Aflatölur laxveiðiánna í liðinni viku Karl Lúðvíksson skrifar 7. ágúst 2014 12:11 Nýjar veiðitölur yfir stöðuna í laxveiðiánum gefa ekki tilefni til sérstakrar bjartsýni yfir því að ástandið eigi eftir að batna mikið í þeim ám sem verst standa. Nú þegar vika er liðin af ágúst eru aðeins tvær ár komnar yfir 1000 laxa en það eru Blanda og Eystri Rangá. Blanda er búin að vera á fullum gír í júlí en það styttist í yfirfall og þá detta veiðitölurnar niður sem er synd því mikið af laxi er í ánni. Árnar sem eru á topp tíu listanum eiga þó flestar, ef ekki allar eftir að fara yfir 1000 laxa og flestar líklega gott betur en það svo ekki er ástandið alls staðar jafn slæmt og raunar á pari við meðalgóð ár. En inn á milli eru ár sem eru í afskaplega slæmum málum og þær eru flest allar á vesturlandi nema Sogið. Veiðin í Soginu er svo róleg að elstu menn muna ekki annað eins en það sem hefur bjargað mörgum veiðitúrnum er ágæt bleikjuveiði á vænni bleikju. Tíu aflahæstu ár landsins eru hér en listann má skoða í heild sinni hjá www.angling.isVeiðivatnDagsetningHeildarveiðiStangafjöldiLokatölur 2013Blanda6. 8. 20141563142611Eystri-Rangá6. 8. 20141306184797Miðfjarðará6. 8. 2014860103667Þverá + Kjarará6. 8. 2014851143373Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki.6. 8. 2014843205461Norðurá6. 8. 2014733153351Laxá á Ásum6. 8. 201461821062Haffjarðará6. 8. 201456762158Selá í Vopnafirði6. 8. 201456571664Laxá í Aðaldal6. 8. 2014518181009 Stangveiði Mest lesið Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Á að veiða eða sleppa Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Hnúðlaxar veiðast í Soginu Veiði Veiðisumarið yfir meðallagi Veiði Rauður Frances sterkur síðsumars Veiði Dómsdagsspár um laxveiðina eiga ekki við rök að styðjast Veiði Frábær byrjun í Norðurá Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði
Nýjar veiðitölur yfir stöðuna í laxveiðiánum gefa ekki tilefni til sérstakrar bjartsýni yfir því að ástandið eigi eftir að batna mikið í þeim ám sem verst standa. Nú þegar vika er liðin af ágúst eru aðeins tvær ár komnar yfir 1000 laxa en það eru Blanda og Eystri Rangá. Blanda er búin að vera á fullum gír í júlí en það styttist í yfirfall og þá detta veiðitölurnar niður sem er synd því mikið af laxi er í ánni. Árnar sem eru á topp tíu listanum eiga þó flestar, ef ekki allar eftir að fara yfir 1000 laxa og flestar líklega gott betur en það svo ekki er ástandið alls staðar jafn slæmt og raunar á pari við meðalgóð ár. En inn á milli eru ár sem eru í afskaplega slæmum málum og þær eru flest allar á vesturlandi nema Sogið. Veiðin í Soginu er svo róleg að elstu menn muna ekki annað eins en það sem hefur bjargað mörgum veiðitúrnum er ágæt bleikjuveiði á vænni bleikju. Tíu aflahæstu ár landsins eru hér en listann má skoða í heild sinni hjá www.angling.isVeiðivatnDagsetningHeildarveiðiStangafjöldiLokatölur 2013Blanda6. 8. 20141563142611Eystri-Rangá6. 8. 20141306184797Miðfjarðará6. 8. 2014860103667Þverá + Kjarará6. 8. 2014851143373Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki.6. 8. 2014843205461Norðurá6. 8. 2014733153351Laxá á Ásum6. 8. 201461821062Haffjarðará6. 8. 201456762158Selá í Vopnafirði6. 8. 201456571664Laxá í Aðaldal6. 8. 2014518181009
Stangveiði Mest lesið Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Á að veiða eða sleppa Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Hnúðlaxar veiðast í Soginu Veiði Veiðisumarið yfir meðallagi Veiði Rauður Frances sterkur síðsumars Veiði Dómsdagsspár um laxveiðina eiga ekki við rök að styðjast Veiði Frábær byrjun í Norðurá Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði