Harma líkamsárás í knattspyrnuleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júlí 2014 10:41 Stjórn knattspyrnudeildar Sindra á Höfn í Hornafirði hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað í leik 2. flokks félagsins gegn Snæfellsnesi um liðna helgi. Leikmönnum liðanna lenti saman með þeim afleiðingum að leikmaður Sindra réðst á leikmann Snæfellsness og veitti honum alvarlega höfuðáverka. Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð til eftir að leikmaðurinn missti meðvitund og hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Umræddur leikmaður Snæfellsness er á batavegi en lögreglurannsókn fór af stað strax á sunnudag og má búast við að ákæra verði gefin út. Þá mun aganefnd KSÍ einnig taka málið til meðferðar hjá sér. Stjórn deildarinnar harmar atvikið mjög og hefur beðið leikmann Snæfellsness og fjölskyldu hans afsökunar, líkt og sjá má í yfirlýsingunni hér fyrir neðan. Þá mun hún einnig beita sér fyrir því að hjálpa leikmanni Sindra og leita aðstoðar barnaverndaryfirvalda og fagfólks. Yfirlýsingin í heild sinni: „YFIRLÝSING FRÁ STJÓRN KNATTSPYRNUDEILDAR SINDRA. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra harmar atvik sem átti sér stað á Hellissandsvelli í leik Snæfells og Sindra í 2. flokki karla, sunnudaginn 20. júlí sl., þar sem tveimur leikmönnum lenti saman undir lok leiksins. Leikmaður Sindra gerðist sekur um líkamsárás sem leiddi til þess að leikmaður Snæfells var fluttur á sjúkrahús. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra harmar mjög þetta atvik og vill fyrir hönd félagsins og leikmannsins biðja leikmann Snæfells og fjölskyldu hans afsökunar. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra lítur atvik sem þetta mjög alvarlegum augum. Stjórnin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að hjálpa leikmanni Sindra í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að sambærilegt atvik endurtaki sig. Í þeirri viðleitni mun stjórnin leita aðstoðar barnaverndaryfirvalda á Höfn og fagfólks. Skýrsla dómara leiksins er nú þegar komin inn á borð aganefndar KSÍ. Leikmaður Sindra mun una niðurstöðu aganefndar KSÍ þegar hún liggur fyrir. Það sama mun knattspyrnudeild Sindra gera. Það er von stjórnar knattspyrnudeildar Sindra að atvik þetta verði ekki til þess að skaða gott orðspor knattspyrnunnar á Íslandi. Stjórnin mun nú sem endranær hvetja leikmenn, þjálfara og stuðningsmenn til að sýna háttvísi og heiðarleika. Þannig bætum við íslenska knattspyrnu. Með virðingu og vinsemd. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Líkamsárás í fótbolta: Sjálfkært vegna alvarleika árásarinnar Leikmaður Sindra, sem fæddur er 1998, er grunaður um að hafa kýlt mótherja sinn í liði Snæfellsness og sparkað svo í höfuðið á honum þar sem hann lá á jörðinni. 21. júlí 2014 13:42 Móðir drengsins: „Erum í spennufalli“ Móðir drengs sem ráðist var á í fótboltaleik á Snæfellsnesi í gær segir honum líða bærilega. 21. júlí 2014 15:30 Meiðsli drengsins minni en óttast var Líðan leikmanns Snæfellsness, sem fluttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í gær, er mun betri en talið var í fyrstu. 21. júlí 2014 11:34 „Fólki var verulega brugðið“ Knattspyrnumaðurinn ungi sem varð fyrir líkamsárás í gær hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 21. júlí 2014 13:13 Slagsmál brutust út á knattspyrnuleik á Snæfellsnesi Flytja þurfti fótboltamann með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann vegna alvarlegra áverka. 20. júlí 2014 18:34 „Þurfum að fá á hreint hvað gerðist“ Forráðamenn Sindra á Höfn í Hornafirði verjast alla fregna af leiknum á Hellissandi. 21. júlí 2014 15:31 Aganefnd KSÍ tekur málið á morgun Framkvæmdarstjóri KSÍ segir að atvikið á Hellissandi fái hefðbundna meðferð hjá sambandinu. 21. júlí 2014 15:52 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Sjá meira
Stjórn knattspyrnudeildar Sindra á Höfn í Hornafirði hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað í leik 2. flokks félagsins gegn Snæfellsnesi um liðna helgi. Leikmönnum liðanna lenti saman með þeim afleiðingum að leikmaður Sindra réðst á leikmann Snæfellsness og veitti honum alvarlega höfuðáverka. Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð til eftir að leikmaðurinn missti meðvitund og hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Umræddur leikmaður Snæfellsness er á batavegi en lögreglurannsókn fór af stað strax á sunnudag og má búast við að ákæra verði gefin út. Þá mun aganefnd KSÍ einnig taka málið til meðferðar hjá sér. Stjórn deildarinnar harmar atvikið mjög og hefur beðið leikmann Snæfellsness og fjölskyldu hans afsökunar, líkt og sjá má í yfirlýsingunni hér fyrir neðan. Þá mun hún einnig beita sér fyrir því að hjálpa leikmanni Sindra og leita aðstoðar barnaverndaryfirvalda og fagfólks. Yfirlýsingin í heild sinni: „YFIRLÝSING FRÁ STJÓRN KNATTSPYRNUDEILDAR SINDRA. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra harmar atvik sem átti sér stað á Hellissandsvelli í leik Snæfells og Sindra í 2. flokki karla, sunnudaginn 20. júlí sl., þar sem tveimur leikmönnum lenti saman undir lok leiksins. Leikmaður Sindra gerðist sekur um líkamsárás sem leiddi til þess að leikmaður Snæfells var fluttur á sjúkrahús. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra harmar mjög þetta atvik og vill fyrir hönd félagsins og leikmannsins biðja leikmann Snæfells og fjölskyldu hans afsökunar. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra lítur atvik sem þetta mjög alvarlegum augum. Stjórnin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að hjálpa leikmanni Sindra í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að sambærilegt atvik endurtaki sig. Í þeirri viðleitni mun stjórnin leita aðstoðar barnaverndaryfirvalda á Höfn og fagfólks. Skýrsla dómara leiksins er nú þegar komin inn á borð aganefndar KSÍ. Leikmaður Sindra mun una niðurstöðu aganefndar KSÍ þegar hún liggur fyrir. Það sama mun knattspyrnudeild Sindra gera. Það er von stjórnar knattspyrnudeildar Sindra að atvik þetta verði ekki til þess að skaða gott orðspor knattspyrnunnar á Íslandi. Stjórnin mun nú sem endranær hvetja leikmenn, þjálfara og stuðningsmenn til að sýna háttvísi og heiðarleika. Þannig bætum við íslenska knattspyrnu. Með virðingu og vinsemd. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Líkamsárás í fótbolta: Sjálfkært vegna alvarleika árásarinnar Leikmaður Sindra, sem fæddur er 1998, er grunaður um að hafa kýlt mótherja sinn í liði Snæfellsness og sparkað svo í höfuðið á honum þar sem hann lá á jörðinni. 21. júlí 2014 13:42 Móðir drengsins: „Erum í spennufalli“ Móðir drengs sem ráðist var á í fótboltaleik á Snæfellsnesi í gær segir honum líða bærilega. 21. júlí 2014 15:30 Meiðsli drengsins minni en óttast var Líðan leikmanns Snæfellsness, sem fluttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í gær, er mun betri en talið var í fyrstu. 21. júlí 2014 11:34 „Fólki var verulega brugðið“ Knattspyrnumaðurinn ungi sem varð fyrir líkamsárás í gær hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 21. júlí 2014 13:13 Slagsmál brutust út á knattspyrnuleik á Snæfellsnesi Flytja þurfti fótboltamann með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann vegna alvarlegra áverka. 20. júlí 2014 18:34 „Þurfum að fá á hreint hvað gerðist“ Forráðamenn Sindra á Höfn í Hornafirði verjast alla fregna af leiknum á Hellissandi. 21. júlí 2014 15:31 Aganefnd KSÍ tekur málið á morgun Framkvæmdarstjóri KSÍ segir að atvikið á Hellissandi fái hefðbundna meðferð hjá sambandinu. 21. júlí 2014 15:52 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Sjá meira
Líkamsárás í fótbolta: Sjálfkært vegna alvarleika árásarinnar Leikmaður Sindra, sem fæddur er 1998, er grunaður um að hafa kýlt mótherja sinn í liði Snæfellsness og sparkað svo í höfuðið á honum þar sem hann lá á jörðinni. 21. júlí 2014 13:42
Móðir drengsins: „Erum í spennufalli“ Móðir drengs sem ráðist var á í fótboltaleik á Snæfellsnesi í gær segir honum líða bærilega. 21. júlí 2014 15:30
Meiðsli drengsins minni en óttast var Líðan leikmanns Snæfellsness, sem fluttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í gær, er mun betri en talið var í fyrstu. 21. júlí 2014 11:34
„Fólki var verulega brugðið“ Knattspyrnumaðurinn ungi sem varð fyrir líkamsárás í gær hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 21. júlí 2014 13:13
Slagsmál brutust út á knattspyrnuleik á Snæfellsnesi Flytja þurfti fótboltamann með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann vegna alvarlegra áverka. 20. júlí 2014 18:34
„Þurfum að fá á hreint hvað gerðist“ Forráðamenn Sindra á Höfn í Hornafirði verjast alla fregna af leiknum á Hellissandi. 21. júlí 2014 15:31
Aganefnd KSÍ tekur málið á morgun Framkvæmdarstjóri KSÍ segir að atvikið á Hellissandi fái hefðbundna meðferð hjá sambandinu. 21. júlí 2014 15:52