Laxá á Ásum er besta á sumarsins Karl Lúðvíksson skrifar 10. ágúst 2014 09:29 Það er ekki hægt að hafa önnur orð um veiðina í Laxá á Ásum en að hún sé búin að vera hreint út sagt frábær í sumar. Áin fer líklega í 1000 laxa eða nálægt því miðað við hvað veiðin hefur verið góð og það aðeins á tvær stangir. Það er engin önnur á sem nær þessari meðalveiði svo Laxá er nokkuð augljóslega toppáin í sumar. Auknar smálaxagöngur í ánna hafa haldið veiðinni á flottu rólu en síðan hefur hver stórlaxinn á fætur öðrum komið á flugur veiðimanna. Langhylur hefur gefið nokkra af þessum stóru og þar sjást fleiri sem hafa ekki tekið agn veiðimanna. Miðað við hversu illa gengur í mörgum ám er þessi litla á við útjaðar Blönduás sannkallað ljós í myrkri þessa veiðisumars. Á meðfylgjandi myndum sjást þessir stórlaxar sem hafa komið upp úr Ásunum síðustu daga og eru þessar myndir af Fésbókarsíðu leigutakans Salmon Tails. Erlendur veiðimaður sem hefur veitt ánna af og til í mörg ár kallar hana ekki annað en "Laxá of Aces" vegna góðrar veiði í henni, spurning hvort það festist í sessi? Stangveiði Mest lesið Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði
Það er ekki hægt að hafa önnur orð um veiðina í Laxá á Ásum en að hún sé búin að vera hreint út sagt frábær í sumar. Áin fer líklega í 1000 laxa eða nálægt því miðað við hvað veiðin hefur verið góð og það aðeins á tvær stangir. Það er engin önnur á sem nær þessari meðalveiði svo Laxá er nokkuð augljóslega toppáin í sumar. Auknar smálaxagöngur í ánna hafa haldið veiðinni á flottu rólu en síðan hefur hver stórlaxinn á fætur öðrum komið á flugur veiðimanna. Langhylur hefur gefið nokkra af þessum stóru og þar sjást fleiri sem hafa ekki tekið agn veiðimanna. Miðað við hversu illa gengur í mörgum ám er þessi litla á við útjaðar Blönduás sannkallað ljós í myrkri þessa veiðisumars. Á meðfylgjandi myndum sjást þessir stórlaxar sem hafa komið upp úr Ásunum síðustu daga og eru þessar myndir af Fésbókarsíðu leigutakans Salmon Tails. Erlendur veiðimaður sem hefur veitt ánna af og til í mörg ár kallar hana ekki annað en "Laxá of Aces" vegna góðrar veiði í henni, spurning hvort það festist í sessi?
Stangveiði Mest lesið Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði