Hanna Birna krafin um skýrari svör Randver Kári Randversson skrifar 6. ágúst 2014 14:31 Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, og Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. Umboðsmaður Alþingis hefur ritað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, bréf í framhaldi af svari ráðherrans 1. ágúst sl. við bréfi umboðsmanns frá 30. júlí sl. Í bréfinu er óskað eftir nánari upplýsingum og gögnum um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. Umboðsmaður óskar eftir svari við bréfinu eigi síðar en 15. ágúst. Þá hefur umboðsmaður einnig ritað forsætisráðherra bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um það hvort ríkisstjórnin hafi samþykkt siðareglur fyrir ráðherra.Innanríkisráðherra krafinn um frekari svör Á vefsíðu umboðsmanns Alþingis kemur fram að bréfið er skrifað í því skyni að afla frekari upplýsinga um málið áður en tekin verður ákvörðun um hvort tilefni sé til þess að taka það til formlegrar athugunar hjá umboðmanni. Í bréfinu óskað eftir því að upplýst verði hvenær þeir fundir, sem vísað er til í svari Hönnu Birnu frá 1. ágúst sl., milli innanríkisráðherra og lögreglustjóra fóru fram. Þá er óskað eftir eftir upplýsingum um hvaða málefni eða viðfangsefni voru til umfjöllunar á þessum fundum og hver boðaði lögreglustjóra til fundanna af hálfu ráðuneytisins eða ráðherra. Þá er ítrekuð ósk um að umboðsmanni verði afhent þau gögn sem til eru um þessa fundi, gögn sem lögð voru fram eða stuðst við á þessum fundum. Óskað er eftir því að umboðsmanni verði afhent afrit af þeim gagna- og rannsóknarbeiðnum sem beint var til innanríkisráðuneytisins eftir að rannsókn lögreglu í lekamálinu hófst í febrúar. Jafnframt er óskað eftir að upplýst verði hvenær einstökum beiðnum var svarað af hálfu ráðuneytisins og umbeðin gögn látin í té. Umboðsmaður óskar einnig eftir því að hann verði upplýstur um hvað af samskiptum innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. fundir og símtöl, hafi verið skráð í málaskrá ráðuneytisins í samræmi við reglur þar að lútandi. Ef það hafi ekki verið gert er óskað eftir að upplýst verði um ástæður þess. Að síðustu óskar umboðsmaður eftir að fá afhent afrit af heildarskrá innanríkisráðuneytisins um símtöl og fundi hjá ráðuneytinu á tímabilinu 1. janúar til 1. júlí 2014. Óskar einnig eftir upplýsingum frá forsætisráðherra Umboðsmaður Alþingis hefur einnig ritað Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, bréf þar sem óskað er eftir því að umboðsmaður verði upplýstur um hvort ríkisstjórnin hafi samþykkt siðareglur fyrir ráðherra. Hafi ríkisstjórnin samþykkt slíkar reglur er óskað eftir afriti af þeim. Hafi slíkt ekki verið gert óskar umboðsmaður eftir afstöðu forsætisráðherra til þess hvort siðareglur ráðherra sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur samþykkti árið 2011 gildi um störf núverandi ríkisstjórnar. Jafnframt er óskað eftir því að umboðsmanni verði tilkynnt um það sérstaklega ef ríkisstjórnin samþykki slíkar reglur. Umboðsmaður óskar þess að svar við bréfinu berist fyrir 15. ágúst. Tengdar fréttir Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54 Stefán: „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra“ Fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu gerir engar athugasemdir við frásögn innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja. 2. ágúst 2014 08:30 Hanna Birna í Sprengisandi: Hvaða hag ætti ég að hafa af þessu máli? Innanríkisráðherra segist ekki hafa nokkura hugmynd um hver lak skjali úr ráðuneytinu. Það sé ekki óeðlilegt að aðstoðarmaður hennar hafi verið í samskiptum við fjölmiðla áður en fréttir birtust um Tony Omos. 3. ágúst 2014 11:48 „Ég hef aldrei íhugað að segja af mér“ Hanna Birna Kristjánsdóttir í ítalegu viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. 2. ágúst 2014 16:15 Bjarni segir innanríkisráðherra vera í óþægilegri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins styður Hönnu Birnu. 5. ágúst 2014 19:15 Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00 Hanna svarar í dag Innanríkisráðherra veitir umboðsmanni Alþingis upplýsingar um meint afskipti af rannsókn Lekamálsins. 1. ágúst 2014 13:09 Hefur íhugað að hætta í stjórnmálum vegna lekamálsins Lekamálið er ljótur pólitískur leikur að mati Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. 2. ágúst 2014 19:00 Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48 Segir lögregluna fara offari í rannsókn á lekamálinu Brynjar Níelsson furðar sig á því að fyrirskipuð hafi verið lögreglurannsókn í málinu og segir að gengið hafi verið á friðhelgi innanríkisráðherra við rannsóknina. 5. ágúst 2014 14:39 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur ritað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, bréf í framhaldi af svari ráðherrans 1. ágúst sl. við bréfi umboðsmanns frá 30. júlí sl. Í bréfinu er óskað eftir nánari upplýsingum og gögnum um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. Umboðsmaður óskar eftir svari við bréfinu eigi síðar en 15. ágúst. Þá hefur umboðsmaður einnig ritað forsætisráðherra bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um það hvort ríkisstjórnin hafi samþykkt siðareglur fyrir ráðherra.Innanríkisráðherra krafinn um frekari svör Á vefsíðu umboðsmanns Alþingis kemur fram að bréfið er skrifað í því skyni að afla frekari upplýsinga um málið áður en tekin verður ákvörðun um hvort tilefni sé til þess að taka það til formlegrar athugunar hjá umboðmanni. Í bréfinu óskað eftir því að upplýst verði hvenær þeir fundir, sem vísað er til í svari Hönnu Birnu frá 1. ágúst sl., milli innanríkisráðherra og lögreglustjóra fóru fram. Þá er óskað eftir eftir upplýsingum um hvaða málefni eða viðfangsefni voru til umfjöllunar á þessum fundum og hver boðaði lögreglustjóra til fundanna af hálfu ráðuneytisins eða ráðherra. Þá er ítrekuð ósk um að umboðsmanni verði afhent þau gögn sem til eru um þessa fundi, gögn sem lögð voru fram eða stuðst við á þessum fundum. Óskað er eftir því að umboðsmanni verði afhent afrit af þeim gagna- og rannsóknarbeiðnum sem beint var til innanríkisráðuneytisins eftir að rannsókn lögreglu í lekamálinu hófst í febrúar. Jafnframt er óskað eftir að upplýst verði hvenær einstökum beiðnum var svarað af hálfu ráðuneytisins og umbeðin gögn látin í té. Umboðsmaður óskar einnig eftir því að hann verði upplýstur um hvað af samskiptum innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. fundir og símtöl, hafi verið skráð í málaskrá ráðuneytisins í samræmi við reglur þar að lútandi. Ef það hafi ekki verið gert er óskað eftir að upplýst verði um ástæður þess. Að síðustu óskar umboðsmaður eftir að fá afhent afrit af heildarskrá innanríkisráðuneytisins um símtöl og fundi hjá ráðuneytinu á tímabilinu 1. janúar til 1. júlí 2014. Óskar einnig eftir upplýsingum frá forsætisráðherra Umboðsmaður Alþingis hefur einnig ritað Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, bréf þar sem óskað er eftir því að umboðsmaður verði upplýstur um hvort ríkisstjórnin hafi samþykkt siðareglur fyrir ráðherra. Hafi ríkisstjórnin samþykkt slíkar reglur er óskað eftir afriti af þeim. Hafi slíkt ekki verið gert óskar umboðsmaður eftir afstöðu forsætisráðherra til þess hvort siðareglur ráðherra sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur samþykkti árið 2011 gildi um störf núverandi ríkisstjórnar. Jafnframt er óskað eftir því að umboðsmanni verði tilkynnt um það sérstaklega ef ríkisstjórnin samþykki slíkar reglur. Umboðsmaður óskar þess að svar við bréfinu berist fyrir 15. ágúst.
Tengdar fréttir Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54 Stefán: „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra“ Fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu gerir engar athugasemdir við frásögn innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja. 2. ágúst 2014 08:30 Hanna Birna í Sprengisandi: Hvaða hag ætti ég að hafa af þessu máli? Innanríkisráðherra segist ekki hafa nokkura hugmynd um hver lak skjali úr ráðuneytinu. Það sé ekki óeðlilegt að aðstoðarmaður hennar hafi verið í samskiptum við fjölmiðla áður en fréttir birtust um Tony Omos. 3. ágúst 2014 11:48 „Ég hef aldrei íhugað að segja af mér“ Hanna Birna Kristjánsdóttir í ítalegu viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. 2. ágúst 2014 16:15 Bjarni segir innanríkisráðherra vera í óþægilegri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins styður Hönnu Birnu. 5. ágúst 2014 19:15 Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00 Hanna svarar í dag Innanríkisráðherra veitir umboðsmanni Alþingis upplýsingar um meint afskipti af rannsókn Lekamálsins. 1. ágúst 2014 13:09 Hefur íhugað að hætta í stjórnmálum vegna lekamálsins Lekamálið er ljótur pólitískur leikur að mati Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. 2. ágúst 2014 19:00 Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48 Segir lögregluna fara offari í rannsókn á lekamálinu Brynjar Níelsson furðar sig á því að fyrirskipuð hafi verið lögreglurannsókn í málinu og segir að gengið hafi verið á friðhelgi innanríkisráðherra við rannsóknina. 5. ágúst 2014 14:39 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54
Stefán: „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra“ Fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu gerir engar athugasemdir við frásögn innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja. 2. ágúst 2014 08:30
Hanna Birna í Sprengisandi: Hvaða hag ætti ég að hafa af þessu máli? Innanríkisráðherra segist ekki hafa nokkura hugmynd um hver lak skjali úr ráðuneytinu. Það sé ekki óeðlilegt að aðstoðarmaður hennar hafi verið í samskiptum við fjölmiðla áður en fréttir birtust um Tony Omos. 3. ágúst 2014 11:48
„Ég hef aldrei íhugað að segja af mér“ Hanna Birna Kristjánsdóttir í ítalegu viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. 2. ágúst 2014 16:15
Bjarni segir innanríkisráðherra vera í óþægilegri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins styður Hönnu Birnu. 5. ágúst 2014 19:15
Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00
Hanna svarar í dag Innanríkisráðherra veitir umboðsmanni Alþingis upplýsingar um meint afskipti af rannsókn Lekamálsins. 1. ágúst 2014 13:09
Hefur íhugað að hætta í stjórnmálum vegna lekamálsins Lekamálið er ljótur pólitískur leikur að mati Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. 2. ágúst 2014 19:00
Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48
Segir lögregluna fara offari í rannsókn á lekamálinu Brynjar Níelsson furðar sig á því að fyrirskipuð hafi verið lögreglurannsókn í málinu og segir að gengið hafi verið á friðhelgi innanríkisráðherra við rannsóknina. 5. ágúst 2014 14:39
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent