Stórlax á hitch úr Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 12. ágúst 2014 11:10 Brúnn Bomber Það hefur alltaf verið sagt að eina leiðin til að veiða vel í Ytri Rangá sé að nota þungar túpur, sökktauma og veiða djúpt en annað er nú að koma í ljós. Erlendir veiðimenn sem sækja ánna heim eru margir hverjir að nota bara flotlínu og veiða ekkert síður en hinir sem veiða á þungu túpurnar og gera það sem oft er kallað að "skrapa botninn". Nú nýlega veiddist meira að segja 90 sm fiskur á hitch í Hrafnatóftum og sá staður þykir nú ekki einn besti staðurinn í ánni til að hitcha. Fleiri laxar hafa gefið sig með þessari aðferð og núna þegar sólardagar eru í vændum getur þessi aðferð oft verið betri en annað. Staðir sem þykja henta afskaplega vel í Ytri til að hitcha eru t.d. Djúpós, Rangárflúðir, Hellisey, Tjarnarbreiða og svo sérstaklega Klöpp en sá staður er eins og hannaður fyrir hitch. Straumurinn er nógu hraður og þungur til að gefa flugunni fallega yfirferð yfir tökustaðinn sem oft er ansi nærri landi og þegar laxinn tekur þarna fer hann annað hvort upp á fossbreiðuna eða niður í víkina fyrir neðan klöppina. Hvprt heldur sem er þá fær fiskurinn gott rými og fínan straum til að gera viðureignina skemmtilega fyrir veiðimanninn. Annað sem má líka benda mönnum á sem eru á leið í Ytri Rangá á næstunni er að minnka flugurnar, án gríns þá er það oft bara betra. Og ekki gleyma að prófa Bomber. Þú átt aldrei eftir að gleyma því að setja í lax á eina slíka! Stangveiði Mest lesið Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Flottir urriðar úr Kleifarvatni Veiði Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði 101 sm sjóbirtingur úr Húseyjakvísl Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði
Það hefur alltaf verið sagt að eina leiðin til að veiða vel í Ytri Rangá sé að nota þungar túpur, sökktauma og veiða djúpt en annað er nú að koma í ljós. Erlendir veiðimenn sem sækja ánna heim eru margir hverjir að nota bara flotlínu og veiða ekkert síður en hinir sem veiða á þungu túpurnar og gera það sem oft er kallað að "skrapa botninn". Nú nýlega veiddist meira að segja 90 sm fiskur á hitch í Hrafnatóftum og sá staður þykir nú ekki einn besti staðurinn í ánni til að hitcha. Fleiri laxar hafa gefið sig með þessari aðferð og núna þegar sólardagar eru í vændum getur þessi aðferð oft verið betri en annað. Staðir sem þykja henta afskaplega vel í Ytri til að hitcha eru t.d. Djúpós, Rangárflúðir, Hellisey, Tjarnarbreiða og svo sérstaklega Klöpp en sá staður er eins og hannaður fyrir hitch. Straumurinn er nógu hraður og þungur til að gefa flugunni fallega yfirferð yfir tökustaðinn sem oft er ansi nærri landi og þegar laxinn tekur þarna fer hann annað hvort upp á fossbreiðuna eða niður í víkina fyrir neðan klöppina. Hvprt heldur sem er þá fær fiskurinn gott rými og fínan straum til að gera viðureignina skemmtilega fyrir veiðimanninn. Annað sem má líka benda mönnum á sem eru á leið í Ytri Rangá á næstunni er að minnka flugurnar, án gríns þá er það oft bara betra. Og ekki gleyma að prófa Bomber. Þú átt aldrei eftir að gleyma því að setja í lax á eina slíka!
Stangveiði Mest lesið Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Flottir urriðar úr Kleifarvatni Veiði Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði 101 sm sjóbirtingur úr Húseyjakvísl Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði