Frábært lokakvöld á vel heppnaðri Act Alone Ólöf Skaftadóttir skrifar 10. ágúst 2014 21:45 Arnar Jónsson Vísir/Ágúst G. Atlason Einleikjahátiðinni Act Alone lauk í hádeginu með einsöngstónleikum Bjarna Ara í félagsheimilinu á Suðureyri. Hápunktur hátíðarinnar var Sveinsstykki Þorvalds Þorsteinssonar heitins, með Arnari Jónssyni í aðalhlutverki, en verkinu leikstýrði eiginkona Arnars Þórhildur Þorleifsdóttir. Verkið stendur fjölskyldu Arnars og Þórhildar nærri, en Þorleifur Örn, sonur þeirra hjóna, pantaði verkið af Þorvaldi fyrir sextugsafmæli föður síns. Þremur vikum eftir að verkið var pantað hringdi Þorvaldur í Þorleif og sagðist ekkert almennilegt geta gert fyrir stórleikarann, og hann væri með ritstíflu. Þorleifur útskýrði þá fyrir Þorvaldi að verkið þyrfti ekki að vera neitt stórvirki. Nokkru síðar fæddist Sveinn, aðalpersóna Sveinsstykkis. Verkið er sannarlega vel samið, þótt látlaust sé og eldist mjög vel. Arnar átti sannkallaðan stórleik í félagsheimilinu á Suðureyri.Benedikt Karl GröndalVísir/Ágúst G. AtlasonÞá var einleikurinn Múrsteinn sýndur í Þurrkverinu í gærkvöldi. Í aðalhlutverki var Benedikt Karl Gröndal, sem lék á móti múrsteini og fórst það hreint ágætlega úr hendi. Leikstjóri verksins er Árni Kristjánsson, sem er á leið til Bretlands í frekar nám. Það verður spennandi að fylgjast með Árna á komandi árum. Villi Naglbítur sá um að skemmta börnum og foreldrum og komst nokkuð vel frá því. Verkefnaval hátíðarinnar var æði fjölbreytt og Elfari Loga Hannessyni, skipuleggjanda hátíðarinnar, tókst vel til, jafnvel betur en undanfarin ár. Samblandan á Act Alone af myndlist, gjörningalist, bókmenntum og einleikjum hélt gestum hátíðarinnar uppteknum og ánægðum allan tímann. Menning Tengdar fréttir Act Alone betri en nokkru sinni fyrr Einleikjahátíðin Act Alone er nú í fullum gangi á Suðureyri við Súgandafjörð. 9. ágúst 2014 14:13 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Einleikjahátiðinni Act Alone lauk í hádeginu með einsöngstónleikum Bjarna Ara í félagsheimilinu á Suðureyri. Hápunktur hátíðarinnar var Sveinsstykki Þorvalds Þorsteinssonar heitins, með Arnari Jónssyni í aðalhlutverki, en verkinu leikstýrði eiginkona Arnars Þórhildur Þorleifsdóttir. Verkið stendur fjölskyldu Arnars og Þórhildar nærri, en Þorleifur Örn, sonur þeirra hjóna, pantaði verkið af Þorvaldi fyrir sextugsafmæli föður síns. Þremur vikum eftir að verkið var pantað hringdi Þorvaldur í Þorleif og sagðist ekkert almennilegt geta gert fyrir stórleikarann, og hann væri með ritstíflu. Þorleifur útskýrði þá fyrir Þorvaldi að verkið þyrfti ekki að vera neitt stórvirki. Nokkru síðar fæddist Sveinn, aðalpersóna Sveinsstykkis. Verkið er sannarlega vel samið, þótt látlaust sé og eldist mjög vel. Arnar átti sannkallaðan stórleik í félagsheimilinu á Suðureyri.Benedikt Karl GröndalVísir/Ágúst G. AtlasonÞá var einleikurinn Múrsteinn sýndur í Þurrkverinu í gærkvöldi. Í aðalhlutverki var Benedikt Karl Gröndal, sem lék á móti múrsteini og fórst það hreint ágætlega úr hendi. Leikstjóri verksins er Árni Kristjánsson, sem er á leið til Bretlands í frekar nám. Það verður spennandi að fylgjast með Árna á komandi árum. Villi Naglbítur sá um að skemmta börnum og foreldrum og komst nokkuð vel frá því. Verkefnaval hátíðarinnar var æði fjölbreytt og Elfari Loga Hannessyni, skipuleggjanda hátíðarinnar, tókst vel til, jafnvel betur en undanfarin ár. Samblandan á Act Alone af myndlist, gjörningalist, bókmenntum og einleikjum hélt gestum hátíðarinnar uppteknum og ánægðum allan tímann.
Menning Tengdar fréttir Act Alone betri en nokkru sinni fyrr Einleikjahátíðin Act Alone er nú í fullum gangi á Suðureyri við Súgandafjörð. 9. ágúst 2014 14:13 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Act Alone betri en nokkru sinni fyrr Einleikjahátíðin Act Alone er nú í fullum gangi á Suðureyri við Súgandafjörð. 9. ágúst 2014 14:13