Íslenski boltinn

Árni Snær sá rautt í sigri Skagamanna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Garðar skoraði.
Garðar skoraði. vísir/vilhelm
ÍA vann Grindavík, 2-0, í 1. deild karla í fótbolta í kvöld og heldur áfram stefnu sinni upp í úrvalsdeildina á nýjan leik.

Jón Vilhelm Ákason kom ÍA yfir á 45. mínútu og markahrókurinn GarðarBergmannGunnlaugsson tvöfaldaði forskot heimamanna á 74. mínútu.

Páll Gísli Jónsson, hinn þrautreyndi markvörður ÍA, kom inn á í uppbótartíma eftir að Árni Snær Ólafsson var rekinn af velli, en Páll Gísli spilar því væntanlega næsta leik liðsins.

ÍA er í öðru sæti deildarinnar með 24 stig, jafnmörg og Þróttur en með betra markahlutfall. Grindavík er sem fyrr í fallsæti með þrettán stig, stigi minna en BÍ/Bolungarvík og KV sem bæði eiga leiki til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×