Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Karl Lúðvíksson skrifar 18. ágúst 2014 13:25 Andri Guðmundsson með 105 sm lax úr Höfðahyl í Laxá Það er ótrúlegt að heyra meðalþyngdina í Laxá í Aðaldal á þessu ári en hver stórlaxinn á fætur öðrum hefur verið dreginn á þurrt þar í sumar. Í fyrradag brá svo við að ein stöngin sem var við veiðar á Nessvæðinu landaði þremur löxum í yfirstærð en þeir voru 105, 100 og 88 sm. Mikið af stórum laxi sést víða í ánni og hefur takan verið með afbrigðum góð suma dagana. Tískuflugan þar nyrðra í sumar virðist vera flugan Metalika sem margir þekkja en hún þykir sérstaklega gjöful hnýtt á frekar stóra einkrækju og "strippuð" hratt eftir yfirborðinu. Tökurnar verða oft harkalegar og oftar en ekki sækir laxinn fluguna nokkurn spöl, svo ákafur virðist hann vera í hana. Eins og sést á meðfylgjandi mynd eru þetta sannkallaðir stórlaxar sem hafa verið að veiðast í Laxá en á myndinni er Andri Guðmundsson með 105 sm lax sem hann veiddi ásamt föður sínum í Höfðahyl á Nessvæðinu. Einn af þremur stórlöxum hjá þeim feðgum. Laxarnir hjá þeim tóku Skógá og Black and Blue en þeir feðgar reistu einnig laxa á Sunray Shadow. Samtals náðu þeir 7 löxum í túrnum með meðallengd uppá 93 sm. Það eru ekki margar ár á Íslandi sem bjóða upp á svona góða meðalþyngd. Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði
Það er ótrúlegt að heyra meðalþyngdina í Laxá í Aðaldal á þessu ári en hver stórlaxinn á fætur öðrum hefur verið dreginn á þurrt þar í sumar. Í fyrradag brá svo við að ein stöngin sem var við veiðar á Nessvæðinu landaði þremur löxum í yfirstærð en þeir voru 105, 100 og 88 sm. Mikið af stórum laxi sést víða í ánni og hefur takan verið með afbrigðum góð suma dagana. Tískuflugan þar nyrðra í sumar virðist vera flugan Metalika sem margir þekkja en hún þykir sérstaklega gjöful hnýtt á frekar stóra einkrækju og "strippuð" hratt eftir yfirborðinu. Tökurnar verða oft harkalegar og oftar en ekki sækir laxinn fluguna nokkurn spöl, svo ákafur virðist hann vera í hana. Eins og sést á meðfylgjandi mynd eru þetta sannkallaðir stórlaxar sem hafa verið að veiðast í Laxá en á myndinni er Andri Guðmundsson með 105 sm lax sem hann veiddi ásamt föður sínum í Höfðahyl á Nessvæðinu. Einn af þremur stórlöxum hjá þeim feðgum. Laxarnir hjá þeim tóku Skógá og Black and Blue en þeir feðgar reistu einnig laxa á Sunray Shadow. Samtals náðu þeir 7 löxum í túrnum með meðallengd uppá 93 sm. Það eru ekki margar ár á Íslandi sem bjóða upp á svona góða meðalþyngd.
Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði