Formaður VG segir lekamálið stöðugt alvarlegra Heimir Már Pétursson skrifar 18. ágúst 2014 14:28 Formaður Vinstri grænna segir að innanríkisráðherra hefði átt að draga sig að fullu í hlé fyrr. Breyting á ráðuneytum firri menn ekki pólitískri ábyrgð. vísir/stefán/daníel Formaður Vinstri grænna segir lekamálið stöðugt verða alvarlegra og staða innanríkisráðherra sé þung. Þá virðist upplýsingagjöf til Alþingis hafa verið ófullnægjandi og ráðherra hefði átt að draga sig að fullu í hlé mun fyrr. Ekki liggur fyrir hver tekur við dómsmálunum af Hönnu Birnu Kristjánsdóttir innanríkisráðherra eftir að hún óskaði eftir því á föstudag að verða leyst undan þeim málaflokki. Formenn stjórnarflokkanna eiga eftir að koma sér saman um hvort þau mál fari til einhvers af núverandi ráðherrum Sjálfstæðisflokksins eða hvort jafnvel nýr ráðherra verði tekinn inn í ríkisstjórnina. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir málið hafa verið alvarlegt frá upphafi en málið hafi breyst við það að ákæra hafi verið boðuð á hendur aðstoðarmanns innanríkisráðherra. „Lekinn sjálfur er auðvitað alvarlegt mál. Í kjölfarið virðist upplýsingagjöf til Alþingis hafa verið ófullnægjandi og síðan á ráðherra óbókaða fundi með lögreglustjóranum. Þannig að þetta er svona heldur orðið alvarlegra eftir því sem fram hefur liðið. Þannig að staðan er auðvitað þung fyrir ráðherrann," segir Katrín. Ráðherrann beri ábyrgð á aðstoðarmanninum, bæði stjórnskipunarlega og pólitískt. „Ég hefði líklega talið hyggilegast fyrir að víkja eða stíga til hliðar alfarið úr embætti, að minnsta kosti á meðan á þessu máli stendur,“ segir Katrín. Hún segir þingflokk Vinstri grænna taka afstöðu til boðaðrar vantrauststillögu Pírata þegar þing komi saman eftir um þrjár vikur. Stóra áhyggjuefnið sé að traust á innanríkisráðuneytinu sem sinni mörgum mjög mikilvægum málum hafi dvínað. Það leysi ekki málið að dómsmálin verði varanlega flutt frá innanríkisráðuneytinu og dómsmálaráðuneyti stofnað á nýjan leik eins og fram hafi komið í umræðunni. „Mér finnst umræða um það að breyta skipan ráðuneyta ekki í raun snúast um pólitíska ábyrgð í þessu máli. Hún er bara allt önnur og leysir fólk ekkert undan þeirri ábyrgð. Það er ríkisstjórninni auðvitað í sjálfsvald sett að óska eftir því að málaflokkum sé háttað með ólíkum hætti. En mér finnst það bara vera önnur umræða,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Lekamálið Tengdar fréttir „Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58 „Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“ „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar. 18. ágúst 2014 07:00 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir lekamálið stöðugt verða alvarlegra og staða innanríkisráðherra sé þung. Þá virðist upplýsingagjöf til Alþingis hafa verið ófullnægjandi og ráðherra hefði átt að draga sig að fullu í hlé mun fyrr. Ekki liggur fyrir hver tekur við dómsmálunum af Hönnu Birnu Kristjánsdóttir innanríkisráðherra eftir að hún óskaði eftir því á föstudag að verða leyst undan þeim málaflokki. Formenn stjórnarflokkanna eiga eftir að koma sér saman um hvort þau mál fari til einhvers af núverandi ráðherrum Sjálfstæðisflokksins eða hvort jafnvel nýr ráðherra verði tekinn inn í ríkisstjórnina. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir málið hafa verið alvarlegt frá upphafi en málið hafi breyst við það að ákæra hafi verið boðuð á hendur aðstoðarmanns innanríkisráðherra. „Lekinn sjálfur er auðvitað alvarlegt mál. Í kjölfarið virðist upplýsingagjöf til Alþingis hafa verið ófullnægjandi og síðan á ráðherra óbókaða fundi með lögreglustjóranum. Þannig að þetta er svona heldur orðið alvarlegra eftir því sem fram hefur liðið. Þannig að staðan er auðvitað þung fyrir ráðherrann," segir Katrín. Ráðherrann beri ábyrgð á aðstoðarmanninum, bæði stjórnskipunarlega og pólitískt. „Ég hefði líklega talið hyggilegast fyrir að víkja eða stíga til hliðar alfarið úr embætti, að minnsta kosti á meðan á þessu máli stendur,“ segir Katrín. Hún segir þingflokk Vinstri grænna taka afstöðu til boðaðrar vantrauststillögu Pírata þegar þing komi saman eftir um þrjár vikur. Stóra áhyggjuefnið sé að traust á innanríkisráðuneytinu sem sinni mörgum mjög mikilvægum málum hafi dvínað. Það leysi ekki málið að dómsmálin verði varanlega flutt frá innanríkisráðuneytinu og dómsmálaráðuneyti stofnað á nýjan leik eins og fram hafi komið í umræðunni. „Mér finnst umræða um það að breyta skipan ráðuneyta ekki í raun snúast um pólitíska ábyrgð í þessu máli. Hún er bara allt önnur og leysir fólk ekkert undan þeirri ábyrgð. Það er ríkisstjórninni auðvitað í sjálfsvald sett að óska eftir því að málaflokkum sé háttað með ólíkum hætti. En mér finnst það bara vera önnur umræða,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Lekamálið Tengdar fréttir „Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58 „Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“ „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar. 18. ágúst 2014 07:00 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
„Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58
„Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“ „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar. 18. ágúst 2014 07:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels