Reynir segir ráðherra hafa farið fram á að blaðamenn yrðu reknir Bjarki Ármannsson skrifar 3. ágúst 2014 14:24 Reynir fullyrðir að Hanna Birna hafi óskað eftir því að tveir blaðamenn DV yrðu reknir. Vísir/Stefán Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra hafa farið fram á það í símtali þeirra í byrjun árs að tveir blaðamenn DV yrðu reknir. „Hún hringdi og var alveg rosalega reið,“ segir Reynir. „Hún hraunaði yfir þessa blaðamenn, sagði að þeir væru í einhverjum samtökum, sem ég vissi nú ekkert hver væru eða hvaðan hún hefði, og að það væri óbærilegt að ég hefði þá í vinnu. Það varð ekki skilið öðruvísi en svo að ég ætti að láta þá fara.“ Blaðamennirnir sem um ræðir eru þeir Jóhann Páll Jóhannsson og Jón Bjarki Magnússon, sem mikið hafa fjallað um lekamálið að undanförnu. Í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun sagði Hanna Birna að fréttaflutningur blaðsins af málinu væri „meiðandi“ og „ósanngjarn.“ Reynir segir fréttaflutning DV ekki hafa gengið of langt. „Ég hef lagt alveg gríðarlega áherslu á það við strákana að þeir passi sig mjög vel og fari ekki of langt, heldur haldi sig við það sem er satt og rétt,“ segir Reynir. „Í einu tilviki hafa menn gert mistök, þau voru þau að lesa út úr Hæstaréttardómi að „starfsmaður b“ væri Þórey Vilhjálmsdóttir en ekki Gísli [Freyr Valdórsson, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu]. Við báðumst afsökunar á þessu og þar við situr. Það er eina sem ég veit til að við höfum gert einhver mistök.“ Hanna Birna talaði jafnframt um símtal Reynis og Þóreyjar þar sem Reynir á að hafa hótað að „fara í“ Hönnu Birnu og starfsmenn ráðuneytisins. Reynir svarar því að símtalið hafi komið í kjölfar þess að Þórey fullyrti í útvarpsviðtali að DV færi með rangfærslur. „Ég bað hana um að biðjast afsökunar á því og sagði að annars yrði ég að mæta henni af hörku,“ segir Reynir. „Ég ætlaði ekkert að berja hana, það dettur ekki nokkrum manni í hug. Ég ætlaði bara að mæta henni á opinberum vettvangi.“Erfiðasta mál ferilsins Reynir kallar lekamálið erfiðasta mál sem hann hefur átt við á ferlinum vegna þess hve „heiftugar“ árásir séu á blaðið og blaðamenn þess. Hann segir jafnframt að erfitt sé fyrir tvo unga blaðamenn eins og Jóhann Pál og Jón Bjarka að sitja undir ásökunum ráðherra. „Það er endalaust hægt að deila um það, eru of margar fréttir eða of fáar. En staðreyndin er þessi, það blasir við í dag að það var framið mjög alvarlegt trúnaðarbrot úr ráðuneytinu. Það blasir líka við að DV hefur haldið málinu við. Mín afstaða í málinu er alveg klár. Ég mun standa með þessum strákum fram í rauðan dauðann.“ Lekamálið Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra hafa farið fram á það í símtali þeirra í byrjun árs að tveir blaðamenn DV yrðu reknir. „Hún hringdi og var alveg rosalega reið,“ segir Reynir. „Hún hraunaði yfir þessa blaðamenn, sagði að þeir væru í einhverjum samtökum, sem ég vissi nú ekkert hver væru eða hvaðan hún hefði, og að það væri óbærilegt að ég hefði þá í vinnu. Það varð ekki skilið öðruvísi en svo að ég ætti að láta þá fara.“ Blaðamennirnir sem um ræðir eru þeir Jóhann Páll Jóhannsson og Jón Bjarki Magnússon, sem mikið hafa fjallað um lekamálið að undanförnu. Í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun sagði Hanna Birna að fréttaflutningur blaðsins af málinu væri „meiðandi“ og „ósanngjarn.“ Reynir segir fréttaflutning DV ekki hafa gengið of langt. „Ég hef lagt alveg gríðarlega áherslu á það við strákana að þeir passi sig mjög vel og fari ekki of langt, heldur haldi sig við það sem er satt og rétt,“ segir Reynir. „Í einu tilviki hafa menn gert mistök, þau voru þau að lesa út úr Hæstaréttardómi að „starfsmaður b“ væri Þórey Vilhjálmsdóttir en ekki Gísli [Freyr Valdórsson, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu]. Við báðumst afsökunar á þessu og þar við situr. Það er eina sem ég veit til að við höfum gert einhver mistök.“ Hanna Birna talaði jafnframt um símtal Reynis og Þóreyjar þar sem Reynir á að hafa hótað að „fara í“ Hönnu Birnu og starfsmenn ráðuneytisins. Reynir svarar því að símtalið hafi komið í kjölfar þess að Þórey fullyrti í útvarpsviðtali að DV færi með rangfærslur. „Ég bað hana um að biðjast afsökunar á því og sagði að annars yrði ég að mæta henni af hörku,“ segir Reynir. „Ég ætlaði ekkert að berja hana, það dettur ekki nokkrum manni í hug. Ég ætlaði bara að mæta henni á opinberum vettvangi.“Erfiðasta mál ferilsins Reynir kallar lekamálið erfiðasta mál sem hann hefur átt við á ferlinum vegna þess hve „heiftugar“ árásir séu á blaðið og blaðamenn þess. Hann segir jafnframt að erfitt sé fyrir tvo unga blaðamenn eins og Jóhann Pál og Jón Bjarka að sitja undir ásökunum ráðherra. „Það er endalaust hægt að deila um það, eru of margar fréttir eða of fáar. En staðreyndin er þessi, það blasir við í dag að það var framið mjög alvarlegt trúnaðarbrot úr ráðuneytinu. Það blasir líka við að DV hefur haldið málinu við. Mín afstaða í málinu er alveg klár. Ég mun standa með þessum strákum fram í rauðan dauðann.“
Lekamálið Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira