Ekki lent í úlfahjörð ennþá Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2014 15:06 Aníta hefur farið 800 af þúsund kílómetra leið. Mynd af Facebooksíðu Anítu. ,,Þetta er búið að vera mjög erfitt en ég er alla vega heil og ekki enn dottið af baki. Þetta er gríðarleg keyrsla og ég er orðin mjög þreytt. Nú er bara markmiðið að klára keppnina og það ætla ég mér að gera.“ Þetta segir Aníta Margrét Aradóttir, sem keppir nú í þúsund kílómetra langri kappreið í Mongólíu. Keppt er á lítið eða ekkert tömdum mongólskum hestum. Mongólskir hestar eiga það sameiginlegt með þeim íslensku að vera álitnir smávaxnir. Umrædd hestategund er talin lítið sem ekkert breytt frá dögum Gengis Khan. Þá eru fleiri hestar í Mongólíu eru en fólk. Hún segist vera orðin þreytt en mun halda kappreiðinni áfram. Viðtal við Anítu var birt á Facebook síðu hennar. „Mig er farið að dreyma um rúm, góðan mat og sturtu. Ég hef bara náð að baða mig tvisvar í ám á leiðinni og það verður yndislegt að komast í sturtu.“ Aníta er nú komin í búðir 23 og hefur lokið um 800 kílómetrum af keppninngi, sem heitir Mongo Derby. Fyrstu sex dagana var hún framarlega í keppninni en Aníta lenti í ógöngum í gær þegar hún fór úr búðum 19 og ruglaðist á GPS tækinu. ,,Þetta var bölvað klúður hjá mér. Ég fór af stað úr búðum 1 ásamt tveimur konum en hestur annarrar þeirra ofþornaðist og þær þurftu að stoppa. Keppnisskapið varð til þess að ég ætlaði að halda ein áfram en bjóst við að þær myndu ná mér því þær eru báðar mjög öflugar. Ég var allt í einu orðin villt í æðislega fallegum dal og ákvað að bjalla eftir hjálp,“ segir Aníta. Um hálftíma seinna kom jeppi með læknum og hjálparliði til hennar þar sem þeir héldu að hún hefði slasast eða veikst. Aníta fékk refsingu fyrir að villast af leið og dómarar vísuðu henni aftur í búðirnar, en þar ákvað hún að bíða eftir fleiri keppendum. „Þetta varð til þess að ég féll talsvert mikið aftur úr en það verður bara að hafa það. Ég ákvað að bíða eftir fleiri keppendum því ég treysti mér ekki ein út á slétturnar aftur. Ég ákvað því að vera í hópi með bresku lífvörðunum í dag. Þeir eru mjög fínir og ef Elísabet Englandsdrottning treystir þeim fyrir lífi sínu þá hlýt ég að geta gert það líka,“ segir hún. Aníta segist aldrei hafa dottið af baki og hún hafi sloppið mjög vel. „Ég hef sem betur fer ekki lent í neinum hættum nema að víst réðst einn af möngólsku varðhundunum að hestinum mínum sem skelfdist mjög en ég náði að halda mér á baki. Ég hef ekki lent í úlfahjörðum, alla vega ekki ennþá. Það hefur samt ýmislegt gengið á hjá öðrum keppendum.“ Þá segir hún að margir hafi veikst og aðrir hafi slasast, enda margir sem hafa dottið af baki. Einni konu var nærri því rænt af ribböldum út á sléttunni, en hún náði að bjarga sér og kalla eftir hjálp. Aníta hefur grennst töluvert, enda borðaði hún litið annað en harðfisk fyrstu þrjá dagana. Þá segist hún vera mjög þreytt. „Það eru rétt um 200 kílómetrar eftir og ég er staðráðin í að klára þessa kappreið.“ Post by 1000km á villtum hestum í Mongoliu. Hestar Tengdar fréttir Fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby Aníta Margrét Aradóttir mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. 6. ágúst 2014 10:29 Aníta í 12. til 17. sæti í Mongólíu Um er að ræða þúsund kílómetra langa kappreið á lítið sem ekkert tömdum mongólskum villihestum. 8. ágúst 2014 21:43 Aníta komin í tíunda sæti Aníta fór 100 kílómetra á annarri dagleið í gær og gengur vel. 8. ágúst 2014 11:09 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
,,Þetta er búið að vera mjög erfitt en ég er alla vega heil og ekki enn dottið af baki. Þetta er gríðarleg keyrsla og ég er orðin mjög þreytt. Nú er bara markmiðið að klára keppnina og það ætla ég mér að gera.“ Þetta segir Aníta Margrét Aradóttir, sem keppir nú í þúsund kílómetra langri kappreið í Mongólíu. Keppt er á lítið eða ekkert tömdum mongólskum hestum. Mongólskir hestar eiga það sameiginlegt með þeim íslensku að vera álitnir smávaxnir. Umrædd hestategund er talin lítið sem ekkert breytt frá dögum Gengis Khan. Þá eru fleiri hestar í Mongólíu eru en fólk. Hún segist vera orðin þreytt en mun halda kappreiðinni áfram. Viðtal við Anítu var birt á Facebook síðu hennar. „Mig er farið að dreyma um rúm, góðan mat og sturtu. Ég hef bara náð að baða mig tvisvar í ám á leiðinni og það verður yndislegt að komast í sturtu.“ Aníta er nú komin í búðir 23 og hefur lokið um 800 kílómetrum af keppninngi, sem heitir Mongo Derby. Fyrstu sex dagana var hún framarlega í keppninni en Aníta lenti í ógöngum í gær þegar hún fór úr búðum 19 og ruglaðist á GPS tækinu. ,,Þetta var bölvað klúður hjá mér. Ég fór af stað úr búðum 1 ásamt tveimur konum en hestur annarrar þeirra ofþornaðist og þær þurftu að stoppa. Keppnisskapið varð til þess að ég ætlaði að halda ein áfram en bjóst við að þær myndu ná mér því þær eru báðar mjög öflugar. Ég var allt í einu orðin villt í æðislega fallegum dal og ákvað að bjalla eftir hjálp,“ segir Aníta. Um hálftíma seinna kom jeppi með læknum og hjálparliði til hennar þar sem þeir héldu að hún hefði slasast eða veikst. Aníta fékk refsingu fyrir að villast af leið og dómarar vísuðu henni aftur í búðirnar, en þar ákvað hún að bíða eftir fleiri keppendum. „Þetta varð til þess að ég féll talsvert mikið aftur úr en það verður bara að hafa það. Ég ákvað að bíða eftir fleiri keppendum því ég treysti mér ekki ein út á slétturnar aftur. Ég ákvað því að vera í hópi með bresku lífvörðunum í dag. Þeir eru mjög fínir og ef Elísabet Englandsdrottning treystir þeim fyrir lífi sínu þá hlýt ég að geta gert það líka,“ segir hún. Aníta segist aldrei hafa dottið af baki og hún hafi sloppið mjög vel. „Ég hef sem betur fer ekki lent í neinum hættum nema að víst réðst einn af möngólsku varðhundunum að hestinum mínum sem skelfdist mjög en ég náði að halda mér á baki. Ég hef ekki lent í úlfahjörðum, alla vega ekki ennþá. Það hefur samt ýmislegt gengið á hjá öðrum keppendum.“ Þá segir hún að margir hafi veikst og aðrir hafi slasast, enda margir sem hafa dottið af baki. Einni konu var nærri því rænt af ribböldum út á sléttunni, en hún náði að bjarga sér og kalla eftir hjálp. Aníta hefur grennst töluvert, enda borðaði hún litið annað en harðfisk fyrstu þrjá dagana. Þá segist hún vera mjög þreytt. „Það eru rétt um 200 kílómetrar eftir og ég er staðráðin í að klára þessa kappreið.“ Post by 1000km á villtum hestum í Mongoliu.
Hestar Tengdar fréttir Fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby Aníta Margrét Aradóttir mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. 6. ágúst 2014 10:29 Aníta í 12. til 17. sæti í Mongólíu Um er að ræða þúsund kílómetra langa kappreið á lítið sem ekkert tömdum mongólskum villihestum. 8. ágúst 2014 21:43 Aníta komin í tíunda sæti Aníta fór 100 kílómetra á annarri dagleið í gær og gengur vel. 8. ágúst 2014 11:09 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby Aníta Margrét Aradóttir mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. 6. ágúst 2014 10:29
Aníta í 12. til 17. sæti í Mongólíu Um er að ræða þúsund kílómetra langa kappreið á lítið sem ekkert tömdum mongólskum villihestum. 8. ágúst 2014 21:43
Aníta komin í tíunda sæti Aníta fór 100 kílómetra á annarri dagleið í gær og gengur vel. 8. ágúst 2014 11:09