Íslenski boltinn

Ísland upp um eitt sæti á FIFA-listanum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður.
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður. vísir/getty
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 46. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, en það fer upp um eitt sæti frá síðasta lista.

Ísland er í 28. sæti á Evrópulistanum, á milli Slóvaka og Svartfellinga, en Paragvæjar eru á eftir Íslandi á heimslistanum.

Aðeins ein breyting er á stöðu tíu efstu liðanna, en þar færist Spánn upp um eitt sæti og er nú með Brasilíu í sjöunda sæti.

Þýskaland er í efsta sæti og þar á eftir koma Argentína, Holland, Kólumbía, Belgía, Úrúgvæ, Spánn, Brasilía, Sviss og Frakkland.

Bandaríkin fara niður um þrjú sæti og eru í 18. sæti, en England er í 20. sæti og stendur í stað.

Hér má sjá allan listann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×