14119 fiskar veiðst í Veiðivötnum í sumar Karl Lúðvíksson skrifar 8. ágúst 2014 21:03 Björgvin og Ágúst með flotta urriða úr Grænavatni í Veiðivötnum Mynd: Bryndís Magnúsdóttir Veiðin í Veiðivötnum hefur verið upp og ofan í sumar en er þó orðin betri heldur en hún var allt tímabilið í fyrra. Árið 2013 veiddust 14.006 fiskar allt tímabilið að meðtöldum netatímanum en hann var afskaplega rýr í fyrra þegar aðeins komu 490 fiskar í netin. Þegar veiðin er borin saman á sjöundu viku þá gaf sú vika 1270 fiska, 607 urriða og 663 bleikjur í sumar en 917 fiska 2013. Einhverjir veiðimenn hafa átt frekar rólega daga við vatnið í sumar á meðan aðrir hafa veitt vel og það eru jafnvel dæmi um holl sem hafa veitt hátt í hundrað fiska. Þeir sem hafa veitt best hafa verið duglegir að fara víða um svæðið og leitað að fiski annað hvort með flugu eða spún. Sú aðferð hefur gefið betur heldur en að vera lengi á sama stað með beitu í vatninu. Langavatn hefur gefið bestu veiðina en þar er ógrynni af bleikju, kannski ekki mjög stór en flestir eru á því að hún sé stærri en í fyrra. Samtals eru komnar 3137 bleikjur úr Langavatni og 63 urriðar. Meðalþyngdin er 3 pund úr vatninu. Það vatn sem hefur hæsta meðalþyngd er Grænavatn með 5.65 punda meðalþyngd og þar hefur einnig stærsti fiskurinn í sumar komið upp en hann er 14 pund. Það veiðast kannski ekki margir fiskar í Grænavatni, aðeins 104 í sumar, en þar fara menn til að freista þess að ná í tröllvaxna urriða. Mjög góðar upplýsingar um tölfræði veiðinnar í Veiðivötnum er á heimasíðu vatnanna www.veidivotn.is Stangveiði Mest lesið Laxinn mættur í Sogið Veiði Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði
Veiðin í Veiðivötnum hefur verið upp og ofan í sumar en er þó orðin betri heldur en hún var allt tímabilið í fyrra. Árið 2013 veiddust 14.006 fiskar allt tímabilið að meðtöldum netatímanum en hann var afskaplega rýr í fyrra þegar aðeins komu 490 fiskar í netin. Þegar veiðin er borin saman á sjöundu viku þá gaf sú vika 1270 fiska, 607 urriða og 663 bleikjur í sumar en 917 fiska 2013. Einhverjir veiðimenn hafa átt frekar rólega daga við vatnið í sumar á meðan aðrir hafa veitt vel og það eru jafnvel dæmi um holl sem hafa veitt hátt í hundrað fiska. Þeir sem hafa veitt best hafa verið duglegir að fara víða um svæðið og leitað að fiski annað hvort með flugu eða spún. Sú aðferð hefur gefið betur heldur en að vera lengi á sama stað með beitu í vatninu. Langavatn hefur gefið bestu veiðina en þar er ógrynni af bleikju, kannski ekki mjög stór en flestir eru á því að hún sé stærri en í fyrra. Samtals eru komnar 3137 bleikjur úr Langavatni og 63 urriðar. Meðalþyngdin er 3 pund úr vatninu. Það vatn sem hefur hæsta meðalþyngd er Grænavatn með 5.65 punda meðalþyngd og þar hefur einnig stærsti fiskurinn í sumar komið upp en hann er 14 pund. Það veiðast kannski ekki margir fiskar í Grænavatni, aðeins 104 í sumar, en þar fara menn til að freista þess að ná í tröllvaxna urriða. Mjög góðar upplýsingar um tölfræði veiðinnar í Veiðivötnum er á heimasíðu vatnanna www.veidivotn.is
Stangveiði Mest lesið Laxinn mættur í Sogið Veiði Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði