sigríði grein fyrir því að hann hefði fengið „símtöl frá ráðherra þar sem hún var að gera athugasemdir við ýmsa þætti í rannsókninni og spyrja margvíslegra spurninga og teldi að rannsóknin væri of ítarleg og óskaði eftir upplýsingum um meðferð trúnaðargagna og annað í þeim dúr og líka það, og ég kom því á framfæri við ríkissaksóknara að hún hefði sagt í þessu samtali við mig að þegar þessu máli yrði lokið þá væri það alveg ljóst í hennar huga að það þyrfti að rannasaka rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara“. Stefán segist sérstaklega hafa haft samband við ríkissaksóknara vegna þess að Hanna Birna vildi að rannsóknin yrði rannsökuð:„Ja, þessar athugasemdir hennar um að allt of langt væri gengið og verið væri að afla alls kyns gagna og setja fram með einhverjum sérkennilegum hætti ýmsa hluti og annað í þeim dúr. Ekki síst út af þessari athugasemd þá hafði ég samband við ríkissaksóknara.“Í viðtali í gær Hanna Birna var í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagði hún meðal annars:„Menn eru að ræða um samskipti mín við Stefán, Stefán er fullorðinn maður og hann er lögreglustjóri í Reykjavík. Við ræddum það margsinnis hvernig við ættum að hafa þetta. Stefán ávarpaði það aldrei við mig að þetta væri fyrir honum með einhverjum hætti óeðlilegt. Miklu frekar lögðum við áherslu á það að vinna þetta svona, einmitt vegna þess að ég sem ráðherra bý yfir mjög margþættum trúnaðarupplýsingum, ekki bara um einn hælisleitanda, heldur um allt samfélagið.“Í viðtalinu gagnrýndi Hanna Birna einnig vinnubrögð umboðsmanns Alþingis: „Það liggur líka fyrir að umboðsmaður kýs í fyrsta skipti að kalla menn til yfirheyrslu og birta það opinberlega án þess að gefa mönnum andmælarétt. Hann talaði aldrei við mig um málið.“
Alþingi Lekamálið Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira