Eystri Rangá komin í 1520 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 12. ágúst 2014 11:20 Það hafa margir stórlaxarnir verið dregnir á land úr Eystri Rangá í sumar Veiðin heldur áfram að vera með besta móti í Eystri Rangá þetta sumarið og miðað við að Blanda fari að detta á yfirfall verður toppslagurinn milli Rangánna þetta sumarið. Það eru litlar líkur á að það verði aðrar ár sem takist á um toppsætið yfir aflahæstu ár landsins en eftir að veiðin í Ytri Rangá fór í gang er veiðin í henni orðinn mjög góð en í báðum Rangánum koma nú 40-60 laxar á dag á hverjum degi svo vikutölurnar í þeim eru ansi fljótar að hækka. Eystri Rangá stendur í 1520 löxum og verður komin yfir 2000 laxa vel fyrir mánaðarmót með þessu áframhaldi og líklega sú Ytri líka. Haustveiðin í þeim báðum getur verið sérstaklega drjúg þegar hóparnir af innlendurm veiðimönnum sem þekkja þeir vel mæta í sína árlegu túra. Nú er eingöngu veitt á flugu í Ytri en maðkveiði verður leyfð í september og þá er nokkuð ljóst að 100 laxa dagar gætu dottið í veiðibókina. Nýjar tölur koma frá Landssambandi Veiðifélaga á morgun og það verður spennandi að sjá hvernig vikuveiðin hefur þróast og vonandi hafa orðið einhver uppgrip í rólegri ánum. Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Góð uppskrift að bleikju Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði Gæs marineruð í jólabjór eða malti Veiði Góðar göngur í árnar á Vesturlandi Veiði Fjólmennt við Þingvallavatn í dag Veiði Rjúpnaveiðin byrjar á morgun Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Fölsuðu tölur um laxalús Veiði
Veiðin heldur áfram að vera með besta móti í Eystri Rangá þetta sumarið og miðað við að Blanda fari að detta á yfirfall verður toppslagurinn milli Rangánna þetta sumarið. Það eru litlar líkur á að það verði aðrar ár sem takist á um toppsætið yfir aflahæstu ár landsins en eftir að veiðin í Ytri Rangá fór í gang er veiðin í henni orðinn mjög góð en í báðum Rangánum koma nú 40-60 laxar á dag á hverjum degi svo vikutölurnar í þeim eru ansi fljótar að hækka. Eystri Rangá stendur í 1520 löxum og verður komin yfir 2000 laxa vel fyrir mánaðarmót með þessu áframhaldi og líklega sú Ytri líka. Haustveiðin í þeim báðum getur verið sérstaklega drjúg þegar hóparnir af innlendurm veiðimönnum sem þekkja þeir vel mæta í sína árlegu túra. Nú er eingöngu veitt á flugu í Ytri en maðkveiði verður leyfð í september og þá er nokkuð ljóst að 100 laxa dagar gætu dottið í veiðibókina. Nýjar tölur koma frá Landssambandi Veiðifélaga á morgun og það verður spennandi að sjá hvernig vikuveiðin hefur þróast og vonandi hafa orðið einhver uppgrip í rólegri ánum.
Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Góð uppskrift að bleikju Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði Gæs marineruð í jólabjór eða malti Veiði Góðar göngur í árnar á Vesturlandi Veiði Fjólmennt við Þingvallavatn í dag Veiði Rjúpnaveiðin byrjar á morgun Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Fölsuðu tölur um laxalús Veiði